Skipulags- og framkvæmdaráð
1.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.
Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer
2.Óska eftir leyfi til að setja upp upplýsingaskilti þar sem Gamla Búðin stóð á Raufarhöfn
Málsnúmer 201909033Vakta málsnúmer
3.Umsókn um uppsetningu á útilistaverki á Raufarhöfn.
Málsnúmer 201908091Vakta málsnúmer
4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir skála B, C, D, F, H, I og J sem standa á byggingarsvæði Bakka við Húsavík.
Málsnúmer 201908101Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því erindinu.
5.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer
Umsagnir og athugasemdir bárust frá:Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun (NÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE).
1) UST bendir á að strandsvæðið er á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár. NÍ leggur þar til að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað. UST telur mikilvægt að allar byggingar falli eins vel að umhverfi og kostur er. UST bendir á að nálægð við iðnaðarsvæði á Bakka og hafnarsvæði Húsavíkur geti haft áhrif á loftgæði og hljóðvist á hótellóð og telur mikilvægt að skoða þá þætti við skipulagsvinnuna. Loks minnir UST á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó.
2) NÍ metur það sem svo að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæmda með aðgát til að lágmarka rask. NÍ minnir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó og jarðskjálftahættu við Húsavík.
3) VÍ bendir á að hönnunarhröðun vegna jarðskjálfta er rangt skilgreind í greinargerð og leggur jafnframt til að felld verði inn í greinargerð skipulagsins setning um að við hönnun mannvirkja verði sérstaklega tekið tillit til nærsviðsáhrifa í sterkum jarðskjálftum.
4) Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu en ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu.
5) Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en minnir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar.
6) HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytingu.
6.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer
Umsagnir og athugasemdir bárust frá:Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun (NÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE).
1) UST bendir á að strandsvæðið er á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár. NÍ leggur þar til að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað. UST telur mikilvægt að allar byggingar falli eins vel að umhverfi og kostur er. UST bendir á að nálægð við iðnaðarsvæði á Bakka og hafnarsvæði Húsavíkur geti haft áhrif á loftgæði og hljóðvist á hótellóð og telur mikilvægt að skoða þá þætti við skipulagsvinnuna. Loks minnir UST á ákvæði skipulagareglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó.
2) NÍ metur það sem svo að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæmda með aðgát til að lágmarka rask. NÍ minnir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó og jarðskjálftahættu við Húsavík.
3) VÍ bendir á að hönnunarhröðun vegna jarðskjálfta er rangt skilgreind í greinargerð og leggur jafnframt til að felld verði inn í greinargerð skipulagsins setning um að við hönnun mannvirkja verði sérstaklega tekið tillit til nærsviðsáhrifa í sterkum jarðskjálftum.
4) Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu en ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu.
5) Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en minnir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar.
6) HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytingu.
7.Hugmynd að deiliskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri
Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer
8.Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni
Málsnúmer 201909029Vakta málsnúmer
9.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer
10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020
Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer
"Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins."
11.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2020
Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer
12.Flutningur á skíðalyftu úr Skálamel í Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 201908065Vakta málsnúmer
Ráðið samþykkir framkvæmd við uppsetningu á skíðalyftu og aðstöðusköpun á svæðinu.
13.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur
Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer
Óskað er ákvörðunar um tímasetningar útboðs og áætlaðan framkvæmdatíma verksins.
Nú liggja fyrir útboðsgögn er varða endanlegan frágang Reykjaheiðarvegar. Undirritaður leggur til að að verkið verði boðið út í heild sinni á næstunni. Þannig verði fullnaðarfrágangi á Reykjaheiðarvegi bætt við þann verkhluta sem áætlaður hafði verið í fyrsta áfanga og verkið þannig boðið út í einni heild. Að því gefnu að samningar náist við verktaka verði verklok framkvæmdarinnar í heild eigi síðar en í október 2020.
Guðmundur Halldórsson.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tillögu Guðmundar.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað;
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019 gerði sannarlega ráð fyrir fjármunum í Reykjaheiðarveg á Húsavík og óhætt að undirbúa verkefnið áfram. Nú er ljóst að stefnir í framúrkeyrslu er að ræða í framkvæmdaáætlun. Tekjuáætlun sveitarfélagsins mun ekki standast. Þá liggur fyrir að framkvæmdafé dugar ekki til að fara í þessa framkvæmd og er óráðlegt að ákveða á þessum tímapunkti að fara í framkvæmdina fyrir fjárhagsárið 2020 enda liggur ekki fyrir hver fjárhagsrammi ráðsins er fyrir það ár. Auk þess eru mörg stór verkefni ráðgerð árið 2020, s.s. nýtt hjúkrunarheimili, útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk, íbúða-/þjónustukjarni við Pálsgarð, framkvæmdir við Suðurgarð í Húsavíkurhöfn og fleiri verkefni og kostnaður við þau afar óljós.
14.Staðan á SR-lóðinni á Raufarhöfn
Málsnúmer 201806133Vakta málsnúmer
Taka þarf afstöðu til áætlunarinnar, skoða möguleika til áfangaskiptingar og kostnaðarlegrar hagræðingar ásamt því að ákvarða tímalínu verkefnisins.
15.Suðurfjöruvegur
Málsnúmer 201906067Vakta málsnúmer
Í tengslum við það verkefni hefur einnig verið kallað eftir hönnun suðurfjöruvegar frá gatnamótum við þjóðveg 85 til suðurs, að Búðarárgili til norðurs.
16.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2019
Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer
7. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. maí 2019.
Flokkun lífræns sorps í Kelduhverfi.
Þar sem ekki er fyrirhugað að taka við lífrænum úrgangi frá heimilum skv. núverandi skipulagi sorphirðu, óskar hverfisráð eftir því við sveitarstjórn að hún verði íbúum dreifbýlis innan handar með heimajarðgerð, til hagsbóta fyrir bæði íbúa og sveitarfélagið. Það getur t.d. verið í formi fræðslu og magninnkaupa á jarðgerðarílátum.
8. fundur hverfisráðs Kelduhverfis 27. ágúst 2019.
Sorphirða í Kelduhverfi.
Hverfisráð Kelduhverfis ítrekar ósk sína sem kom fram í fundargerð hverfisráðs 27. maí s.l., um lífrænan úrgang og heimajarðgerð. Enn fremur viljum við benda sveitarstjórn á að flokkunartunnur, sem í allra síðasta lagi áttu að koma í júní s.l., eru ekki enn komnar. Hvetur hverfisráð sveitarfélagið á að hrinda þessu í framkvæmd sem allra fyrst.
17.Ósk um söluheimild á Slökkvistöð Norðurþings að Höfða 20
Málsnúmer 201909014Vakta málsnúmer
18.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
Óskað er afgerandi afstöðu ráðsins til hámarkshraða innan þéttbýlis í Norðurþingi.
19.Eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík.
Málsnúmer 201909027Vakta málsnúmer
Í nóvember 2018 óskaði undirritaður eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi uppsetningu á vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Þá var ljóst að kostnaður myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 12. mars síðastliðinn óskuðu fulltrúar eftir upplýsingum um stöðu mála og lögðu jafnframt til að verkið skyldi taka út. Nefndin samþykkti þá tillögu og að málið yrði tekið fyrir að nýju. Enn hefur ekkert gerst í því máli. Því vill undirritaður nú endurflytja tillögu um að verkið; vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur verði tekið út.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera óháða úttekt á verkinu.
20.Umsókn um lóð norðan Kópaskers.
Málsnúmer 201909028Vakta málsnúmer
21.Göngum í skólann 2019
Málsnúmer 201908052Vakta málsnúmer
Æskilegt er að tryggt sé að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu. Jafnframt er nauðsynlegt að stuðla að því að nærumhverfi skólanna sé öruggt eftir því sem við á t.d. með því að takmarka bílaumferð við skóla, huga að merkingum við t.d. gangbrautir og tryggja öryggi vegfarenda við umferðarþungar götur.
22.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi
Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer
Falli sú lýsing að hugmyndum kjörinna fulltrúa um fyrirkomulag snjómoksturs, verður þeim drögum komið til frekari vinnslu og formun þeirra útboðsgagna sem lögð verða til grundvallar við útboð.
Lagt er til að gerðir verði eftirfarandi samningar um snjómokstur í Norðurþingi.
1. Samningur um snjómokstur í þéttbýli Húsavíkur og Hrísateigs.
2. Samningur um snjómokstur í þéttbýli Kópaskers.
3. Samningur um snjómokstur vegna skólaaksturs í Reykjahverfi (ef við á)
4. Samningur um snjómokstur vegna skólaaksturs í Kelduhverfi (ef við á).
5. Samningur um snjómokstur vegna skólaaksturs í Öxarfirði (ef við á).
6. Samningur um snjómokstur vegna skólaaksturs á Melrakkasléttu (ef við á).
Fundi slitið - kl. 19:40.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-16.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 15.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 1-9.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir lið 1.