Fara í efni

Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19

Málsnúmer 202006080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Fyrir liggur að nýting veiðidaga í Litluárvötnum mun ekki verða í samræmi við væntingar og því býðst eigendum Veiðifélags Litluárvatna að nýta 10% af veiðidögum ársins án endurgjalds og falla tíu stangir í hlut Norðurþings samkvæmt því.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidaga Norðurþings á vefsíðu sveitarfélagsins og bjóða íbúum að senda inn ósk um veiðidaga. Berist fleiri umsóknir en þær stangir sem í boði eru, verður dregið úr innsendum umsóknum á fundi byggðarráðs 2. júli nk. Veiðin er endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.

Byggðarráð Norðurþings - 332. fundur - 02.07.2020

Á 331. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidaga Norðurþings á vefsíðu sveitarfélagsins og bjóða íbúum að senda inn ósk um veiðidaga. Berist fleiri umsóknir en þær stangir sem í boði eru, verður dregið úr innsendum umsóknum á fundi byggðarráðs 2. júli nk. Veiðin er endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.
Sjö umsóknir hafa borist um veiðidaga í Litluárvötnum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við umsækjendur og auglýsa þá daga sem eftir eru á vefsíðu sveitarfélagsins til umsóknar undir formerkjunum "fyrstur kemur, fyrstur fær".