Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2020
Málsnúmer 202004039
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020
Borist hefur erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að vegna mikillar óvissu sem ríki um áætlaðar tekjur í Jöfnunarsjóð á árinu 2020 verði að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020.
Ljóst sé að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár og þar sem erfitt sé að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og útsvarstekna sveitarfélaga verði ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Í kjölfarið verði framlög ársins 2020 enduráætluð.
Ljóst sé að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár og þar sem erfitt sé að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og útsvarstekna sveitarfélaga verði ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Í kjölfarið verði framlög ársins 2020 enduráætluð.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020
Borist hefur erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem ítrekað er að mikil óvissa ríki um áætlaðar tekjur sjóðsins á árinu 2020 og jafnframt að framkvæma þurfi nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins þegar forsendur um tekjufall sjóðsins liggja fyrir.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fundaði um stöðu mála 24. apríl sl. og var á fundinum ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.
Framlög tengd yfirfærslu fatlaðs fólks og grunnskólans sem byggja á staðgreiðslu útsvars í sjóðinn verða með óbreyttu sniði um þessi mánaðamót. Sá hluti tekna er tilheyrir yfirfærslu fatlaðs fólksog byggir á skatttekjum ríkissjóðs verður enduráætlaður síðar.
Vonir standa til þess að sjóðnum berist ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum, en þá fyrst verður unnt að enduráætla framlög ársins.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fundaði um stöðu mála 24. apríl sl. og var á fundinum ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.
Framlög tengd yfirfærslu fatlaðs fólks og grunnskólans sem byggja á staðgreiðslu útsvars í sjóðinn verða með óbreyttu sniði um þessi mánaðamót. Sá hluti tekna er tilheyrir yfirfærslu fatlaðs fólksog byggir á skatttekjum ríkissjóðs verður enduráætlaður síðar.
Vonir standa til þess að sjóðnum berist ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum, en þá fyrst verður unnt að enduráætla framlög ársins.
Lagt fram til kynningar og vísað til kynnningar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020
Lagt fram til kynningar.