Beiðni um viðbótarpláss við lóðina Laugarbrekku 11
Málsnúmer 201809088
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018
Fanney Hreinsdóttir og Guðmundur Árni Ólafsson óska eftir heimild til afnota af um 30 m² af almennu svæði milli lóða að Laugarbrekku og Höfðavegi.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að gera tillögu að afnotum þessa svæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020
Guðmundur Árni Ólafsson og Fanney Hreinsdóttir óska eftir viðbótarplássi við lóð sína að Laugarbrekku 11. Erindi var áður tekið fyrir 29. september 2018. Nú liggur fyrir tillaga umhverfisstjóra að lóðarstækkun Laugarbrekku 11.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi tillögu ekki ásættanlega og leggst gegn stækkun lóðarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hugmynd.