Fara í efni

Umræður um atvinnumál

Málsnúmer 201901106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um atvinnumál.
Byggðarráð fjallaði almennt um atvinnumál í Norðurþingi og verður málið tekið aftur upp á síðari stigum.

Byggðarráð Norðurþings - 299. fundur - 22.08.2019

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um atvinnumál og gerð stefnumótunar fyrir málaflokkinn.
Byggðarráð samþykkir að fyrstu drög atvinnustefnu verði lögð fram á fundi ráðsins í október næstkomandi. Lögð verður rík áhersla á að stefnunni fylgi ítarleg aðgerðaráætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 332. fundur - 02.07.2020

Til fundarins koma þrír aðilar og eiga umræðu um þá stöðu sem myndast hefur á atvinnumarkaðnum í Norðurþingi vegna tímabundinnar stöðvunar framleiðslu á kísilmálmi í verksmiðju PCC BakkiSilicon. Forstjóri fyrirtækisins, Rúnar Sigurpálsson kemur á fundinn og fer yfir verkefnið framundan í rekstri fyrirtækisins. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar kemur og ræðir aðkomu stéttarfélaganna að stöðunni og að síðustu koma Óli Halldórsson, Lilja Rögnvaldsdóttir og Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga til að ræða mögulega aðkomu stofnunarinnar sem snýr að námsframboði eða verkefnum sem hentað gætu einstaklingum tímabundið á meðan bilið er brúað á Bakka.
Sveitarstjórnarfulltrúarnir Hjálmar Bogi Hafliðason og Hrund Ásgeirsdóttir sátu fundinn undir þessum lið. Heiðbjört Ólafsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

Byggðarráð þakkar gestunum fyrir komuna og gagnlegar upplýsingar og umræður.