Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar undir frístundahús út úr Sandvík
Málsnúmer 202005044
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020
Vignir Skúlason, f.h. landeigenda Sandvíkur á Melrakkasléttu, óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir frístundahús út úr Sandvík skv. framlögðu hnitsettu lóðarblaði. Lóðin er 3.000 m² að flatarmáli. Meðfylgjandi umsókn er skriflegt samþykki annara eigenda að óskiptu Leirhafnarlandi.
Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020
Á 67. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Kristinn J. Lund sat hjá undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Kristinn J. Lund sat hjá undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Kristinn J. Lund sat hjá undir þessum lið.