Umsókn um yfirdrátt hjá viðskiptabanka Norðurþings
Málsnúmer 202004057
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020
Í ljósi breytinga í innheimtum sveitarfélagsins og mögulegs lausafjárskorts hjá sveitarfélaginu á næstunni, vegna COVID-19, er óskað eftir heimild sveitarstjórnar til að sækja um yfirdráttarheimild á viðskiptareikningi Norðurþings hjá Íslandsbanka að fjárhæð allt að 100.000.000 - eitt hundrað milljónir.
Heimildin mun verða nýtt til að mæta sveiflum í lausafjárþörf og verður hún til að byrja með til sex mánaða.
Heimildin mun verða nýtt til að mæta sveiflum í lausafjárþörf og verður hún til að byrja með til sex mánaða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka sínum.