Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

67. fundur 12. maí 2020 kl. 13:00 - 16:59 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Kristján Þór Magnússon
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4 og 10.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-4.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 13 - 16.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir liðum 1-12 og 17-18.

1.Krafa um að ekki verði gefin út netaveiðileyfi til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur.

Málsnúmer 202005038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur krafa frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Ara Teitssyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar, um að ekki verði gefin út netaveiðileyfi til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur.
Ekki verður annað séð en að útgáfa veiðileyfa fyrir landi Húsavíkur geti með auðveldum hætti farið saman með starfsemi veiðifélaga í Norðurþingi án þess að starfsemi veiðifélaganna sé ögrað á nokkurn hátt. Úthlutun þeirra 10 netaveiðileyfa sem Norðurþing auglýsir laus til umsókna á hverju ári er til verulegrar ánægju og aukningar lífsgæða þeirra íbúa Norðurþings sem hljóta. Með áður auglýstum netaveiðileyfum er sveitarfélagið aðeins að nýta lögbundinn rétt sinn til nýtingar þeirra auðlinda sem falla innan lands sveitarfélagsins og eru því Norðurþings með réttu, á þann sama hátt og veiðifélögin nýta sinn lögbundna rétt til sölu þerra veiðileyfa sem tilheyra þeim á forsendum eignarhalds.

2.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings vegna ársins 2020 svo mæta megi hækkun launakostnaðar á árinu vegna fyrirhugaðrar ráðninga í sumarstörf sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í áætlunum sveitarfélagsins.
Samantekið er gert ráð fyrir ráðningu sex einstaklinga yfir sumartímann, umfram þann fjölda sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og er áætlaður kostnaðarauki launakostnaðar á framkvæmdasviði (umhverfissviði) árið 2020 vegna umræddra ráðninga kr. 10.271.441.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um að mæta ráðningum.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 - Umhverfismál

Málsnúmer 202005062Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2020 vegna atvinnuátaksverkefna hjá málaflokk 11-umhverfismál sumarið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótar fjármagni vegna átaksverkefna í tengslum við COVID-19 að upphæð 10.271.441 kr. og vísar beiðninni til byggðarráðs.

4.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar. Byggðarráð vísar málum 1, 2, 3, 5 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
1. Hreinsunardagur 23. maí.
2. Íþróttahús, ýmsar spurningar.
3. Félagsheimili. Hvenær á að fara í viðgerðir/framkvæmdir?
5. Almennar framkvæmdir. Hverfisráð óskar eftir verkefna- og framkvæmdalista fyrir Raufarhöfn fyrir árið 2020.
6. Vegaskemmdir í þorpinu.
1. Hreinsunardagur 23. maí.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar frumkvæðinu og hvetur Nönnu Steinu að vera í sambandi við umhverfisstjóra ef eitthvað vantar til að dagurinn takist sem best.

2. Íþróttahús, ýmsar spurningar. Hvaða dag verður framkvæmdum lokið í húsinu og vatn komið í laugina?
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu. Umsjónarmaður fasteigna er í fæðingarorlofi en kemur til vinnu í næstu viku. Öðrum spurningum þessa liðs er vísað til fjölskylduráðs.

3. Félagsheimili. Hvenær á að fara í viðgerðir/framkvæmdir?
Framkvæmdum við húsið er slegið á frest vegna breytinga á framkvæmdaáætlun.

5. Almennar framkvæmdir. Hverfisráð óskar eftir verkefna- og framkvæmdalista fyrir Raufarhöfn fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.

6. Vegaskemmdir í þorpinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta viðgerðir á götum á Raufarhöfn og Kópaskeri og leggja fyrir ráðið á næsta fundi ráðsins.


5.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi fyrir Klifaeignir ehf v/Sólsetur guesthouse

Málsnúmer 202005043Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna sölu gistingar (fl. II) að Víkurbraut 18 á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið f.h. sveitarfélagsins.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingastað á lóð Veggjar í Kelduhverfi

Málsnúmer 202004113Vakta málsnúmer

Ásverjar ehf. óska byggingarleyfis fyrir þjónustuhúsnæði á lóðinni Veggur (lnr. 228.846). Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Um er að ræða timburhús á einni hæð, 382,4 m² að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða byggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

7.Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar undir frístundahús út úr Sandvík

Málsnúmer 202005044Vakta málsnúmer

Vignir Skúlason, f.h. landeigenda Sandvíkur á Melrakkasléttu, óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir frístundahús út úr Sandvík skv. framlögðu hnitsettu lóðarblaði. Lóðin er 3.000 m² að flatarmáli. Meðfylgjandi umsókn er skriflegt samþykki annara eigenda að óskiptu Leirhafnarlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Kristinn J. Lund sat hjá undir þessum lið.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Sólbrekku 21

Málsnúmer 202001126Vakta málsnúmer

Árni Pétur Aðalsteinsson og Kaja Martina Kristjánsdóttir óska eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húseign sína að Sólbrekku 21 á Húsavík. Erindi frá þeim var áður tekið fyrir á fundi 4. febrúar s.l. og þá samþykkt, en þau hafa nú lagt fram nýjar og breyttar teikningar af lítillega stærri viðbyggingu. Fyrirhuguð viðbygging er steinsteypt, 92 m² að grunnfleti. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni tæknifræðingi. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Sólbrekku 23.
Skipulags- og framkvæmdarráð fellst á fyrirhugaða byggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

9.Björn Halldórsson óskar heimildar til skógræktar í landi Valþjófsstaða

Málsnúmer 202005045Vakta málsnúmer

Björn Halldórsson óskar heimildar Norðurþings til að rækta skóg á tveimur landskikum við Valþjófsstaði í Núpasveit. Annað svæðið er um 130 ha af rýru mólendi og melum en hitt um 9 ha af framræstu landi. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af afmörkun landsins. Fram kemur í erindi að landskikarnir eru í óskiptu landi Valþjófsstaða og Einarsstaða og að samstaða sé með landeigendum um verkefnið. Í erindi eru reifuð helstu umhverfissjónarmið. Markmið skógræktarinnar er kolefnisbinding og jafnframt að lágmarka kolefnislosun frá rofnum svæðum innan skógræktarlandsins. Horft er til þess að rækta upp fjölbreyttan og vel útlítandi skóg.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í erindi. Fyrirhuguð skógrækt er í landi sem ekki nýtur sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum, ekki eru þar þekktar varpstöðvar sjaldgæfra fuglategunda né vaxtarstaðir sjaldséðra plantna og ekki eru kunnar fornminjar sem raskast myndu við framkvæmdir. Landið er að langmestu leiti rýrt mólendi og melar eins og fram kemur í erindi og sjá má af loftmyndum. Með vísan til ákvæða 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum telur ráðið ekki tilefni til frekara mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ráðið fellst á framkvæmdina með eftirfarandi skilyrðum:

1. Umsækjandi þarf að staðfesta samþykki annarra landeigenda áður til framkvæmda kemur.
2. Ekki má raska landi né gróðursetja tré við fornminjar sem kynnu að finnast við framkvæmdina.
3. Ef framkvæmdaaðili rekst á sjaldgæfar plöntur eða fugla innan framkvæmdasvæðis skal fyllstu varkárni gætt að raska ekki búsvæði þeirrar tegunda með framkvæmdum eða gróðursetningu.

10.Ósk um stöðuleyfi fyrir gám á Röndinni á Kópaskeri.

Málsnúmer 202005055Vakta málsnúmer

Hildur Óladóttir óskar stöðuleyfis fyrir gám á Röndinni á Kópaskeri. Fyrir liggur hugmynd umhverfisstjóra að staðsetningu gámsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs. Gámnum verði komið niður í samráði við starfsmann þjónustustöðvar innan þess svæðis sem umhverfisstjóri leggur til.

11.Ósk um leyfi fyrir skjólvegg við Ásgarðsveg 15

Málsnúmer 202005050Vakta málsnúmer

Birna Björnsdóttir óskar heimildar til að reisa skjólvegg á lóðarmörkum Ásgarðsvegar 15 að Ásgarðsvegi. Veggurinn yrði 1,8-2,17 m á hæð. Meðfylgjandi erindi er teikning af fyrirhuguðum vegg.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki heppilegt að heimila svo háan skjólvegg við lóðarmörk og leggst því gegn erindinu.

12.Beiðni um viðbótarpláss við lóðina Laugarbrekku 11

Málsnúmer 201809088Vakta málsnúmer

Guðmundur Árni Ólafsson og Fanney Hreinsdóttir óska eftir viðbótarplássi við lóð sína að Laugarbrekku 11. Erindi var áður tekið fyrir 29. september 2018. Nú liggur fyrir tillaga umhverfisstjóra að lóðarstækkun Laugarbrekku 11.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi tillögu ekki ásættanlega og leggst gegn stækkun lóðarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hugmynd.

13.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Á 66. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að greina fjárhagsleg áhrif á rekstur hafnasjóðs m.t.t. breytinga á tekjuflæði miðað við tillögur aðgerðahóps." Fyrir fundi liggur greining frá hafnastjóra. Ráðið þarf að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða gjöldum á að fresta til að komast til móts við ástandið sem myndast vegna Covid-19.
Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um minnisblað hafnarstjóra um fjárhagslega áhrif á rekstur hafnasjóðs miðað við tillögur aðgerðahóps vegna COVID-19.
Ráðið samþykkir að falla frá innheimtu á farþegagjöldum fyrir árið 2020. Ráðið felst ekki á tillögur aðgerðarhóps um að fresta skipagjöldum vegna skipa undir 1000 brt og flotbryggjugjöldum.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að allar kröfur sem gefnar eru út á hjá hafnasjóði frá 1. mars til 30. júní munu ekki fara beint innheimtuferli hjá Motus sem er innheimtuaðili hafnasjóðs. Þess í stað verði eingöngu reiknaðir dráttarvextir á kröfurnar en ekki innheimtur sérstakur innheimtukostnaður og að hafnasjóður muni ekki hafa frumkvæði að aðfarargerðum vegna þeirra krafna út árið 2020.
Eldri kröfur munu verða í óbreyttu ferli sem og greiðslusamkomulög sem gerð hafa verið, nema skuldunautar óski eftir endurskoðun eða breytingum á þeim þá verður slíkt skoðað í hverju tilfelli fyrir sig.
Ráðið áskilur sér rétt að endurskoða samþykktarákvæðin ef það telur þörf á.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202005060Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna þess tekjutaps sem fyrirsjáanlegt er í rekstri Hafnasjóðs á árinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjármagni vegna tekjufalls hafnasjóðs í tengslum við COVID-19 að upphæð 67.579.815 kr. og vísar því til byggðarráðs.

15.Ársreikningur Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 202005029Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ársreikningur hafnasjóðs Norðurþings til kynningar. Hafnastjóri mætti á fundinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi ársreikning hafnasjóðs 2019 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

16.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer

422. fundargerð Hafnasambands Íslands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

17.Tillaga um hreinsunarviku

Málsnúmer 202005063Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir tillaga um að haldin verði hreinsunarvika í sveitarfélaginu þar sem íbúum gefst tækifæri til að fegra umhverfi sitt. Völdum svæðum í þéttbýli verði úthlutað til valinna hópa. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar verði hvött til að hreinsa í kringum sig og bjóðist að losa ruslið á valin svæði. Hægt er að hugsa sér vikuna 18. til 24. maí.
Heiðar Hrafn Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Kristján Friðrik Sigurðsson leggja til að haldin verði hreinsunarvika í sveitarfélaginu þar sem íbúum gefst tækifæri til að fegra umhverfi sitt. Völdum svæðum í og við þéttbýli verði úthlutað til valinna hópa. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar verði hvött til að hreinsa í kringum sig og bjóðist að losa ruslið á valin svæði.
Hægt er að hugsa sér vikuna 18. til 24. maí.

Undanfarin ár hefur verið hreinsunardagur í Norðurþingi, sérstaklega á Húsavík. Í stað þess að kveða alla til verksins á einum degi skal miðast við viku. Það gefur einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri til að aðlaga hreinsunina að sínum þörfum. Eftir sem áður er hægt að notast við sama skipulag og á hreinsunadegi.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra hreinsunina.

18.Ósk um úthlutun lóðar að Stórargarði 12 undir íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 202005064Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon f.h.Víkur hses, óstofnaðs húsnæðissjálfseignafélags, óskar eftir því að Norðurþing úthluti félaginu lóðinni að Stóragarði 12 á Húsavík. Þar til að félagið verður formlega stofnað óskar umsækjandi eftir því að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings. Ætlunin er að byggja þar íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings og síðar afsalað til umrædds félags þegar það hefur verið stofnað.

Fundi slitið - kl. 16:59.