Björn Halldórsson óskar heimildar til skógræktar í landi Valþjófsstaða
Málsnúmer 202005045
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020
Björn Halldórsson óskar heimildar Norðurþings til að rækta skóg á tveimur landskikum við Valþjófsstaði í Núpasveit. Annað svæðið er um 130 ha af rýru mólendi og melum en hitt um 9 ha af framræstu landi. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af afmörkun landsins. Fram kemur í erindi að landskikarnir eru í óskiptu landi Valþjófsstaða og Einarsstaða og að samstaða sé með landeigendum um verkefnið. Í erindi eru reifuð helstu umhverfissjónarmið. Markmið skógræktarinnar er kolefnisbinding og jafnframt að lágmarka kolefnislosun frá rofnum svæðum innan skógræktarlandsins. Horft er til þess að rækta upp fjölbreyttan og vel útlítandi skóg.
1. Umsækjandi þarf að staðfesta samþykki annarra landeigenda áður til framkvæmda kemur.
2. Ekki má raska landi né gróðursetja tré við fornminjar sem kynnu að finnast við framkvæmdina.
3. Ef framkvæmdaaðili rekst á sjaldgæfar plöntur eða fugla innan framkvæmdasvæðis skal fyllstu varkárni gætt að raska ekki búsvæði þeirrar tegunda með framkvæmdum eða gróðursetningu.