Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 293. fundur - 13.06.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020.
Byggðarráð staðfestir vinnuáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

Fjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019

Á 293. fundi Byggðarráðs Norðurþings var tekið fyrir mál vegna Fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020 og var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð staðfestir vinnuáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Formaður fjölskylduráðs fór yfir tímaramma við fjárhagsáætlunargerð 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 37. fundur - 02.07.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020. Var frestað á fundi 25. júní.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 297. fundur - 08.08.2019

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 298. fundur - 15.08.2019

Til áframhaldandi umræðu í byggðarráði er tekjuáætlun fyrir rekstrarárið 2020, áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem og yfirferð mismunandi sviðsmynda fasteignagjalda m.v. núverandi eða breyttar forsendur álagningar fasteignaskatts.
Lagt fram til kynningar. Á áætlun er að úthluta fjárhagsrömmum til sviða og deilda sveitarfélagsins á fundi byggðarráðs 5. september n.k.

Byggðarráð Norðurþings - 299. fundur - 22.08.2019

Til umræðu er tekjuáætlun fyrir árið 2020 sem og álagning gjalda.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 300. fundur - 05.09.2019

Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023. Einnig eru til umfjöllunar úthlutanir á fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 10:30.
Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019

Á fundi byggðarráðs þann 5. september var samþykkt úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2020. Á fundinum var bókað;

"Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins."
Fjölskylduráð fjallaði um fjárhagsramma sviðsins vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Stefnt er á að útkomuspá fyrir sviðið liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Á fundi byggðarráðs þann 5. september var samþykkt úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2020. Á fundinum var bókað;

"Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins."
Fjárhagsrammi var lagður fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 301. fundur - 12.09.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að útkomuspám fyrir árið 2019 og áætlunum fyrir árið 2020 vegna málaflokkanna; Sameiginlegur kostnaður, Brunamál og almannavarnir og Atvinnumál. Einnig eru til umfjöllunar drög að útkomuspá og áætlun fyrir Menningarmál.
Fjármálastjóri fór yfir framlögð gögn vegna fjárhagsáætlunar 2020.

Fjölskylduráð - 42. fundur - 23.09.2019

Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs er til umfjöllunar fyrir ráðinu.
Drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs lögð fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019

Fjármálastjóri fer yfir stöðu vinnunnar við fjárhagsáætlunargerðina, breytingar á römmum vegna innri leigu, tekjuáætlun 2020 og rekstur málaflokkanna; 21 Sameiginlegur kostnaður, 57 Félagslegar íbúðir, 13 Atvinnumál og 07 Brunamál og almannavarnir.
Einnig verður farið yfir fjármál leikskóla að beiðni Bergs Elíasar Ágústssonar.
Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundi kl. 11:30.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 11:40.

Fjármálastjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunargerðar, málið verður rætt nánar á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 43. fundur - 30.09.2019

Til umfjöllunar er Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð þakkar skólastjórum og deildarstjóra fyrir kynningar og umræðu um fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs.

Kolbrún Ada sat fundinn f.h. Borgarhólsskóla frá kl.13-13:30,
Sigríður Valdís sat fundinn f.h. Grænuvalla frá kl. 13:30-14:00,
Guðrún, Jóhanna og Adrienne sátu fundinn f.h. Tónlistarskóla frá kl. 14:00-14:30,
Guðrún S. Kristjánsdóttir sat fundinn f.h. Öxarfjarðarskóla frá kl. 14:30-15:00 og
Hrund sat fundinn í síma f.h. Grunnskóla Raufarhafnar frá kl. 15:00 - 15:30.

Byggðarráð Norðurþings - 303. fundur - 01.10.2019

Á fund byggðarráðs mæta sviðsstjórar málaflokka og sjóða og fara yfir fjárhagsáætlunarvinnu sinna rekstrareininga vegna ársins 2020.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir yfirferðina.

Byggðarráð Norðurþings - 304. fundur - 10.10.2019

Á fund byggðarráðs kemur Hafnastjóri Norðurþings og fer yfir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2020 og framkvæmda- og fjárfestingaáætlanir fyrir 2019 og 2020.
Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á fjárhagsáætlunarvinnunni.
Byggðarráð þakkar hafnastjóra fyrir yfirferðina.

Byggðarráð felur fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði að endurskoða og útfæra áætlanir sínar með tilliti til útgefinna ramma sinna sviða. Jafnframt er þess óskað að ráðin leggi fram hvaða aðgerða þarf að grípa til svo hægt sé að halda áætlun.

Fjölskylduráð - 45. fundur - 14.10.2019

Á 304. Fundi Byggðaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði að endurskoða og útfæra áætlanir sínar með tilliti til útgefinna ramma sinna sviða. Jafnframt er þess óskað að ráðin leggi fram hvaða aðgerða þarf að grípa til svo hægt sé að halda áætlun.
Í ljósi ákvörðunar byggðaráðs um fjárhagsramma fyrir árið 2020 er fræðslufulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að skila fjárhagsáætlun sem miðar við 1,2% lækkun frá fjárhagsáætlun 2019.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs verði hækkuð um 27,878.624 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 6,860.419 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun menningarsviðs verði hækkuð um 8,322.693 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjárhagsáætlunum félagsmálasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs er vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 305. fundur - 17.10.2019

Áframhaldandi umræður og yfirferð á stöðu mála í fjárhagsáætlunarvinnunni.

Á 45. fundi fjölskylduráðs þann 14. október var eftirfarandi bókað;

Í ljósi ákvörðunar byggðaráðs um fjárhagsramma fyrir árið 2020 er fræðslufulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að skila fjárhagsáætlun sem miðar við 1,2% lækkun frá fjárhagsáætlun 2019.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs verði hækkuð um 27,878.624 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 6,860.419 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun menningarsviðs verði hækkuð um 8,322.693 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjárhagsáætlunum félagsmálasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs er vísað til byggðaráðs.
Byggðarráð fór yfir rekstur málaflokka og óskar eftir að fjölskylduráð fari nánar yfir fjárhagsáætlanir og ítrekar ósk um að ráðið leggi fram, til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli málaflokka og sjóða skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fjölskylduráð - 46. fundur - 21.10.2019

Á 305. fundi byggðarráðs þann 17. október var tekið fyrir erindi af 45. fundi fjölskylduráðs þar sem bókað var;
Í ljósi ákvörðunar byggðaráðs um fjárhagsramma fyrir árið 2020 er fræðslufulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að skila fjárhagsáætlun sem miðar við 1,2% lækkun frá fjárhagsáætlun 2019.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs verði hækkuð um 27,878.624 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 6,860.419 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun menningarsviðs verði hækkuð um 8,322.693 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjárhagsáætlunum félagsmálasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs er vísað til byggðaráðs.


Á fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð fór yfir rekstur málaflokka og óskar eftir að fjölskylduráð fari nánar yfir fjárhagsáætlanir og ítrekar ósk um að ráðið leggi fram, til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli málaflokka og sjóða skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fræðslufulltrúi og skólastjórar kynntu til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Deildir fræðslusviðs, aðrar en leik- og grunnskólar, hafa verið aðlagaðar að ramma.

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli skóladeilda sem skólastjórar Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla lögðu fram svo hægt sé að halda áætlun.

Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Borgarhólsskóla óskar fjölskylduráð eftir 20.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Borgahólsskóla 2020 og einnig eftir 2.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar mötuneytis 2020.

Fjölskylduráð leggur til að aðlögunum á leikskólanum Grænuvöllum verði fækkað niður í tvær á ári í stað fjögurra, en með því er hægt að halda áætlun og draga úr álagi starfsfólks leikskólans.


Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur óskar fjölskylduráð eftir 7.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans 2020.

Félagsmálastjóri kynnti til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Fjölskylduráð telur að með þeim aðgerðum sem kynntar voru ráðinu verði ekki hægt að veita viðunandi þjónustu og ítrekar ósk sína um 27.000.000 viðbótarframlag.

Byggðarráð Norðurþings - 306. fundur - 24.10.2019

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.
Til máls tók Kristján Þór Magnússon.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir 2021 - 2023 til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 307. fundur - 07.11.2019

Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.

Á 46. fundi fjölskylduráðs þann 21. október 2019 var bókað;

Fræðslufulltrúi og skólastjórar kynntu til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Deildir fræðslusviðs, aðrar en leik- og grunnskólar, hafa verið aðlagaðar að ramma.

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli skóladeilda sem skólastjórar Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla lögðu fram svo hægt sé að halda áætlun.

Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Borgarhólsskóla óskar fjölskylduráð eftir 20.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Borgahólsskóla 2020 og einnig eftir 2.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar mötuneytis 2020.

Fjölskylduráð leggur til að aðlögunum á leikskólanum Grænuvöllum verði fækkað niður í tvær á ári í stað fjögurra, en með því er hægt að halda áætlun og draga úr álagi starfsfólks leikskólans.


Á grundvelli framlagðrar greinargerðar skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur óskar fjölskylduráð eftir 7.000.000 króna viðbótarframlagi vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans 2020.

Félagsmálastjóri kynnti til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun. Fjölskylduráð telur að með þeim aðgerðum sem kynntar voru ráðinu verði ekki hægt að veita viðunandi þjónustu og ítrekar ósk sína um 27.000.000 viðbótarframlag.
Byggðarráð fór yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023. Sveitarstjóra er falið að setja upp fleiri sviðsmyndir sem taka mið af framlögðum óskum fjölskylduráðs og leggja fyrir ráðið í næstu viku til afgreiðslu.

Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019

Áframhald á umræðum um fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Byggðarráð fór yfir mismunandi sviðsmyndir varðandi rekstur málaflokka og verður umræðum haldið áfram á fundi ráðsins í næstu viku.

Byggðarráð Norðurþings - 309. fundur - 21.11.2019

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Meirihluti byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á fjárhagsrömmum A-hluta sveitarsjóðs fyrir árið 2020 og 2021 - 2023:


Fjárheimildir miðast við þá ramma sem úthlutað var til málaflokka fjölskylduráðs, án þeirra óska sem komið hafa frá ráðinu um auknar fjárheimildir.
Fjárheimildir annarra miðast við þá áætlun sem skilað hefur verið.

02 - Félagsþjónusta
Fjárheimild fyrir árið 2020 breytist og hækkar um 20 milljónir, fer úr 213.970.000 kr. í 233.970.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

04 - Fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimild fyrir árið 2020 breytist og hækkar um 18 milljónir, fer úr 1.169.710.000 kr. í 1.187.710.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

06 - Æskulýðs- og íþróttamál
Fjárheimild fyrir árið 2020 hækkar um 16 milljónir, fer úr 279.533.000 kr. í 295.533.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

10 - Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 159.426.000 kr. í 154.426.000 kr.

21 - Sameiginlegur kostnaður
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 7 milljónir, fer úr 310.389.000 kr. í 303.389.000 kr.

33 - Þjónustumiðstöð
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 89.454.000 kr. í 84.454.000 kr.


22 - Lífeyrisskuldbindingar
Áætluð breyting lífeyrisskuldbindingar fyrir árið 2020 lækki um 5 milljónir.

Nettobreytingin á fjárheimildum samkvæmt þessu er 32 milljónir, til hækkunar í A-hluta.


Breytingar sem koma til í B-hluta:

41 - Hafnasjóður
Gert er ráð fyrir að tekjur Hafnasjóðs aukist milli 2020 og 2021 um 15 milljónir.

57 - Félagslegar íbúðir
Gert er ráð fyrir að seldar verði fjórar íbúðir úr Félagslegum íbúðum í stað tveggja á árinu 2020.
Söluhagnaður fer úr 12 milljónum í 24 milljónir.


Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu og Silju.
Bergur Elías greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Byggðarráð vísar tillögunum til meðferðar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

Fjölskylduráð - 50. fundur - 25.11.2019

Til umfjöllunar er fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlanir Fjölskyldusviðs Norðurþings fyrir 2020 og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 310. fundur - 28.11.2019

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021-2023 til síðari umræðu.
Til máls tóku Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Hafrún, Kolbrún Ada og Silja.


Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun;

Senn lýkur einu mesta hagvaxtarskeiði á Íslandi undanfarin ár. Tekjur sveitarfélagsins hafa verið mikilar samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Það eru því vonbrigði að enn skuli viðhaldið hækkunum álaga á samfélagið og samhliða því að þjónusta verði skert. Nú virðist það raungerast sem minnihlutinn bókaði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019; framlegðarhlutfall fer enn lækkandi, þensla í rekstri sveitarfélagsins og auknar tekjur sóttar í vasa íbúa og fyrirtækja til að standa undir rekstri sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið hefur ráðist í ýmsar jákvæðar framkvæmdir sem er mikilvægt að ljúka. Við teljum skynsamlegt að ljúka framkvæmdum sem byrjað er á, t.d. Stangarbakkastíg og frágangi í Hraunholti. Auk þess að sinna nauðsynlegu viðhaldi á eignum sveitarfélagins. Að því sögðu teljum við óskynsamlegt að hefja bæði áhættusamar og dýrar framkvæmdir.
Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir sölu eigna að upphæð 227 milljónir króna sem er alls óvíst að nái fram að ganga og er þá um einskiptis aðgerðir að ræða. Sömuleiðis er gert ráð fyrir aukinni skuldasöfnun sem lýsir agaleysi í rekstri sveitarfélagsins, framúrkeyslu í verklegum framkvæmdum og óhófi í fjárfestingum. Það þýðir að öllu óbreyttu að enn þarf að sækja fjármagn í auknum mæli til íbúa og lögaðila samfélagsins með hækkun skatta og þjónustugjalda.
Í fjáhagsáætlun fyrir árið 2020 má sjá hvar dregur úr framkvæmdagetu og tekjustofnar einir og sér standa ekki undir markmiðum meirihlutans um uppbyggingu. Því þarf að forgangsraða í rekstri sveitarfélagsins með áherslu á grunnþjónustu við börn og ungmenni. Það vekur jafnframt athygli að svæði utan Húsavíkur bera skarðan hlut frá borði í stefnu meirihlutans.
Í síðustu þjónustukönnun Gallup kom í ljós að óánægja eykst meðal barnafjölskyldna og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Sömuleiðis dregur úr ánægju fólks með aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Miðað við áherslur meirihlutans sem birtast í fjárhagsáætlun stendur ekki til að bregðast við þeirri óánægju.
Þrátt fyrir að vinna við fjárhagsáætlun hafi hafist fyrir mitt árið 2019 hefur skort alla heildarsýn við fjárhagsáætlunargerðina. Stefna meirihluta sveitarstjórnar birtist í niðurskurði í þjónustu eins og skólum og annarri grunnþjónustu en það er vilji fulltrúa minnihluta sveitarstjórnar að standa vörð um grunnþjónustu og forðast íþyngjandi álögur. Minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings getur því ekki samþykkt framlagðar fjárhagsáætlanir.

Virðingarfyllts
Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Meirihlutinn setur fram eftirfarandi bókun;
Eftir mikinn viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum uppbyggingar og eflingar atvinnulífs á svæðinu er ljóst að hægst hefur á hagvextinum og tekjuáætlun ársins 2019 er undir væntingum. Útkomuspá ársins 2019 gerir ráð fyrir halla uppá liðlega 100 mkr. Það er lykilatriði að ná sem mestu hlutfalli þess halla upp strax á næsta ári þrátt fyrir að búast megi við því að tekjur aukist aðeins lítillega og að lækka verði álögur á íbúa hvað snertir fasteignagjöld sérstaklega. Þessi staða er leiðarstef í fjárhagsáætlun Norðurþings 2020. Gert ert ráð fyrir 64 mkr afgangi í samstæðu Norðurþings í lok árs 2020, gert er ráð fyrir að rekstrarjöfnuður til þriggja ára sé jákvæður og að skuldaviðmið lækki til næstu þriggja ára.
Líkt og undanfarin ár hefur áætlunin í raun verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði þó vissulega hafi komið upp áherslumunur þegar útfærslur áætlunarinnar hafa verið ræddar. Áskorunin við að ná markmiðum áætlunarinnar er á okkur, kjörna fulltrúa, embættismenn, stjórnendur og stofnanir sveitarfélagsins, nefndir og ráð, að vinna til samræmis við það sem hér er lagt upp með. Rétt er að árétta það að fjárhagsáætlunin er bindandi rammi á þær fjárheimildir sem til staðar verða á næsta ári og til þriggja ára. Gæta þarf þess að þær fjárheimilidir til rekstrarins sem hér hafa verið samþykktar verði virtar við úrlausn þeirra verkefna sem við blasa á næsta ári.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.

Fjárhagsáætlun 2020 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum, Ödu, Silju, Kristjáns Þórs, Heiðbjartar og Helenu.
Hjálmar Hafrún, Hrund og Bylgja sitja hjá.

Þriggja ára áætlun 2021 - 2023 borin undir atkvæði,samþykkt með atkvæðum, Ödu, Silju, Kristjáns Þórs, Heiðbjartar og Helenu.
Hjálmar Hafrún, Hrund og Bylgja sitja hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Fyrir byggðarráði liggja drög að bréfi fjármálastjóra fyrir hönd byggðarráðs til sviðsstjóra og forstöðumanna sveitarfélagsins varðandi eftirfylgni við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:55.

Lagt fram til kynningar.