Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu v/Sólbrekku 21
Málsnúmer 202001126
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020
Árni Pétur Aðalsteinsson og Kaja Martina Kristjánsdóttir óska eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húseign sína að Sólbrekku 21 á Húsavík.
Viðbygging, sem hugsuð er sem geymsla, er steinsteypt, 77,3 m² og að mestu niðurgrafin. Þak byggingarinnar er hugsað sem útivistaraðstaða á lóðinni. Fyrir liggur skriflegt samþykki aðliggjandi nágranna að Sólbrekku 23. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Viðbygging, sem hugsuð er sem geymsla, er steinsteypt, 77,3 m² og að mestu niðurgrafin. Þak byggingarinnar er hugsað sem útivistaraðstaða á lóðinni. Fyrir liggur skriflegt samþykki aðliggjandi nágranna að Sólbrekku 23. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Í ljósi þess að fyrirhuguð bygging er að mestu niðurgrafin og mun því hafa óveruleg áhrif á útsýni nágranna telur skipulags- og framkvæmdaráð ekki þörf á frekari grenndarkynningu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020
Árni Pétur Aðalsteinsson og Kaja Martina Kristjánsdóttir óska eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húseign sína að Sólbrekku 21 á Húsavík. Erindi frá þeim var áður tekið fyrir á fundi 4. febrúar s.l. og þá samþykkt, en þau hafa nú lagt fram nýjar og breyttar teikningar af lítillega stærri viðbyggingu. Fyrirhuguð viðbygging er steinsteypt, 92 m² að grunnfleti. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni tæknifræðingi. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Sólbrekku 23.
Skipulags- og framkvæmdarráð fellst á fyrirhugaða byggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.