Sveitarstjórn Norðurþings
1.Skipulags- og framkvæmdaráð - 9
Málsnúmer 1809005FVakta málsnúmer
2.Byggðarráð Norðurþings - 270
Málsnúmer 1810013FVakta málsnúmer
3.Byggðarráð Norðurþings - 269
Málsnúmer 1810010FVakta málsnúmer
4.Skipulags- og framkvæmdaráð - 13
Málsnúmer 1810008FVakta málsnúmer
Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs frá 13. fundi ráðsins varðandi beiðni Skútabergs ehf., þess efnis að samþykkja leyfi fyrir vinnubúðum á Bakka til loka apríl 2019, verði afturkölluð. Einnig að sveitarstjórn álykti til mótvægis að hún muni líta jákvæðum augum til samskonar erindis sem kæmi frá PCC BakkiSilicon hf. um framlengingu gildandi lóðarsamnings um vinnubúðirnar við Dvergabakka, dagsettan 1. október 2015 með síðari viðaukum. Sú framlenging yrði um aðrar lóðir en Dvergabakka 4 vegna bygginga merktra C & D, en samningur um lóðir undir nefndar byggingar hefur þegar verið framlengdur til 31. desember 2021.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5.Fjölskylduráð - 9
Málsnúmer 1810009FVakta málsnúmer
6.Orkuveita Húsavíkur ohf - 182
Málsnúmer 1810007FVakta málsnúmer
7.Byggðarráð Norðurþings - 268
Málsnúmer 1810006FVakta málsnúmer
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegurinn frá Húsavíkurhöfn um göngin og þaðan til norðurs, Bakkavegur, er hluti af þjóðvegakerfi Íslands. Þegar lagningu hans verður að fullu lokið í samræmi við gildandi skipulag kemur Bakkavegur til með að tengjast þjóðvegi 85 norðan við iðnaðarsvæðið á Bakka. Allir sem um Bakkaveg þurfa að fara munu því geta haft aðgang að honum og komist gegnum Húsavíkurhöfðagöng að hafnarsvæðinu. Um aðgengi að hafnarsvæðum fer hins vegar skv. lögum nr. 50/2004 um siglingarvernd.
Jafnframt er rétt að árétta það að Bakkavegur er ekki einkavegur fyrir PCC BakkiSilicon hf. heldur hluti af uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í heild sinni. Tenging er hins vegar frá Bakkavegi og að afgirtri lóð PCC BakkiSilicon hf., en land innan lóðarinnar telst einkaland og umferð takmörkuð þar af öryggisástæðum.
Í svari ríkisvaldsins vegna fyrirspurnar frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem samið var í samráði við Vegagerðina og sveitarfélagið Norðurþing kom skýrlega fram að göngin eru og verða í eigu og umsjá ríkisins. Því hefur sveitarfélagið haft þá trú að rekstur þeirra til framtíðar verði tryggður, t.a.m. með því að fela Vegagerðinni þá umsjón.
Til máls tóku undir lið 2 "Auglýsingar umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019": Bergur og Kristján.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 12
Málsnúmer 1810005FVakta málsnúmer
9.Fjölskylduráð - 8
Málsnúmer 1810003FVakta málsnúmer
10.Byggðarráð Norðurþings - 267
Málsnúmer 1810004FVakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að niðurstöður verði birtar íbúum og gerðar aðgengilegar. Jafnframt að niðurstöður síðustu ára verði gerðar opinberar og aðgengilegar.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 11
Málsnúmer 1810002FVakta málsnúmer
12.Byggðarráð Norðurþings - 266
Málsnúmer 1810001FVakta málsnúmer
13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 10
Málsnúmer 1809009FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
14.Fjölskylduráð - 7
Málsnúmer 1809010FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
15.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer
Á 270. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun til síðari umræðu.
16.Byggðarráð Norðurþings - 265
Málsnúmer 1809008FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
17.Fjölskylduráð - 6
Málsnúmer 1809007FVakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
18.Orkuveita Húsavíkur ohf - 181
Málsnúmer 1809004FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 7 "Hitaveita á Tjörnesi": Bergur og Óli.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
19.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
20.Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald ofl.
Málsnúmer 201810094Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%
Eftir umræður sveitarstjórnar leggur forseti til eftirfarandi tillögu:
Afgreiðlu gjaldskrárliða á áður auglýstri dagskrá sveitarstjórnarfundar verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Þar með verði gjaldskrár afgreiddar með síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
21.Breyting á deiliskipulagi Útgarðs
Málsnúmer 201808025Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.
1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi komið fram í bréfi Félags eldri borgara rökstuðningur fyrir því af hverju sé óviðunandi að breyta aldursviðmiði í 55 ár. Ráðið leggur því til að breytingin standi eins og hún var kynnt.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið Félags eldri borgara um að þriggja hæða hús þrjá metra frá götunni Pálsgarði þrengi að gatnamótum Auðbrekku og Pálsgarðs, enda eru þau í meira en 20 m fjarlægð frá húsinu. Ráðið telur einnig að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á gönguleiðir og snjómokstur. Ráðið leggur því til að byggingarreit verði breytt til samræmis við þær hugmyndir sem kynntar voru.
3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur sölu á bílakjallara óviðkomandi ákvæðum deiliskipulags og tekur því ekki afstöðu til þessa liðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar leggjast gegn skipulagsbreytingum meirihlutans við Útgarð, þ.e. að lækka aldursviðmið í 55 ár í stað þess að miða við hugtakið eldri borgari. Hlutfall aldraðra af mannfjöldanum hefur og mun aðeins hækka í náinni framtíð. Öldruðum fjölgaði um 5% á árinum 2010 til 2015 og mun fjölga um 15% frá árinu 2015 til 2020.
Hvatinn að skipulagsbreytingum er sala á bílkjallara og áhugi á uppbyggingu íbúða á einkamarkaði. Í samningi um framsal lóðarréttinda að Útgarði 6 til 8 milli Leigufélags Hvamms ehf. sem seljanda og Arctic Edge Consulting sem kaupanda má lesa í 3. málsgrein 5. greinar eftirfarandi: "Hafi framkvæmdir ekki hafist á byggingarreitnum fyrir 1. október 2018 fellur heimilid kaupanda, eða sérstaks byggingarfélags á hans vegum, samkvæmt samningi þessum niður". Framkvæmdir eru ekki hafnar og því samningurinn fallinn úr gildi. Ljóst má vera að málið er afar umdeilt og mætir miklum mótbyr í samfélaginu. Í annan stað er ekki sýnt fram á að salan og framsalssamningurinn muni bæta stöðu Leigufélagas Hvamms ehf., heldur þvert á móti skaða félagið. Fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar munu óska eftir stjórnsýsluúttekt á málinu í heild sinni til ráðuneytis sveitarstjórnarmála svo ekki leiki nokkur vafi á um að góðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir.
Er þar átt við sölu á bílkjallara, framsalssamningi um lóðarréttindi o.fl. sem tengist málinu.
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir rúmum 10 árum var lagt af stað með uppbyggingu við Útgarð 4 hvar Dvalarheimili aldraðra bar ábyrgð á uppbyggingu eignaríbúða sem byggja átti fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri á Húsavík og selja á opnum markaði. Því miður enduðu þau áform þannig að sveitarfélögin fengu þá byggingu í fangið vegna þeirrar stöðu sem efnahagshrunið 2008 skapaði. Aldrei voru neinar íbúðir seldar í því húsi, heldur hafa þær verið leigðar á opnum markaði til eldri borgara allt frá því ljóst varð að sveitarfélögin sætu uppi með eignina.
Nú hyllir í upphaf framkvæmda við afar mikilvæga viðbót í íbúðaflóruna í bænum, byggingu íbúða fyrir eldri aldurshópa á Húsavík við Útgarð 6 til 8, hvar áformað er að reisa 18 smáar og millistórar íbúðir í fjölbýlishúsi sem fara í sölu á opnum markaði. Það er gleðiefni að öflugir verktakar á svæðinu geti nú fljótlega hafist handa við nauðsynlega frekari fjölgun íbúða á Húsavík, sérstaklega fyrir aldurshópinn 55 ára og eldri sem meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings telur að skapi afar jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn á Húsavík. Greiningar og gögn um stöðu húsnæðismarkaðarins á Húsavík benda eindregið til þess að skynsamlegt sé að smáum og meðalstórum íbúðum fjölgi og er verkefnið við Útgarð ein leið til þess að svo geti orðið. Meirihluti sveitarstjórnar fagnar því einróma ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs þess efnis að hliðra til minniháttar deiliskipulagsákvæðum til samræmis við óskir lóðarhafa um uppbyggingu fjölbýlishússins.
Það eru spennandi tímar framundan í Norðurþingi þegar kemur að eflingu og uppbyggingu búsetuúrræða og hjúkrunarrýma fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu. Vonandi tekst að koma uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis austan Hvamms af stað á næstu misserum sem skapar spennandi kosti til uppbyggingar frekari búsetuúrræða, t.d. í formi búseturéttaríbúða fyrir eldra fólk, í Hvammi.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti tillögunni.
22.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201807025Vakta málsnúmer
Ræddar voru hugmyndir að helstu áhersluliðum við endurskoðun skipulagsins. Ráðið telur að fyrirliggjandi verkefnistillaga ráðgjafa innifeli a.m.k. flesta þá þætti sem ráðið telur tilefni til að endurskoða í nýju aðalskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.
Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 er enn í gangi og ekki liggur fyrir fullmótaðir útgjaldarammar málaflokka leggjum við til að fresta afgreiðslu málsins og vinna tillöguna inn í endanlega fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir sveitarstjórn við síðari umræðu.
Tillaga Guðbjarts er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Hjálmars, Hrundar, Kristjáns og Óla.
Bergur og Guðbjartur sátu hjá.
23.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að breytingum samþykktar um hunda- og kattahald breytt þannig að lausaganga katta verði leyfð í þéttbýli. Ráðið, áður framkvæmdanefnd, hefur ítrekað tekið samþykktina fyrir og sömuleiðis sveitarstjórn þar sem niðurstaðan hefur allt frá árinu 2008 verið sú að í gildi skuli vera bann við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi. Lagt er til við sveitarstjórn Norðurþings að ákvörðun sveitarstjórnar um að fella niður bann við lausagöngu katta verði afturkölluð og samþykktin standi með þeim breytingum sem lagðar voru til á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Hjálmars Boga óskar bókað:
Í upphafi skal nefna að skipulags- & framkvæmdaráði (áður framkvæmdanefnd) hefur ekki borist erindi þar sem óskað er eftir breytingu á samþykktinni sem felur í sér að lausaganga katta sé heimiluð í þéttbýli. Í annan stað eru sveitarfélög hringinn í kringum landið að reyna að sporna við lausagöngukatta í þéttbýli og jafnvel banna slíkt. Lausaganga katta hefur verið bönnuð í þéttbýli í Norðurþingi í 10 ár. Engin rök né beiðni, eins og áður segir, hafa komið fram sem kalla á breytingu á samþykkt sem heimilar lausagöngu katta í þéttbýli.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, ritaði grein sem birtist í Skarpi 27. september s.l. þar sem hann fer yfir veigamikil rök gegn lausagöngu katta í þéttbýli. Tek ég heilshugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram og vísa til greinarinnar varðandi rökstuðning fyrir áframhaldandi banni við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi.
Tillaga Hjálmars Boga eru samþykkt með atkvæðum Gísla Þórs, Hjálmars Boga, Kolbrúnar Ödu og Kristins Jóhanns.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til við sveitarstjórn Norðurþings að ákvörðun sveitarstjórnar um að fella niður bann við lausagöngu katta verði afturkölluð og samþykktin standi með þeim breytingum sem lagðar voru til á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum með atkvæðum Bergs, Benónýs, Guðbjarts, Heiðbjartar, Helenu, Hrundar og Hjálmars.
Kristján og Óli greiddu atkvæði á móti tillögunni.
Óli leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir marga er það mikill léttir að upplifa þann viðsnúning sem er að eiga sér stað meðal kjörinna fulltrúa Norðurþings í málefnum katta. Öryggi íbúa hefur nú verið tryggt á ný með endurvakningu lausagöngubanns kattanna í þéttbýlinu, en fyrirhuguð aflétting bannsins frá síðasta fundi virðist hafa valdið miklum titringi, ótta og jafnvel ringulreið í samfélaginu. Kötturinn er jú varasöm skepna sem getur ekki skýlt sér á bak við það eitt að hafa gengið laus í þúsund ár án skaða. Miklu lengri tíma þarf til að meta mögulegan skaða af lausagöngunni.
Fyrir heimilisketti Norðurþings, og bræður þeirra sem kunna að hafa íhugað flutning í þéttbýlissollinn, er nú bara eitt að gera; flytja alfarið í dreifbýlið út í guðs græna náttúruna þar sem lausagangan hefur frá landnámi verið að fullu heimil, t.d. í Kelduhverfið þar sem smjör drýpur af hverju strái. Að gefnu tilefni er lagt til að sveitarstjórn Norðurþings snúi sér hið fyrsta að öðrum aðgerðum af svipuðum toga og hér er rætt um. Til að mynda því makalausa stefnuleysi sem ríkir í lausagöngu ísbjarna í sveitarfélaginu.“
Óli Halldórsson og Kristján Þór Magnússon.
24.Beiðni um lóðarstofnun undir íbúðarhús í landi Klifshaga 2, Öxarfirði
Málsnúmer 201809048Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.
25.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum V - lista vegna tímabundis leyfis Óla Halldórssonar, frá 1. nóvember 2018 til 31. janúar 2019.
Í byggðarráð kemur Kolbrún Ada Gunnarsdóttir inn sem formaður og Sif Jóhannesdóttir sem varamaður.
Í skipulags- og framkvæmdaráði kemur Sif Jóhannesdóttir sem aðalmaður og Röðull Reyr Kárason sem varamaður.
Í fjölskylduráði kemur Berglind Hauksdóttir inn sem aðalmaður og Guðmundur Halldór Halldórsson sem varamaður.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar.
26.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina.
27.Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum
Málsnúmer 201810124Vakta málsnúmer
Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn fresti málinu eða því vísað frá.
Tillagan er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði með tillögunni.
Óli Halldórsson, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu:
Sveitarstjórn Norðurþings lýsir ánægju með fram komna tillögu að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu. Jökulsá á Fjöllum er meðal verðmætustu náttúrufyrirbrigða Íslands og um leið eitt af höfuðdjásnum náttúru Norðurþings sem standa ber vörð um með öllum ráðum. Sveitarstjórn bendir á mikilvægi þess að byggð geti þróast áfram við Jökulsá á Fjöllum með hefðbundnum landnytjum og nýjum tækifærum í kjölfar samgöngubóta en lýsir eindregnum stuðningi við friðlýsingu Jökulsár fyrir vatnsaflsvirkjunum. Bent er á mikilvægi þess að haft verði samráð við landeigendur á svæðinu við vinnslu málsins, m.a. við ákvörðun svæðismarka.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur og Guðbjartur greiddu atkvæði á móti tillögunni. Hjálmar og Hrund sátu hjá.
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn óski eftir umsögn Orkuveitu Húsavíkur um málið.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Guðbjarts, Kristjáns, Hjálmars og Hrundar.
Benóný, Helena, Heiðbjört og Óli sátu hjá.
28.Umhverfisstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
málaflokk af einu af mikilvægari málum hvers samfélags. Umhverfisstefna hefur til þessa ekki verið til
fyrir sveitarfélagið Norðurþing og því mikilvægt að koma vinnu við slíka stefnu af stað. Umhverfisstefna
þarf að miða að því að setja fram metnaðarfulla sýn til næstu ára á sviði umhverfismála í Norðurþingi
og koma sveitarfélaginu í leiðandi hlutverk í umhverfismálum á landsvísu. Með þessum hætti auka
lífsgæði og skapa um leið jákvæðari ímynd fyrir sveitarfélagið.
Hjálmar Bogi, fulltrúi B-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn vísar málinu í skipulags- og framkvæmdaráð sem fer með umhverfismál til afgreiðslu.
Tillaga Hjálmars er felld með atkvæðum Benónýs, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæðu með tillögunni.
Óli Halldórsson, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn hefji vinnu við gerð Umhverfisstefnu Norðurþings. Megin efnisatriði sem áætlunin fjalli um verði neysla/úrgangur, þjóðgarðar/friðlýst svæði, ágengar tegundir, skógrækt, auðlindir/virkjanir, orkumál, samgöngur, loftslagsmál. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga Náttúrustofu Norðausturlands um verkefnið. Stefnt verði að því að gerður verði tímabundinn samningur við náttúrustofuna um utanumhald og framkvæmd verkefnisins og vinnu við drög að umhverfisstefnu sem innifeli metnaðarfull og raunhæf markmið ásamt tillögum að aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Stefnt verði að því að umhverfisstefnan verði tilbúin snemma árs 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Tillaga Óla er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæðu á móti tillögunni.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.