Fara í efni

Umræða um Húsavíkur- og Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi er varðar áætlunar- og sjúkraflug fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu

Málsnúmer 202006111

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um Húsavíkurflugvöll sem og Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi hans er varðar áætlunar- og sjúkraflug fyrir íbúa Þingeyjarsýslu.

Greinargerð;

Eftir að Húsavíkurflugvöllur var aftur tekinn í notkun ætti öllum að vera ljóst um mikilvægi hans og þeirra lífsgæða sem starfsemi hans hafa fylgt. Núverandi rekstraraðili - Flugfélagið Ernir hafa staðið sig með miklum sóma og þjónustað svæðið af stakri príði svo eftir hefur verið tekið. Þess er óskað að forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis mæti á fundinn og fari yfir stöðu mála.


Á fund byggðarráðs í gegnum Teams fjarfundabúnað koma Hörður Guðmundsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson frá flugfélaginu Erni og ræða stöðu flugmála í Þingeyjarsýslu.
Byggðarráð þakkar Herði og Ásgeiri Erni fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar um stöðu flugmála. Flugfélagið Ernir með sínum vélakosti hefur verið hornsteinn í samgöngum á svæðinu og mikilvægt er að flugþjónusta á svæðinu verði áfram af sömu gæðum og verið hefur.