Ósk um stækkun lóðar að Höfða 24
Málsnúmer 201909089
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019
Örlygur Hnefill Örlygsson, f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf., óskar eftir lóðarstækkun til suðurs við Höfða 24 til að útbúa þar bílastæði, setja upp minnismerki og skilti. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirhugaðri notkun viðbótarlóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að stækkun lóðar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa hnitsett lóðarblað til að leggja fyrir ráðið. Ráðið samþykkir að útbúið verði bílastæði á fyrirhugaðri lóð og jafnframt að minnismerki verði sett upp í samræmi við hugmyndir umsækjanda. Ráðið samþykkir hinsvegar ekki uppsetningu skiltis á þessu stigi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020
Fasteignafélag Húsavíkur ehf óskar stækkunar lóðar að Höfða 24. Erindi var áður tekið fyrir á fyrra ári, en nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að hnitsettu lóðarblaði tvískiptrar lóðar, 3117,8 m² norðan Laugarbrekku og 843,6 m² sunnan Laugarbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á afmörkun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020
Á 63. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á afmörkun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á afmörkun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.