Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

299. fundur 22. ágúst 2019 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Til umræðu er tekjuáætlun fyrir árið 2020 sem og álagning gjalda.
Lagt fram til kynningar.

2.Styrkbeiðni til Norðurþings vegna menningar- og Hrútadaga á Raufarhöfn 2019.

Málsnúmer 201908038Vakta málsnúmer

Fyrir hönd menningardaganefndar á Raufarhöfn óska ég eftir styrk til að halda hátíðina í ár.

Menningardagar eru yfir 8 daga tímabil líkt og síðustu ár og enda á Hrútadeginum 5. október

Í ár stefnum við á mjög metnaðarfulla dagskrá með flottum og fjölbeittum viðburðum alla dagana.
Í ár bjóðum við uppá tónleika, spilakvöld, súpukvöld, kaffihlaðborð, hrútadaginn sjálfan auðvitað og fl. Einnig ætlum við að bjóða uppá fjölmenningarkvöld þar sem við fáum íbúa á staðnum hvort heldur sem er íslendinga eða erlenda íbúa til að bjóða uppá rétt frá sínu heimalandi. Við sjáum fyrir okkur að greiða hráefniskostnað og fá íbúa til að leggja fram sína vinnu.

Norðurþing hefur styrkt menningar og Hrútadaga dyggilega undafarin ár og þökkum við fyrir það. Styrkupphæð sem við óskum eftir frá ykkur núna í ár er 250.000
Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð 250.000.- kr.

3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033

Málsnúmer 201908068Vakta málsnúmer

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að umsögn f.h. sveitarfélagsins og leggja fyrir fund ráðsins þann 5. september næstkomandi.

4.Áskorun vegna hamfarahlýnunar.

Málsnúmer 201908073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi. Áskorunin fellst í að auka auðvelda fólki að velja grænkerafæði umfram kjötmeti sem í boði er m.a. í skólum.
Byggðarráð þakkar Samtökum grænkera á Íslandi fyrir ábendingar sem stuðlað geta að aukinni neyslu grænkerafæðis. Lagt fram til kynningar.

5.Viðskiptareglur Norðurþings

Málsnúmer 201908074Vakta málsnúmer

Til umræður í byggðarráði eru viðskiptareglur sveitarfélagsins, að beiðni Bergs Elíasar Ágústssonar. Reglurnar má finna á vefsíðu Norðurþings: https://www.nordurthing.is/static/files/Stjornsysla/reglurOgsamthykktir/vidskiptareglur_2013.pdf
Byggðarráð samþykkir að taka reglurnar til endurskoðunar og að uppfærðar verklagsreglur verði samþykktar í sveitarstjórn fyrir lok árs 2019.

6.Umræður um atvinnumál

Málsnúmer 201901106Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um atvinnumál og gerð stefnumótunar fyrir málaflokkinn.
Byggðarráð samþykkir að fyrstu drög atvinnustefnu verði lögð fram á fundi ráðsins í október næstkomandi. Lögð verður rík áhersla á að stefnunni fylgi ítarleg aðgerðaráætlun.

7.Aðalfundur 2019

Málsnúmer 201908075Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf., miðvikudaginn 28. ágúst n.k. í Kjarna, að Laugum kl 15:00.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara á fundinn f.h. Norðurþings og Drífu Valdimarsdóttur til vara.

8.Dvalarh. aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2019

Málsnúmer 201902109Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði er fundargerð 8. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra - Hvamms frá 20.8.2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.