Frestun á stefnumótunarvinnu
Málsnúmer 202004058
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020
Minnihluti sveitarstjórnar leggur til að stefnumótunarvinna sem er í gangi í sveitarfélaginu verði slegið á frest, s.s. vinna við atvinnustefnu, skólastefnu og forvarnarstefnu.
Þetta er lagt til svo draga megi úr álagi í stjórnsýslu Norðurþings og stofnunum sveitarfélagsins. Auk þess að leitað verði leiða til að draga úr kostnaði. Það er fyrirsjáanlegt að ekki verður veitt auknum fjármunum þegar niðurstöður liggja fyrir umfram núverandi úthlutun enda búið að boða hagræðingur í rekstri sveitarfélagsins.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Þetta er lagt til svo draga megi úr álagi í stjórnsýslu Norðurþings og stofnunum sveitarfélagsins. Auk þess að leitað verði leiða til að draga úr kostnaði. Það er fyrirsjáanlegt að ekki verður veitt auknum fjármunum þegar niðurstöður liggja fyrir umfram núverandi úthlutun enda búið að boða hagræðingur í rekstri sveitarfélagsins.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020
Fjölskylduráð hefur til ákvörðunar tillögu um frestun á stefnumótunarvinnu við endurskoðun skólastefnu Norðurþings.
Málið var til umfjöllunar á 102. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings.
Málið var til umfjöllunar á 102. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings.
Starf nefndar um nýja skólastefnu Norðurþings gengur mjög vel og stefnt er að því að hún verði tilbúin í lok maí. Fjölskylduráð hefur í allan vetur unnið að og stutt við að ný skólastefna fyrir grunnskóla Norðurþings verði að veruleika og stendur einhuga á bakvið störf nefndarinnar.
Ráðið ákveður því að fresta ekki gerð skólastefnu Norðurþings.
Ráðið ákveður því að fresta ekki gerð skólastefnu Norðurþings.
Helena leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Undirrituð leggur til að mótun atvinnustefnu og forvarnastefnu verði frestað. Áframhaldi á mótun skólastefnu verði vísað til fjölskylduráðs til að taka afstöðu til þess hvort vinnu við skólastefnu verði frestað.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Breytingatillaga Helenu er samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.