Ársreikningur Norðurþings 2019
Málsnúmer 202003114
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020
Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019.
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020
Á 324. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján og Bergur.
Ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019. Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir reikninginn.
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi fór yfir ársreikning sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni Jónssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs og vísar ársreikningi Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni Jónssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs og vísar ársreikningi Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020
Á 327. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi fór yfir ársreikning sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni Jónssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs og vísar ársreikningi Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi fór yfir ársreikning sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni Jónssyni fyrir komuna á fund byggðarráðs og vísar ársreikningi Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til mál tóku: Kristján, Helena, Bergur og Hjálmar.
Helena leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar;
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019 ber þess vitni að ásættanlegri niðurstöðu hefur verið náð á rekstrarárinu, enda rekstrarniðurstaðan í megindráttum til samræmis við fjárhagsáætlun ársins. Gert var ráð fyrir samdrætti m.v. fyrra ár. Auknar tekjur síðustu ára hafa gert okkur kleift að fara í mikilvægar framkvæmdir án mikillar lántöku. Samfara uppbyggingu samfélagsins vegna iðnaðar á Bakka hafa útgjöld aukist til ýmissa málaflokka og laun og launtengd gjöld hækkað þónokkuð skv. kjarasamningum og afturvirkum leiðréttingum vegna þeirra, enda þótt stöðugildum hafi ekki fjölgað nema lítillega. Niðurstaða ársins dregur fram þá glímu sem við stöndum frammi fyrir næstu misseri að halda rekstrarjafnvægi og stífu haldi um taumana, ekki hvað síst í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem heimsfaraldur covid-19 er að hafa á hagkerfið allt.
Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu áratuga um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinum atvinnulífsins. Þessi uppbygging hefur gjörbreytt tekjumyndun í samstæðu sveitarfélagsins og haft jákvæð áhrif á íbúaþróun.
Það hvetur okkur til að huga áfram að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun til að standa undir velferðinni.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið hagstætt á undanförnum árum; hækkun á fasteignaverði, lágir vextir og lág verðbólga.
Ársreikningur 2019 sýnir hinsvegar að aðhald hefur skort í rekstri sveitarfélagins; rekstrarkostnaður hefur hækkað, gengið á handbært fé og stefnir í lántöku til að mæta rekstri. Kornhlaðan er tóm. Það var vitað mál að tekjur myndu dragast saman þegar framkvæmdatímabili og uppbyggingu í orkufrekum iðnaði lyki. Það sést í fyrri áætlunum sveitarfélagsins.
Það fer því illa saman að tekjur eru mjög miklar, skortur á aðhaldi í rekstri og á eftirliti með framkvæmdakostnaði. Niðurskurður sem fram kemur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er skýrt merki um þetta. En skatttekjur sveitasjóðs hafa aukist um 780 milljónir króna frá árinu 2014 eða um 44 prósent sem er m.a. uppskera atvinnuuppbyggingar. Veltufé frá rekstri sveitasjóðs var um 685 milljónir króna árið 2018 en er nú um 375 milljónir króna. Áætlun fyrir árið 2019 gerði ráð fyrir 482 milljónum króna eða um 24 prósent undir áætlun. Launakostnaður sveitasjóðs hefur hækkað um 13 prósent milli ára og er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gengið hefur á handbært fé samstæðunnar til að fóðra reksturinn þrátt fyrir að tekjur séu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Handbært fé frá rekstri er um helmingi lægra en árið áður og um 23% undir áætlun.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af grunnrekstri sveitarfélagsins. Það þarf að sýna ráðdeild og aga í rekstri sveitarfélagsins til að verja grunnþjónustu þess sem er lögbundið hlutverk kjörinna fulltrúa. Eins og segir í 1. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga, 138/2011: "Sveitarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum".
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019 er samþykktur samhljóða.
Helena leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar;
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019 ber þess vitni að ásættanlegri niðurstöðu hefur verið náð á rekstrarárinu, enda rekstrarniðurstaðan í megindráttum til samræmis við fjárhagsáætlun ársins. Gert var ráð fyrir samdrætti m.v. fyrra ár. Auknar tekjur síðustu ára hafa gert okkur kleift að fara í mikilvægar framkvæmdir án mikillar lántöku. Samfara uppbyggingu samfélagsins vegna iðnaðar á Bakka hafa útgjöld aukist til ýmissa málaflokka og laun og launtengd gjöld hækkað þónokkuð skv. kjarasamningum og afturvirkum leiðréttingum vegna þeirra, enda þótt stöðugildum hafi ekki fjölgað nema lítillega. Niðurstaða ársins dregur fram þá glímu sem við stöndum frammi fyrir næstu misseri að halda rekstrarjafnvægi og stífu haldi um taumana, ekki hvað síst í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem heimsfaraldur covid-19 er að hafa á hagkerfið allt.
Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu áratuga um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinum atvinnulífsins. Þessi uppbygging hefur gjörbreytt tekjumyndun í samstæðu sveitarfélagsins og haft jákvæð áhrif á íbúaþróun.
Það hvetur okkur til að huga áfram að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun til að standa undir velferðinni.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið hagstætt á undanförnum árum; hækkun á fasteignaverði, lágir vextir og lág verðbólga.
Ársreikningur 2019 sýnir hinsvegar að aðhald hefur skort í rekstri sveitarfélagins; rekstrarkostnaður hefur hækkað, gengið á handbært fé og stefnir í lántöku til að mæta rekstri. Kornhlaðan er tóm. Það var vitað mál að tekjur myndu dragast saman þegar framkvæmdatímabili og uppbyggingu í orkufrekum iðnaði lyki. Það sést í fyrri áætlunum sveitarfélagsins.
Það fer því illa saman að tekjur eru mjög miklar, skortur á aðhaldi í rekstri og á eftirliti með framkvæmdakostnaði. Niðurskurður sem fram kemur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er skýrt merki um þetta. En skatttekjur sveitasjóðs hafa aukist um 780 milljónir króna frá árinu 2014 eða um 44 prósent sem er m.a. uppskera atvinnuuppbyggingar. Veltufé frá rekstri sveitasjóðs var um 685 milljónir króna árið 2018 en er nú um 375 milljónir króna. Áætlun fyrir árið 2019 gerði ráð fyrir 482 milljónum króna eða um 24 prósent undir áætlun. Launakostnaður sveitasjóðs hefur hækkað um 13 prósent milli ára og er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gengið hefur á handbært fé samstæðunnar til að fóðra reksturinn þrátt fyrir að tekjur séu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Handbært fé frá rekstri er um helmingi lægra en árið áður og um 23% undir áætlun.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af grunnrekstri sveitarfélagsins. Það þarf að sýna ráðdeild og aga í rekstri sveitarfélagsins til að verja grunnþjónustu þess sem er lögbundið hlutverk kjörinna fulltrúa. Eins og segir í 1. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga, 138/2011: "Sveitarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum".
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2019 er samþykktur samhljóða.