Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

332. fundur 02. júlí 2020 kl. 08:30 - 12:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Umræður um atvinnumál

Málsnúmer 201901106Vakta málsnúmer

Til fundarins koma þrír aðilar og eiga umræðu um þá stöðu sem myndast hefur á atvinnumarkaðnum í Norðurþingi vegna tímabundinnar stöðvunar framleiðslu á kísilmálmi í verksmiðju PCC BakkiSilicon. Forstjóri fyrirtækisins, Rúnar Sigurpálsson kemur á fundinn og fer yfir verkefnið framundan í rekstri fyrirtækisins. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar kemur og ræðir aðkomu stéttarfélaganna að stöðunni og að síðustu koma Óli Halldórsson, Lilja Rögnvaldsdóttir og Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga til að ræða mögulega aðkomu stofnunarinnar sem snýr að námsframboði eða verkefnum sem hentað gætu einstaklingum tímabundið á meðan bilið er brúað á Bakka.
Sveitarstjórnarfulltrúarnir Hjálmar Bogi Hafliðason og Hrund Ásgeirsdóttir sátu fundinn undir þessum lið. Heiðbjört Ólafsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

Byggðarráð þakkar gestunum fyrir komuna og gagnlegar upplýsingar og umræður.

2.Framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka

Málsnúmer 202006054Vakta málsnúmer

Til umræðu og yfirferðar er minnisblað sveitarstjóra um samantekt á stöðu atvinnumála og tækifæri til viðspyrnu vegna tímabundinnar framleiðslustöðvunar PCC BakkiSilicon hf.
Sveitarstjórnarfulltrúarnir Hjálmar Bogi Hafliðason og Hrund Ásgeirsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa drög að erindi til ríkisstjórnarinnar með ósk um fund þar sem farið verði yfir stöðuna og framtíð atvinnuuppbyggingar á svæðinu.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu fyrstu drög að sviðsmyndum vegna álagningar fasteignagjalda á árinu 2021. Einnig liggur fyrir byggðarráði ný Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá 26. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundagerð, áætlun og ársreikningur 2020 Dvalarheimili aldraðra

Málsnúmer 202006142Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík árið 2020, ásamt ársreikningi fyrir árið 2019 og áætlun um framlög sveitarfélaga til byggingardeildar á árinu 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 30. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Umræða um samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202006177Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði er samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að breytingum á 13. greín samþykktar um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings sem felur í sér að fulltrúar sveitarfélagsin sem skipaðir eru til setu í nefndum, stjórnum og ráðum utan stjórnsýslu sveitarfélagsins fái greitt samkvæmt 12. grein samþykktarinnar í þeim tilfellum þegar hlutaðeigandi aðilar greiða ekki fyrir setuna.

Sveitarstjóri gerir þá tillögu að kjörnir fulltrúar sem skipaðir voru til setu í aðgerðarhópi vegna COVID-19 í vor, fái greitt fyrir þá fundi sem hópurinn hefur setið skv. 12. gr Samþykkta um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.

Bergur Elías og Helena Eydís sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Kolbrún Ada samþykkir tillöguna.

7.Viðskiptareglur Norðurþings

Málsnúmer 201908074Vakta málsnúmer

Til endurskoðunar eru viðskiptareglur Norðurþings en eldri reglur eru frá árinu 2013.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að uppfærðum viðskiptareglum á fundi ráðsins þann 13. ágúst nk.

8.Samningur um gerð ársreikninga Norðurþings og tengda vinnu 2020-2022

Málsnúmer 202006107Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte um vinnu við gerð ársreikninga Norðurþings fyrir árin 2020-2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

9.Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19

Málsnúmer 202006080Vakta málsnúmer

Á 331. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidaga Norðurþings á vefsíðu sveitarfélagsins og bjóða íbúum að senda inn ósk um veiðidaga. Berist fleiri umsóknir en þær stangir sem í boði eru, verður dregið úr innsendum umsóknum á fundi byggðarráðs 2. júli nk. Veiðin er endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.
Sjö umsóknir hafa borist um veiðidaga í Litluárvötnum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við umsækjendur og auglýsa þá daga sem eftir eru á vefsíðu sveitarfélagsins til umsóknar undir formerkjunum "fyrstur kemur, fyrstur fær".

10.Innheimtumál Norðurþings 2020

Málsnúmer 202006174Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir stöðu innheimtumála hjá Norðurþingi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi til samræmis við umræður á fundinum.
Innheimtumáli eins aðila er vísað til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði og stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Byggðarráð frestar frekari afgreiðslu til næsta fundar.

11.Hlutarfjárhækkun félagsins Rifóss hf.

Málsnúmer 202006126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku í hlutafjáraukningu Rifóss hf.
Byggðarráð hyggst ekki taka þátt í hlutafjáraukningu Rifóss hf.

12.Umsókn um styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs

Málsnúmer 202006130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE fyrir hönd Kvennaathvarfsins varðandi styrk sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til að geta opnað kvennaathvarf á norðurlandi. Erindið var sent til SSNE í kjölfar fundar sem samtökin héldu með sveitarstjórum og ríkislögreglustjóra 5. júní sl. Áætlað framlag sveitarfélaga á Norðurlandi eystra er 2,5 milljónir.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið í samræmi við tillöguna.

13.Greiðslur ríkissjóðs vegna forsetakosninga 2020

Málsnúmer 202006160Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Dómsmálaráðuneytinu varðandi greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninganna 27. júní 2020. Taka fjárhæðirnar mið af því að búast má við auknum kostnaði sveitarfélaga vegna sóttvarna sem grípa þarf til á kjörstöðum vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Lagt fram til kynningar.

14.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kynnir nýja vefgátt

Málsnúmer 202006141Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem kynnt er ný vefgátt þar sem sveitarfélög geta skilað inn upplýsingum til sjóðsins vegna útreikninga á framlögum til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

15.Tillaga að breytingum vegna reikningsskila byggðasamlaga

Málsnúmer 202006176Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Um er að ræða breytingu á 20. gr. reglugerðarinnar en greinin fjallar um reikningsskil byggðasamlaga.
Lagt fram til kynningar.

16.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer

Á 68. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Berglind Hauksdóttir fulltúi V listans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fyrir liggur minnisblað skólastjóra Borgarhólsskóla og sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem farið er yfir útfærslu á rekstri frístundastarfs í Norðurþingi. Í minnisblaðinu er m.a. dregin fram nauðsyn þess að auka samstarf við frístundar og grunnskólastarfs. Fjölskylduráð hefur átt miklar og þarfar umræður um málefni frístundar á síðustu mánuðum. M.a. hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka samstarf og samfellu í málaflokknum við rekstur grunnskólastarfs, en fyrrgreint minnisblað dregur einmitt einnig fram nauðsyn þessa. Nýverið var gerð breyting á lagaumhverfi frístundastarfs þar sem málaflokkurinn færðist inn í grunnskólalög (91/2008). Í 33. grein laganna kemur fram að sveitarfélögum beri að fara með faglegt forræði frístundaheimila, og beri að „ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla- og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi.“ Með vísan þessa verður að telja ákjósanlegast að rekstur málaflokks frístundastarfs Norðurþings verði undir einni og sömu stjórn og þannig í beinni samfellu við starfsemi grunnskóla. Með þeim hætti verði þarfir barna og fjölskyldna best tryggðar og lögbundin samþætting skóla- og frístundastarfs uppfyllt með skýrum hætti. Ætla má að fagleg samlegð verði mest með þessum hætti, enda margvísleg tækifæri til samnýtingar aðstöðu, búnaðar, starfskrafta og fagþekkingar. Á þessum grunni verði gerð sú breyting á skipulagi á fjölskyldusviði að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar færist að öllu leyti undir stjórn grunnskóla Norðurþings og þar með stjórnendur skólanna. Þessi breyting taki gildi frá og með 1. september 2020 að undangenginni tilfærslu rekstrarfjármuna til málaflokksins skv. fjárhagsáætlun 2020 yfir til grunnskólanna og staðfestingu á því eftir því sem þörf er á í sveitarstjórn/byggðaráði.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Berglindar, Benónýs, Heiðbjartar.
Bylgja greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Lilja Skarphéðinsdóttir sat hjá.

Hafrún óskar bókað að hennar skoðun er sú að ekki hafa komið fram nægjanlega sterk rök sem styðja það að flytja ætti rekstur frístundastarfs undir stjórnendur Borgarhólsskóla.
Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.

Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu.
Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.

17.Fjölskylduráð - 67

Málsnúmer 2006008FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 67. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 71

Málsnúmer 2006005FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 71. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 68

Málsnúmer 2006010FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 68. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 72

Málsnúmer 2006009FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 72. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.