Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Uppbyggingarsamningur við Golfklúbb Húsavíkur
Málsnúmer 202005079Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs koma Gunnlaugur Stefánsson og Karl Hannes Sigurðsson frá Golfklúbbi Húsavíkur og ræða uppbyggingarsamning Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar Gunnlaugi og Karli Hannesi fyrir komuna og felur sveitarstjóra að boða framkvæmdaráð verkefnisins til fundar til að ræða áframhald á uppbyggingarsamningi Golfklúbbs Húsavíkur og Norðurþings.
2.Umræða um Húsavíkur- og Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi er varðar áætlunar- og sjúkraflug fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu
Málsnúmer 202006111Vakta málsnúmer
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um Húsavíkurflugvöll sem og Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi hans er varðar áætlunar- og sjúkraflug fyrir íbúa Þingeyjarsýslu.
Greinargerð;
Eftir að Húsavíkurflugvöllur var aftur tekinn í notkun ætti öllum að vera ljóst um mikilvægi hans og þeirra lífsgæða sem starfsemi hans hafa fylgt. Núverandi rekstraraðili - Flugfélagið Ernir hafa staðið sig með miklum sóma og þjónustað svæðið af stakri príði svo eftir hefur verið tekið. Þess er óskað að forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis mæti á fundinn og fari yfir stöðu mála.
Á fund byggðarráðs í gegnum Teams fjarfundabúnað koma Hörður Guðmundsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson frá flugfélaginu Erni og ræða stöðu flugmála í Þingeyjarsýslu.
Greinargerð;
Eftir að Húsavíkurflugvöllur var aftur tekinn í notkun ætti öllum að vera ljóst um mikilvægi hans og þeirra lífsgæða sem starfsemi hans hafa fylgt. Núverandi rekstraraðili - Flugfélagið Ernir hafa staðið sig með miklum sóma og þjónustað svæðið af stakri príði svo eftir hefur verið tekið. Þess er óskað að forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis mæti á fundinn og fari yfir stöðu mála.
Á fund byggðarráðs í gegnum Teams fjarfundabúnað koma Hörður Guðmundsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson frá flugfélaginu Erni og ræða stöðu flugmála í Þingeyjarsýslu.
Byggðarráð þakkar Herði og Ásgeiri Erni fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar um stöðu flugmála. Flugfélagið Ernir með sínum vélakosti hefur verið hornsteinn í samgöngum á svæðinu og mikilvægt er að flugþjónusta á svæðinu verði áfram af sömu gæðum og verið hefur.
3.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun
Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer
Á 67. fundi fjölskylduráð var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðari skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun hennar og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.
Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðari skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun hennar og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.
Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skólastefnu Norðurþings.
4.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19
Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer
Á 328. fundi byggðarráðs var m.a. eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Á 66. fundi fjölskylduráðs var bókað:
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en vinnu við skipulagningu vinnuskólans er að mestu lokið og óljóst er hvort að verkefnið rúmist innan áætlunar vinnuskólans þetta sumarið.
Ef svigrúm skapast þá er íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að vera í sambandi við forsvarsmenn Húsavíkurstofu.
Húsavíkurstofa óskar eftir að fá að bjóða upp á 2 fyrir 1 í sundlaug Húsavíkur helgarnar í júní í tengslum við kynningu á Húsavík.
Aðaltekjur sundlaugarinnar koma yfir sumarmánuðina og þar sem fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 eru enn í gildi sér ráðið ekki fært um að samþykkja erindið
Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Á 66. fundi fjölskylduráðs var bókað:
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en vinnu við skipulagningu vinnuskólans er að mestu lokið og óljóst er hvort að verkefnið rúmist innan áætlunar vinnuskólans þetta sumarið.
Ef svigrúm skapast þá er íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að vera í sambandi við forsvarsmenn Húsavíkurstofu.
Húsavíkurstofa óskar eftir að fá að bjóða upp á 2 fyrir 1 í sundlaug Húsavíkur helgarnar í júní í tengslum við kynningu á Húsavík.
Aðaltekjur sundlaugarinnar koma yfir sumarmánuðina og þar sem fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 eru enn í gildi sér ráðið ekki fært um að samþykkja erindið
Lagt fram til kynningar.
5.Forkaupsréttur Norðurþings að fiskiskipinu Vin ÞH 73
Málsnúmer 202006106Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Arnari Sigurðssyni vegna sölu á fiskiskipinu Vin ÞH 73 og óskar seljandi eftir staðfestingu sveitarfélagsins á því hvort það hyggist nýta forkaupsrétt sinn að skipinu.
Sveitarfélagið hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn að fiskiskipinu Vini ÞH 73.
6.Samningur um sorphirðu, endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík.
Málsnúmer 202005111Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar samningur Norðurþings við Íslenska Gámafélagið ehf. vegna söfnunar, flutnings, afsetningar og endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélagið Norðurþing 2020-2024. Samningurinn byggir m.a. á útboðs- og verklýsingu verks dagsett í janúar 2020 og tilboði verktaka frá 29. febrúar 2020.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning um sorphirðu með atkvæðum Helenu Eydísar og Kolbrúnar Ödu.
Bergur Elías situr hjá.
Bergur Elías situr hjá.
7.Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun lóðarinnar Núpur lóð
Málsnúmer 202006078Vakta málsnúmer
Á 71. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni Núpi. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni Núpi. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Núpsmýri.
Byggðarráð samþykkir afmörkun lóðar og útskipti hennar úr jörðinni Núpi og heiti lóðarinnar, Núpsmýri.
8.Ósk um lóðarstofnun úr óskiptu landi jarðanna Ærlækjarsel 1 og 2
Málsnúmer 202006077Vakta málsnúmer
Á 71. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Ærlækjarsel HÖ1.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Ærlækjarsel HÖ1.
Byggðarráð samþykkir afmörkun lóðar og útskipti hennar úr jörðinni Ærlækjarseli 1 og 2 og heiti lóðarinnar, Ærlækjarsel HÖ1.
9.Upplýsingar til sveitarfélaga á Norðurlandi vegna jarðskjálfta
Málsnúmer 202006122Vakta málsnúmer
Náttúruhamfaratrygging Íslands auk Almannavarna hafa sent sveitarfélögum á Norðurlandi upplýsingar og minnisblað sem lýsir því sem búast má við í tengslum við jarðskálftaatburði sem nú hafa gengið yfir svæðið. Lagt fram til kynningar og umræðu.
Byggðarráð hvetur íbúa til að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Húsaleigusamningur Vallholtsvegur 3.
Málsnúmer 202006076Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar húsaleigusamningur milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og félagsþjónustu Norðurþings vegna afnota af fasteigninni Vallholtsvegi 3 í eigu Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir frístundastarfsemi félagsþjónustunnar.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning.
11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Skipulags- og byggingarmál/fjárfestingar
Málsnúmer 202006094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2020 sem samþykktur var í skipulags- og framkvæmdaráði vegna flutnings á 10 milljónum króna af framkvæmda-/fjárfestingaáætlun ársins yfir á rekstur málaflokks 09 vegna styrks til framkvæmda við Hafnarstétt 7 - Naust.
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessu máli.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka sem felur í sér tilfærslu á 10 milljónum króna af framkvæmdaáætlun 2020 á rekstur málaflokks 09 - Skipulags- og byggingarmál.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka sem felur í sér tilfærslu á 10 milljónum króna af framkvæmdaáætlun 2020 á rekstur málaflokks 09 - Skipulags- og byggingarmál.
12.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta
Málsnúmer 202006086Vakta málsnúmer
Á 67. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi viðauka fyrir málaflokkinn 02-Félagsþjónusta:
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tengslum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi viðauka fyrir málaflokkinn 02-Félagsþjónusta:
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tengslum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.
13.Skipan í stjórn Húsavíkurstofu
Málsnúmer 202006098Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Heiðari Halldórssyni þar sem hann segir sig úr stjórn Húsavíkurstofu. Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna nýjan fulltrúa í stjórnina.
Byggðarráð tilnefnir Huld Hafliðadóttur sem fulltrúa Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu.
14.Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19
Málsnúmer 202006080Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að nýting veiðidaga í Litluárvötnum mun ekki verða í samræmi við væntingar og því býðst eigendum Veiðifélags Litluárvatna að nýta 10% af veiðidögum ársins án endurgjalds og falla tíu stangir í hlut Norðurþings samkvæmt því.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidaga Norðurþings á vefsíðu sveitarfélagsins og bjóða íbúum að senda inn ósk um veiðidaga. Berist fleiri umsóknir en þær stangir sem í boði eru, verður dregið úr innsendum umsóknum á fundi byggðarráðs 2. júli nk. Veiðin er endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.
15.Opnun Demantshringsins sem ferðamannaleiðar.
Málsnúmer 202006084Vakta málsnúmer
Laugardaginn 22. ágúst verður formleg opnun á Dettifossvegi á vegum Markaðsstofu Norðurlands en nánari tímasetning verður send síðar. Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga á svæðinu í viðburðinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samráð við Húsavíkurstofu varðandi viðburð við opnunina.
16.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Málsnúmer 202006082Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna beiðnar sveitastjórnarráðherra um að lækka álagningarhlutföll sem nemi að lágmarki þeirri krónutölu sem hækkun fasteignamatsins á milli ára myndi að óbreyttu leiða til a.m.k. hvað atvinnuhúnæði varðar. Í svarbréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að það sé í höndum hverrar sveitarstjórnar að meta og ákvarða hvort hún vilji ganga lengra en hvatning sú sem felst í viðspyrnuáætlun Sambandsins vegna COVID-19 þar sem sveitarfélög eru hvött til að hækka ekki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði umfram verðlagsbreytingar árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
17.Fjallalamb hf. aðalfundur
Málsnúmer 202006073Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar Fjallalambs hf. föstudaginn 26. júní 2020 kl. 16:00.
Byggðarráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttur sem fulltrúa Norðurþings á fundinum.
18.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:55.