Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir mætti til fundarins og kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags og deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

1) Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna, en veltir upp möguleikum á að samtvinna inn í breytingu á aðalskipulagi nýjum efnistökusvæðum og mögulegum vegtengingum frá Þjóðvegi 85 að tjaldsvæði á Húsavík.

2) Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

3) Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn um efni fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á þessu stigi.

4) Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir og felur skipulagsráðgjafa að halda áfram vinnu við tillögu að breytingu deiliskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019

Nú liggur fyrir frumtillaga Alta að breytingu deiliskipulags á Höfða þar sem gert er ráð fyrir nýrri lóð undir hótel og ýmsum öðrum frávikum frá gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu deiliskipulags skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgafa að breyttu deiliskipulagi á Húsavíkurhöfða þar sem gert er ráð fyrir allt að 200 herbergja hóteli utan við sjóböðin við Vitaslóð. Deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðurs frá gildandi deiliskipulagi og spannar nú 6,4 ha. Stækkunin felst að mestu í nýrri lóð undir fyrirhugaða hótelbyggingu. Skilgreindar eru kvaðir um uppbyggingu nýrrar hótellóðar.
Samhliða endurskoðun deiliskipulagsins er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 eins og fjallað var um hér að framan.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Kynning deiliskipulagstillögunnar fari fram samhliða kynningu breytinga á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgafa að breyttu deiliskipulagi á Húsavíkurhöfða þar sem gert er ráð fyrir allt að 200 herbergja hóteli utan við sjóböðin við Vitaslóð. Deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðurs frá gildandi deiliskipulagi og spannar nú 6,4 ha. Stækkunin felst að mestu í nýrri lóð undir fyrirhugaða hótelbyggingu. Skilgreindar eru kvaðir um uppbyggingu nýrrar hótellóðar.
Samhliða endurskoðun deiliskipulagsins er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 eins og fjallað var um hér að framan.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Kynning deiliskipulagstillögunnar fari fram samhliða kynningu breytinga á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 komu fram nokkrar ábendingar frá Skipulagsstofnun um lagfæringar skipulagstillögunnar fyrir auglýsingu. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

Byggðarráð Norðurþings - 294. fundur - 27.06.2019

Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 komu fram nokkrar ábendingar frá Skipulagsstofnun um lagfæringar skipulagstillögunnar fyrir auglýsingu. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. tillögu Skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Nú er lokið kynningu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða.

Umsagnir og athugasemdir bárust frá:Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun (NÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE).
1) UST bendir á að strandsvæðið er á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár. NÍ leggur þar til að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað. UST telur mikilvægt að allar byggingar falli eins vel að umhverfi og kostur er. UST bendir á að nálægð við iðnaðarsvæði á Bakka og hafnarsvæði Húsavíkur geti haft áhrif á loftgæði og hljóðvist á hótellóð og telur mikilvægt að skoða þá þætti við skipulagsvinnuna. Loks minnir UST á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó.
2) NÍ metur það sem svo að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæmda með aðgát til að lágmarka rask. NÍ minnir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó og jarðskjálftahættu við Húsavík.
3) VÍ bendir á að hönnunarhröðun vegna jarðskjálfta er rangt skilgreind í greinargerð og leggur jafnframt til að felld verði inn í greinargerð skipulagsins setning um að við hönnun mannvirkja verði sérstaklega tekið tillit til nærsviðsáhrifa í sterkum jarðskjálftum.
4) Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu en ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu.
5) Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en minnir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar.
6) HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að viðbrögðum við ofangreindum athugasemdum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Á 43. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru bókaðar inn athugasemdir sem bárust vegna breytingar aðalskipulags og tillögu að nýju deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að gera tillögu að viðbrögðum við athugasemdunum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sína tillögur og uppfærða deiliskipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar.

1. Umhverfisstofnun (UST) bendir á að strandsvæðið er á tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) að framkvæmdaáætlun (B-hluta) Náttúruminjaskrár. NÍ leggur þar til að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað. UST telur mikilvægt að allar byggingar falli eins vel að umhverfi og kostur er. UST bendir á að nálægð við iðnaðarsvæði á Bakka og hafnarsvæði Húsavíkur geti haft áhrif á loftgæði og hljóðvist á hótellóð og telur mikilvægt að skoða þá þætti við skipulagsvinnuna. Loks minnir UST á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó.

a. Tillaga vegna framkvæmdaáætlunar Náttúruminjaskrár
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands við auglýstar tillögur kemur fram að skv. gögnum NÍ sé fjöldi fugla í bjarginu ekki mikill og nær ekki viðmiðum sem myndi skilgreina bjargið sjálft á þessu svæði sem mikilvægt fuglasvæði „..fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæma með aðgát til að lágmarka rask."
b. Ásýnd
Í greinargerð deiliskipulagstillögunnar er fjallað um áhrif á umhverfið og ásýnd hótelbyggingar. Frumdrög að hönnun hótelsins eru sýnd í greinargerð. Ljóst er að fyrirhugað hótel verður áberandi kennileiti á Húsavíkurhöfða innan þéttbýlisins á Húsavík. Til að fella húsið sem best að landslagi sýna frumdrög hönnunarinnar byggingu í jarðarlitum, sem stallast niður og dregur form sitt af hringlaga gígum og hverum, þekktum formum úr náttúru Íslands. Byggingin rís upp af klettabeltinu, lágstemmd en jafnframt tignarleg. Skuggavarp á aðliggjandi íbúabyggð er óverulegt en þess gætir helst seinni part dags og á kvöldin.
c. Mengun
Í matsskýrslu fyrir Kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík eru sýndir hljóðvistarútreikningar, bæði vegna starfseminnar á Bakka og einnig vegna hafnarinnar. Samkvæmt þessum útreikningum er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af hljóðvist á hótellóð. Það sama á við um niðurstöður loftdreifispár í matsskýrslunni.
d. Aðgengi
Í greinargerð deiliskipulagsins segir „Í aðalskipulagi Norðurþings er sýnd gönguleið sem liggur frá Húsavíkurhöfn, yfir deiliskipulagssvæðið og áfram í Laugardal. Kvöð um samsvarandi gönguleið er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti. Lega gönguleiðar getur breyst við fullnaðarhönnun bygginga á svæðinu og við hönnun lóða en óheimilt er að fella hana niður með öllu og tryggja skal óheftan og greiðan aðgang gangandi vegfarenda meðfram ströndinni eins og skipulagið sýnir."

2. Náttúrufræðistofnun metur það sem svo að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæma með aðgát til að lágmarka rask. NÍ minnir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó og jarðskjálftahættu við Húsavík.

Svar við umsögn: Sjá svar við umsögn UST varðandi aðgengi hér að ofan.

3. Veðurstofa Íslands bendir á að hönnunarhröðun vegna jarðskjálfta er rangt skilgreind í greinargerð og leggur jafnframt til að felld verði inn í greinargerð skipulagsins setning um að við hönnun mannvirkja verði sérstaklega tekið tillit til nærsviðsáhrifa í sterkum jarðskjálftum.

Svar við umsögn: Orðalagi í kafla um náttúruvá í greinargerð deiliskipulagsins er breytt í samræmi við umsögn Veðurstofunnar.

4. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi en ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu. Vegagerðin bendir á að gatnamót aðkomuvegar að sjóböðunum og Höfðavegar þyrftu að vera nær því að vera hornrétta vegna umferðaröryggis. Fjarlægð milli þjónustuvegar sjóbaða og annarar innkeyrslu á bílastæði fyrirhugaðs hótels er mjög lítil og varasöm vegna umferðaröryggis. Það megi velta upp hvort þörf sé á að hafa þjónustuveg tengdan við Höfðaveg eða hvort hægt sé að tengja hann við aðkomuveg að sjóböðunum.

Svar við umsögn: Deiliskipulagsuppdrætti verður breytt þannig að tenging við Höfðaveg fyrir þjónustuveg fyrir sjóböðin er tekin út.

5. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en minnir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar.

Svar við umsögn: Umsögn þarfnast ekki viðbragða.

6. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytingu.

Svar við umsögn: Umsögn þarfnast ekki viðbragða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan, með þeim breytingum sem bókaðar eru hér að ofan, verði samþykkt og gildistaka auglýst eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.


Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Á 44. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan, með þeim breytingum sem bókaðar eru hér að ofan, verði samþykkt og gildistaka auglýst eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.