Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni
Málsnúmer 201909029
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019
Fyrir liggja hugmyndir að breytingu aðalskipulags og nýju deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndirnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að boða til kynningarfundar um fyrirliggjandi hugmyndir á Kópaskeri, til samræmis við ákvæði 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 46. fundur - 08.10.2019
Frumtillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni, Kópaskeri, var kynnt í Öxi á Kópaskeri 25. september s.l. Í kjölfar fundarins hefur nú verið útbúin tillaga að breytingu aðalskipulagsins. Skipulagsbreytingin felst í grófum dráttum í því að athafnasvæði A3 er breytt í iðnaðarsvæði I1. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og framkvæmdarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019
Skipulags- og framkvæmdarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók; Helena Eydís.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá umsagnaraðila sem leitað er til um málið.
Samþykkt samhljóða.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá umsagnaraðila sem leitað er til um málið.
Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019
Með bréfi dags. 2. desember 2019 tilkynnti Skipulagsstofnun að hún telji fyrirhugaða vatnstöku vegna fiskeldisins heyra undir lið 10.24 í 1. viðauka laga um um mat á umhverfisáhrifum og sé því matsskyld. Því þurfi umfjöllun um borun fyrir vatnstöku að taka mið af því.
Skv. fyrirliggjandi hugmyndum framkvæmdaaðila er fyrirhuguð vatnstaka um 150 l/sek og heyrir því ekki undir fyrrgreindan lið 10.24 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að endurbótum áður samþykktrar skipulagstillögu þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri vatnstöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna með áorðnum lagfæringum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að endurbótum áður samþykktrar skipulagstillögu þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri vatnstöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna með áorðnum lagfæringum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020
Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Breyting aðalskipulags var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins. Athugasemdir bárust frá níu aðilum, en þær athugasemdir snúast að langmestu leiti um deiliskipulagið. Athugasemdirnar og viðbrögð við þeim eru því bókaðar undir þeim lið fundargerðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falinn frekari framgangur skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020
Á 58. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falinn frekari framgangur skipulagsbreytingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falinn frekari framgangur skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.