Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201807025
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018
Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort tilefni sé til að fara í endurskoðun gildandi aðalskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10. júlí s.l. var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir verkefnistillögu og kostnaðarmati hjá Alta vegna uppfærslu skipulagsins. Árni Geirsson hjá Alta kom til fundarins og kynnti hugmynd að verkefnistillögu um endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Árna kynningu á hugmyndum. Stefnt er að frekari umfjöllun á næstu fundum svo að gera megi kostnaðarmat.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 11. fundur - 09.10.2018
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 25. september s.l. kynnti Árni Geirsson hjá Alta verkefnistillögu fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Í verkefnistillögu liggur fyrir grófur tímarammi og kostnaðaráætlun vegna verksins.
Ræddar voru hugmyndir að helstu áhersluliðum við endurskoðun skipulagsins. Ráðið telur að fyrirliggjandi verkefnistillaga ráðgjafa innifeli a.m.k. flesta þá þætti sem ráðið telur tilefni til að endurskoða í nýju aðalskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.
Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018
Á 11. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Ræddar voru hugmyndir að helstu áhersluliðum við endurskoðun skipulagsins. Ráðið telur að fyrirliggjandi verkefnistillaga ráðgjafa innifeli a.m.k. flesta þá þætti sem ráðið telur tilefni til að endurskoða í nýju aðalskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.
Ræddar voru hugmyndir að helstu áhersluliðum við endurskoðun skipulagsins. Ráðið telur að fyrirliggjandi verkefnistillaga ráðgjafa innifeli a.m.k. flesta þá þætti sem ráðið telur tilefni til að endurskoða í nýju aðalskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.
Til máls tóku: Bergur, Hjálmar, Guðbjartur, Kristján og Óli.
Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 er enn í gangi og ekki liggur fyrir fullmótaðir útgjaldarammar málaflokka leggjum við til að fresta afgreiðslu málsins og vinna tillöguna inn í endanlega fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir sveitarstjórn við síðari umræðu.
Tillaga Guðbjarts er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Hjálmars, Hrundar, Kristjáns og Óla.
Bergur og Guðbjartur sátu hjá.
Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 er enn í gangi og ekki liggur fyrir fullmótaðir útgjaldarammar málaflokka leggjum við til að fresta afgreiðslu málsins og vinna tillöguna inn í endanlega fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir sveitarstjórn við síðari umræðu.
Tillaga Guðbjarts er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Hjálmars, Hrundar, Kristjáns og Óla.
Bergur og Guðbjartur sátu hjá.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 var tekin ákvörðun um að veita fjármagni til endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings. Ákveða þarf næstu skref þar að lútandi. Búið er að ákveða að fara í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings og ákveða þarf næstu skref.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja forsendugreiningu og gerð skipulagslýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags til samræmis við framlögð gögn á fundinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019
Fyrir liggja drög að viðaukasamningi um heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Viðaukasamningurinn snýr að gerð skipulagslýsingar vegna verkefnissins. Einnig liggur fyrir uppfært mat á heildarkostnaði við endurskoðun skipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
Byggðarráð Norðurþings - 294. fundur - 27.06.2019
Fyrir liggja drög að viðaukasamningi um heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Viðaukasamningurinn snýr að gerð skipulagslýsingar vegna verkefnissins. Einnig liggur fyrir uppfært mat á heildarkostnaði við endurskoðun skipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings og að gengið verði til samninga við Alta um gerð skipulagslýsingar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla tilboðs í verkið.