Ósk um úthlutun lóðar að Stórargarði 12 undir íbúðakjarna fyrir fatlaða
Málsnúmer 202005064
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020
Kristján Þór Magnússon f.h.Víkur hses, óstofnaðs húsnæðissjálfseignafélags, óskar eftir því að Norðurþing úthluti félaginu lóðinni að Stóragarði 12 á Húsavík. Þar til að félagið verður formlega stofnað óskar umsækjandi eftir því að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings. Ætlunin er að byggja þar íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings og síðar afsalað til umrædds félags þegar það hefur verið stofnað.
Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020
Á 67. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings og síðar afsalað til umrædds félags þegar það hefur verið stofnað.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Norðurþings og síðar afsalað til umrædds félags þegar það hefur verið stofnað.
Til máls tók: Kristján
Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá að skipulags- og framkvæmdaráð leggi til að lóð undir fyrirhugaða uppbyggingu íbúðakjarna fyrir fatlaða verið úthlutað. Mikil þörf er fyrir íbúðaúrræði sem þetta fyrir fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu og mun skipta sköpum fyrir búsetuöryggi þeirra og fjölskyldna þeirra í sveitarfélaginu. Komi til úthlutunar stofnframlags Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er ljóst að framkvæmdin verður í samræmi við hvatningu ríkisstjórnar Íslands til sveitarfélaga um uppbyggingu þessara úrræða á landsbyggðinni. Gert var ráð fyrir stofnframlagi sveitarfélagsins til framkvæmdarinnar á fjárhagsáætlun ársins 2020 og fáist mótframlag ríkisins ætti ekkert að vera að vanbúnaði að hefjast handa við framkvæmdina á þessu ári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá að skipulags- og framkvæmdaráð leggi til að lóð undir fyrirhugaða uppbyggingu íbúðakjarna fyrir fatlaða verið úthlutað. Mikil þörf er fyrir íbúðaúrræði sem þetta fyrir fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu og mun skipta sköpum fyrir búsetuöryggi þeirra og fjölskyldna þeirra í sveitarfélaginu. Komi til úthlutunar stofnframlags Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er ljóst að framkvæmdin verður í samræmi við hvatningu ríkisstjórnar Íslands til sveitarfélaga um uppbyggingu þessara úrræða á landsbyggðinni. Gert var ráð fyrir stofnframlagi sveitarfélagsins til framkvæmdarinnar á fjárhagsáætlun ársins 2020 og fáist mótframlag ríkisins ætti ekkert að vera að vanbúnaði að hefjast handa við framkvæmdina á þessu ári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.