Sveitarstjórn Norðurþings
1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur að kjósa nýjan aðila í stjórn fjárfestingarfélags Norðurþings.
Sveitarstjórn tilnefnir formann byggðarráðs, Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, sem nýjan aðila í stjórn fjárfestingarfélags Norðurþings og Berg Elías Ágústsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
2.Ársreikningur Norðurþings 2019
Málsnúmer 202003114Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
3.Bókun vegna reksturs Leigufélags Hvamms rekstrarárið 2020
Málsnúmer 202004045Vakta málsnúmer
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélagi Hvamms á liðnum árum en þó var gert ráð fyrir að félagið skilað um 5 milljón króna hagnaði á árinu 2020, miðað við útgefna fjárhagsáætlun. Í skýringu 6 með ársreikningi 2019 kemur fram að niðurfelling á hluta skulda sem samið var um við Íbúðalánasjóð (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) á árinu 2016 muni koma til greiðslu við sölu á bílakjallara félagsins. Niðurfellingin sem var að fjárhæð 26,8 milljónir mun því leiða til neikvæðrar rekstrarafkomu upp á 21,6 milljónir á árinu 2020. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2019 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um rúmar 64 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 35,24% en veltufjárhlutfall félagsins í árslok 2019 er 1,15 en var 0,83 í lok árs 2018. Félagið reiðir sig á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár, 2020. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að styðja við Leigufélag Hvamms á yfirstandandi rekstrarári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu byggðarráðs.
4.Umsókn um yfirdrátt hjá viðskiptabanka Norðurþings
Málsnúmer 202004057Vakta málsnúmer
Heimildin mun verða nýtt til að mæta sveiflum í lausafjárþörf og verður hún til að byrja með til sex mánaða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka sínum.
5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir meðfylgjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
6.Reglur um fjárhagsaðstoð Norðurþings
Málsnúmer 202003088Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir meðfylgjandi reglur um fjárhagsaðstoð og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
7.Ósk um stækkun lóðar að Höfða 24
Málsnúmer 201909089Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á afmörkun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
8.Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun þjónustulóðar við Vegg í Kelduhverfi
Málsnúmer 202004043Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
9.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Málsnúmer 202004048Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að send verði inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Undirrituð leggja fram eftirfarandi tillögu:
Að verkefninu verði frestað um ár og umsókn um stofnframlag verði dregin til baka. Sveitarfélagið hefur þegar ákveðið að ráðast í stórar framkvæmdir á árinu, s.s. Reykjarheiðarvegur á Húsavík og nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Fjárhagsstaðan er viðkvæm og rekstur sveitarfélagsins sömuleiðis og því rúmast þetta mikilvæga verkefni ekki innan þeirrar óvissu sem næstu mánuðir bjóða upp á.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Tillagan er felld með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði með tillögunni.
Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir tillögu byggðarráðs með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.
10.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Stofnsamþykkt fyrir óstofnaða húsnæðissjálfeignastofnun
Málsnúmer 202004049Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir stofnsamþykktir fyrir Vík hses og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.
11.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Tilnefning í stjórn hins óstofnaða félags
Málsnúmer 202004050Vakta málsnúmer
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon, Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur og Hafrúnu Olgeirsdóttur í stjórn Víkur hses og Berg Elías Ágústsson, Silju Jóhannesdóttur og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur í varastjórn. Byggðarráð felur þeim umboð Norðurþings á tilvonandi stofnfundi Víkur hses. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.
12.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Veiting stofnframlags Norðurþings til samræmis við umsókn um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Málsnúmer 202004051Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir veitingu stofnframlags til samræmis við umsókn um stofnframlög til HMS. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.
13.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Langtímafjármögnun verkefnisins
Málsnúmer 202004052Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) að umsóknin til HMS feli í sér að leitað verði til framangreindrar stofnunar með langtímafjármögnun verkefnisins í huga, en engu að síður verði kannaður möguleiki á fjármögnun meðal lífeyrissjóða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.
14.Ósk eftir minnisblaði um mál frá minnihlutafulltrúum sem hafa verið send inn og/eða samþykkt
Málsnúmer 202003054Vakta málsnúmer
Fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar óska eftir minnisblaði.
Undirrituð óska eftir að fyrir næsta fund sveitastjórnar liggi fyrir skriflegt minnisblað vegna nokkurra mála. Hvaða hefur gerst í málinu síðan það var samþykkt og hvar málið er statt í dag. Málin eru eftirfarandi:
1.
Félagsmiðstöð & ungmennahús (201902055)
Samþykkt samhljóða í sveitarstjórn, á 89. fundi 19. febrúar 2019
2.
Umhverfisviðurkenning Norðurþings (201903067)
Samþykkt samhljóða í sveitastjórn, 90. fundur 19. mars 2019
3.
Listamaður Norðurþings (201903068)
Samþykkt af meirihluta sveitarstjórnar á 90. fundur 19. mars 2019
4.
Leikvellir í Norðurþingi (201907052)
Samþykkt í skipulags- og framkvæmdaráði, á 39. fundi 16. júlí 2019
Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
15.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Nú hefur sveitarstjórn Norðurþings unnið eftir nýjum samþykktum í tvö ár. Að mati undirritaðar eru nokkrir þættir sem mættu betur fara í samþykktunum og einhverja þætti þarf að skýra betur.
Því legg ég til að samþykktir Norðurþings verði teknar upp og farið í lagfæringar á þeim. Oddvitar framboða komi sér saman um vinnuferli og hann verði lagður fyrir sveitarstjórn á fundi hennar í apríl 2020.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi v-lista
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
16.Umræða um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi
Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer
Minnihluti sveitarstjórnar óskar eftir umræðu um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi.
Minnihlutinn óskar bókað:
Í ljósi þeirrar efnahagslægðar sem nú dynur yfir Norðurþing eins og þjóðfélagið allt, er brýnna en áður að að horfa í það hvernig fjármunum er varið. Fyrir um 14 mánuðum var samþykkt tillaga í sveitarstjórn þess efnis að leitað yrði fyrst til heimamanna innan Brothættra byggða með viðhald og verkefni eins og kostur er.
Því miður virðist það ekki enn vera raunin miðað yfirlit unninna verka á austursvæðinu. Það að flytja iðnaðarmenn milli svæða er bæði kostnaðarsamt, tímafrekt og í andstöðu við það sem samþykkt var. Hvergi er hægt að finna neitt um þessa verkferla eða stefnumótun sem hefðu átt að vera tilbúin fyrir löngu og sýnir það metnaðar- og áhugaleysi meirihlutans fyrir umræddu svæði. Eftirfylgni við ákvarðanir virðist vera ábótavant.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Lagt fram.
17.Frestun á stefnumótunarvinnu
Málsnúmer 202004058Vakta málsnúmer
Þetta er lagt til svo draga megi úr álagi í stjórnsýslu Norðurþings og stofnunum sveitarfélagsins. Auk þess að leitað verði leiða til að draga úr kostnaði. Það er fyrirsjáanlegt að ekki verður veitt auknum fjármunum þegar niðurstöður liggja fyrir umfram núverandi úthlutun enda búið að boða hagræðingur í rekstri sveitarfélagsins.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Helena leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Undirrituð leggur til að mótun atvinnustefnu og forvarnastefnu verði frestað. Áframhaldi á mótun skólastefnu verði vísað til fjölskylduráðs til að taka afstöðu til þess hvort vinnu við skólastefnu verði frestað.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Breytingatillaga Helenu er samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.
18.Fjöldasamkomur í Norðurþingi sumarið 2020
Málsnúmer 202004054Vakta málsnúmer
Undirrituð leggja til að hátíðisdagar sem halda á í sveitarfélaginu verði með breyttu sniði og þeir aðlagaðir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Þannig skal smitvörnum haldið í heiðri og reglum og leiðbeiningum yfirvalda fylgt í hvívetna.
Samkomubann og reglur varðandi samneyti fólks hafa sett svip sinn á samfélagið. Reglur yfirvalda varðandi samkomur munu breytast gangi spár eftir um niðursveiflu Covid-faraldursins. Því er ástæða til að fresta því sem er skynsamlegt að fresta og aðlaga að ástandinu hverju sinni, s.s. Mærudagar. Þannig verði hægt að halda í valin dagskrárliði eins og mæruhlaupið, garðatónleika, Botnsvatnshlaup og hugsanlega knattspyrnuleiki. Eins er hægt að skipuleggja hátíðina í takt við aðstæður og stilla henni þannig upp að hún taki mið af heimafólki og verði ekki auglýst sem bæjarhátíð á landsvísu.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Tillagan er samþykkt samhljóða.
19.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram.
20.Byggðarráð Norðurþings - 317
Málsnúmer 2002006FVakta málsnúmer
Í hinu umdeilda samrunaferli Atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu við SSNE hefur það verið kynnt fyrir fulltrúum Norðurþings að höfuðstöðvar og varnarþing félagsins yrði á Húsavík. Samkvæmt meðfylgjandi slóð (https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5611922199) er staðan sú að samtökin eru skráð með höfuðstöðvar og varnarþing á Akureyri, nánar tiltekið að Hafnarstæri 91.
Spurt er;
Hvenær verða höfuðstöðvar SSNE færðar til Húsavíkur og hvar er fyrirhugað heimilifesti þess á Húsavík?
Hver er staðan á samrunaáætlun við SSNE í dag?
Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hafrún Olgeirsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
21.Byggðarráð Norðurþings - 318
Málsnúmer 2002009FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
22.Byggðarráð Norðurþings - 319
Málsnúmer 2002012FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
23.Byggðarráð Norðurþings - 320
Málsnúmer 2003003FVakta málsnúmer
24.Byggðarráð Norðurþings - 321
Málsnúmer 2003008FVakta málsnúmer
25.Byggðarráð Norðurþings - 322
Málsnúmer 2003010FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
26.Byggðarráð Norðurþings - 323
Málsnúmer 2004003FVakta málsnúmer
27.Byggðarráð Norðurþings - 324
Málsnúmer 2004005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
28.Fjölskylduráð - 56
Málsnúmer 2002008FVakta málsnúmer
29.Fjölskylduráð - 57
Málsnúmer 2002011FVakta málsnúmer
Undirrituð vilja óska Völsungi til hamingju. En á 74. ársþingi KSÍ sem fram fór á Ólafsvík 22. febrúar 2020 hlaut Íþróttafélagið Völsungur jafnréttisverðlaun KSÍ. Í Völsungi fer fram metnaðarfullt uppeldisstarf hjá yngri flokkum bæði hjá drengjum og stúlkum svo eftir er tekið. Félagið er fyrirmyndarfélag og í stöðugri framþróun. Þessi viðurkenning er liður í því og sýnir mikilvægi öflugs íþróttastarfs.
Mikil fjölgun hefur verið meðal stúlkna í hópi iðkenda. Kynjahlutfall þeirra sem iðka knattspyrnu er nú nánast jafnt milli drengja og stúlkna. En Völsungur sendir lið til keppni í Íslandsmóti hjá báðum kynjum í öllum yngri flokkum. Öflugt yngri flokka starf skilar sér í meistaraflokka enda liðin langmest byggð á heimaleikmönnum. Innviðauppbygging í íþróttastarfi borgar sig.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Kristján Þór Magnússon, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir og Silja Jóhannesdóttir taka undir bókunina.
Aðrið liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
30.Fjölskylduráð - 58
Málsnúmer 2003002FVakta málsnúmer
31.Fjölskylduráð - 59
Málsnúmer 2003006FVakta málsnúmer
Undirrituð vilja þakka sérstaklega Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis fyrir velvilja í garð samfélagsins. Að gefa eftir sem nemur 1,5 milljónum króna af styrk til félagsins eða um helming er virðingarvert. Í erindi frá félaginu kemur fram að þess sé vænst að þeirri upphæð verði varið í málefni barna og ungmenna.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku undir lið 9 "Lýðheilsusjóður 2020": Hjálmar, Heiðbjört og Helena.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
32.Fjölskylduráð - 60
Málsnúmer 2004001FVakta málsnúmer
33.Skipulags- og framkvæmdaráð - 59
Málsnúmer 2002007FVakta málsnúmer
34.Skipulags- og framkvæmdaráð - 60
Málsnúmer 2002010FVakta málsnúmer
35.Skipulags- og framkvæmdaráð - 61
Málsnúmer 2003001FVakta málsnúmer
36.Skipulags- og framkvæmdaráð - 62
Málsnúmer 2003004FVakta málsnúmer
37.Skipulags- og framkvæmdaráð - 63
Málsnúmer 2003009FVakta málsnúmer
38.Skipulags- og framkvæmdaráð - 64
Málsnúmer 2004004FVakta málsnúmer
Undirritaður óskar eftir að eftirfarandi fyrirspurn verið bókuð.
Fram kemur að tilboð lægstbjóðanda felur í sér 66% hækkun sorphirðugjalda, jafnfram hefur verið greint frá því að kostnaðarmat felur í sér 50% hækkun á nefndum gjöldum og að tilboð lægst bjóðanda hafi verið 10% yfir kostnaðaráætlun. Óskað er eftir því að formaður Skipulags og framkvæmdaráðs geri grein fyrir eftirfarandi (þar sem um verulega fjármuni er að ræða fyrir heimilin á þeim mismun sem hér er að finna). Spurt er;
a) Hverjar eru helstu breytingarnar sem fela í sér 50% hækkun á kostnaðarmati?
b) Hver er skýringin á mismuninum þ.e. frá 50% til 66% og í hverju felst hann?
c) Hver verða sorphirðugjöld á heimili á Húsavík og Reykjahverfi í krónum og aurum gefið þau verði hækkuð um 66%?
Bergur Elías Ágústsson
Silja leggur til að spurningunum verði svarað á næsta fundi byggðarráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagði fram til kynningar.
39.Orkuveita Húsavíkur ohf - 202
Málsnúmer 2002004FVakta málsnúmer
40.Orkuveita Húsavíkur ohf - 203
Málsnúmer 2002013FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
41.Orkuveita Húsavíkur ohf - 204
Málsnúmer 2004002FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 20:15.