Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Lagt er til að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir verði varamaður fyrir Óla Halldórsson í byggðarráði í stað Berglindar Hauksdóttur.
Samþykkt samhljóða
2.Sala eigna: Garðarsbraut 73 íbúð 202
Málsnúmer 201903078Vakta málsnúmer
Tilboðsfrestur er runninn út fyrir íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 73. Tvö tilboð bárust í eignina.
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði í eignina að upphæð 15.135.364.- kr.
3.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
Málsnúmer 201906048Vakta málsnúmer
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands hefur sent til aðildarsveitarfélaganna fundarboð á aðalfund félagsins.
Skv. 10.gr laga 68/1994 skal kalla saman aðalfund fulltrúaráðs EBÍ fjórða hvert ár, næsta ár á eftir reglulegum sveitarstjórnarkosningum.
Í samræmi við ofangreint hefur stjórn EBÍ ákveðið að aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verði haldinn föstudaginn 20. september n.k. á Hótel Natura.
Kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins hefur verið sent fundarboð.
Skv. 10.gr laga 68/1994 skal kalla saman aðalfund fulltrúaráðs EBÍ fjórða hvert ár, næsta ár á eftir reglulegum sveitarstjórnarkosningum.
Í samræmi við ofangreint hefur stjórn EBÍ ákveðið að aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verði haldinn föstudaginn 20. september n.k. á Hótel Natura.
Kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins hefur verið sent fundarboð.
Lagt fram.
4.Ráðning Hafnastjóra Norðurþings
Málsnúmer 201905151Vakta málsnúmer
Í umboði sveitarstjórnar hefur byggðarráð til umfjöllunar staðfestingu á ráðningu hafnarstjóra Norðurþings. Á 36. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggur tillaga sem var lögð fram í byggðarráði af fjármálastjóra í fjarveru sveitarstjóra um ráðningu á Þóri Erni Gunnarssyni í stöðu hafnastjóra Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu fjármálastjóra samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Heiðar Hrafn Halldórsson vék af fundi undir þessum lið."
"Fyrir liggur tillaga sem var lögð fram í byggðarráði af fjármálastjóra í fjarveru sveitarstjóra um ráðningu á Þóri Erni Gunnarssyni í stöðu hafnastjóra Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir tillögu fjármálastjóra samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Heiðar Hrafn Halldórsson vék af fundi undir þessum lið."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Þórir Örn Gunnarsson skv. áherslum sem komu fram á fundinum.
5.Aðalfundur Fjallalambs hf. 2019
Málsnúmer 201906055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Fjallalambs hf árið 2019. Fer fundurinn fram sunnudaginn 30. júní kl 15:00 á Svalbarði, Þistilfirði.
Byggðarráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttur sem fulltrúa Norðurþings á fundinn og Hjalmar Boga Hafliðason til vara.
6.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.
Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
7.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer
Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðrar hótellóðar við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 heimilaði Skipulagsstofnun auglýsingu tillögunnar að því tilskyldu að hún yrði lagfærð í tilteknum atriðum. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. tillögu Skipulags- og framkvæmdaráðs.
8.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar
Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer
Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 komu fram nokkrar ábendingar frá Skipulagsstofnun um lagfæringar skipulagstillögunnar fyrir auglýsingu. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. tillögu Skipulags- og framkvæmdaráðs.
9.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201807025Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að viðaukasamningi um heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Viðaukasamningurinn snýr að gerð skipulagslýsingar vegna verkefnissins. Einnig liggur fyrir uppfært mat á heildarkostnaði við endurskoðun skipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
10.Skipulags- og framkvæmdaráð - 36
Málsnúmer 1906004FVakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 36. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fjölskylduráð - 37
Málsnúmer 1906007FVakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 37. fundar fjölskylduráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:45.