Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi
Málsnúmer 202004044
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020
Fyrir byggðarráði liggur erindi Markaðsstofu Norðurlands, þar sem komið er á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang - annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi. Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur sveitarstjóra að óska eftir umsögn Húsavíkurstofu um verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020
Fyrir ráðinu liggur erindi Markaðsstofu Norðurlands sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs og vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Í erindi MN er komið á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang,
- annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
- hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.
Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu.
Í erindi MN er komið á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang,
- annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
- hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.
Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við starfsfólk SSNE, Norðurhjara og Húsavíkurstofu.
Talsverð vinna hefur farið fram nú þegar hjá ofangreindum aðilum og mikilvægt að byggja á því. Hægt sé að horfa til gönguleiðakorta sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga lét útbúa svo og gönguleiðakorts Húsavíkur.
Talsverð vinna hefur farið fram nú þegar hjá ofangreindum aðilum og mikilvægt að byggja á því. Hægt sé að horfa til gönguleiðakorta sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga lét útbúa svo og gönguleiðakorts Húsavíkur.