Fara í efni

Krafa um að ekki verði gefin út netaveiðileyfi til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur.

Málsnúmer 202005038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Fyrir liggur krafa frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Ara Teitssyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar, um að ekki verði gefin út netaveiðileyfi til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur.
Ekki verður annað séð en að útgáfa veiðileyfa fyrir landi Húsavíkur geti með auðveldum hætti farið saman með starfsemi veiðifélaga í Norðurþingi án þess að starfsemi veiðifélaganna sé ögrað á nokkurn hátt. Úthlutun þeirra 10 netaveiðileyfa sem Norðurþing auglýsir laus til umsókna á hverju ári er til verulegrar ánægju og aukningar lífsgæða þeirra íbúa Norðurþings sem hljóta. Með áður auglýstum netaveiðileyfum er sveitarfélagið aðeins að nýta lögbundinn rétt sinn til nýtingar þeirra auðlinda sem falla innan lands sveitarfélagsins og eru því Norðurþings með réttu, á þann sama hátt og veiðifélögin nýta sinn lögbundna rétt til sölu þerra veiðileyfa sem tilheyra þeim á forsendum eignarhalds.