Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

293. fundur 13. júní 2019 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir stýrði fundi.

1.Endurnýjun vefmyndavélar

Málsnúmer 201906025Vakta málsnúmer

Vefmyndavél Norðurþings sem staðsett var á þaki Garðarsbrautar 5 hefur ekki virkað í nokkurn tíma og hefur nú fengist staðfest að vélin er ónýt.
Borist hefur tilboð í nýja vefmyndavél frá Securitas sem kostar tæpar 186 þúsund krónur án uppsetningar.
Byggðarráð samþykkir að festa kaup á nýrri vefmyndavél og láta setja upp á sama stað og fyrri vél.

2.Ósk um aðstoð Norðurþings við rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019.

Málsnúmer 201905144Vakta málsnúmer

Á 292. fundi byggðarráðs þann 6. júní s.l. var frestað afgreiðslu erindis um styrk til reksturs Skjálftasetursins á Kópaskeri sumarið 2019 og var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
Norðurþing styrkir nú þegar rekstur Skjálftasetursins með gjaldfrjálsum afnotum af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Fjárhæð styrkbeiðnarinnar þ.e. 1,4 milljónir rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á þessu ári og verði beiðnin samþykkt kallar það á gerð viðauka við áætlunina.
Byggðarráð sér sér því ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessari fjárhæð en samþykkir að veita Skjálftasetrinu styrk að upphæð 700 þúsund krónur á þessu ári. Jafnframt er þess óskað að Skjálftasetrið skili inn skýrslu á haustdögum um starfsemi félagsins ásamt rekstrarniðurstöðu sumarsins. Í framhaldinu skulu aðilar taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag setursins og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að starfsemi þess.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar Norðurþings fyrir árið 2020.
Byggðarráð staðfestir vinnuáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

4.Ráðning Hafnastjóra Norðurþings

Málsnúmer 201905151Vakta málsnúmer

Staðgengill sveitarstjóra leggur til við byggðarráð að Þórir Örn Gunnarsson verði ráðinn í starf hafnastjóra Norðurþings.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum varðandi ráðningarferlið og frestar afgreiðslu málsins þar til þær liggja fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð fer með málefni Hafnasjóðs Norðurþings og því mun málið fara þar til umsagnar á næsta fundi ráðsins og síðan til ákvörðunar í byggðarráði sem fer með umboð sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar.

5.XXXIV. Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201906030Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til XXXIV. landsþings Sambandsins þann 6. september n.k. á Grand hotel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

6.Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga

Málsnúmer 201906035Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til stofnfundar samráðvettvangs sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftslagsmál 19. júní n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilnefna tengiliði fyrir hönd Norðurþings vegna samráðsvettvangsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.