Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Útgarðs

Málsnúmer 201808025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Útgarði 4. Breytingar felast í stækkun byggingarreits vegna fyrirliggjandi hugmynda að uppbyggingu, breytt skilgreining á aldri notanda íbúða og breytt staðsetning sorpgeymsla.
Fulltrúar minnihluta leggja til að hugtakið eldri borgarar verði áfram notað í skipulaginu á Útgarði 4-8. Þannig verði tryggt að svæðið sé áfram skipulagsreitur ætlaður eingöngu eldri borgurum sem þurfa á lítilli eða engri hjúkrunarþjónustu að halda.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar tillögu minnihluta og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar eins og hún er lögð fram.



Sveitarstjórn Norðurþings - 83. fundur - 21.08.2018

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Fulltrúar minnihluta leggja til að hugtakið eldri borgarar verði áfram notað í skipulaginu á Útgarði 4-8. Þannig verði tryggt að svæðið sé áfram skipulagsreitur ætlaður eingöngu eldri borgurum sem þurfa á lítilli eða engri hjúkrunarþjónustu að halda.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar tillögu minnihluta og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar eins og hún er lögð fram.



Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 12. fundur - 16.10.2018

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags lóðarinnar að Útgarði 4. Athugasemdir bárust frá Félagi eldri borgara á Húsavik sem studdar eru undirritunum 80 félaga.

Athugasemdir eru settar fram í þremur tölusettum liðum:

1. Félagið telur algerlega óviðunandi að lækka aldursviðmið íbúa í 55 ár, og vilja að áfram verði viðmiðið "eldri borgarar" eins og gildandi deiliskipulag gengur út frá. Umræða í þjóðfélaginu nú liggur frekar í að hækka viðmiðunaraldur eldriborgara en lækka.

2. Félagið telur verulega annmarka á að heimila háhýsi svo nærri Pálsgarði og að húsið muni þrengja of mikið að SA-horni lóðarinnar. Það muni valda óhagræði í gönguleiðum og þrengja með óásættanlegum hætti sjónarhorn umferðar á fjölförnum gatnamótum. Ennfremur muni staðsetning húss gera snjómokstur og geymslu á snjó mun erfiðari en ef byggingarreit er haldið óbreyttum frá gildandi deiliskipulagi.

3. Félagið telur varhugavert að selja bílakjallara undan núverandi fjölbýlishúsi við Útgarð til einkaaðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi komið fram í bréfi Félags eldri borgara rökstuðningur fyrir því af hverju sé óviðunandi að breyta aldursviðmiði í 55 ár. Ráðið leggur því til að breytingin standi eins og hún var kynnt.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið Félags eldri borgara um að þriggja hæða hús þrjá metra frá götunni Pálsgarði þrengi að gatnamótum Auðbrekku og Pálsgarðs, enda eru þau í meira en 20 m fjarlægð frá húsinu. Ráðið telur einnig að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á gönguleiðir og snjómokstur. Ráðið leggur því til að byggingarreit verði breytt til samræmis við þær hugmyndir sem kynntar voru.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur sölu á bílakjallara óviðkomandi ákvæðum deiliskipulags og tekur því ekki afstöðu til þessa liðar.


Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Á 12. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi komið fram í bréfi Félags eldri borgara rökstuðningur fyrir því af hverju sé óviðunandi að breyta aldursviðmiði í 55 ár. Ráðið leggur því til að breytingin standi eins og hún var kynnt.

2. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið Félags eldri borgara um að þriggja hæða hús þrjá metra frá götunni Pálsgarði þrengi að gatnamótum Auðbrekku og Pálsgarðs, enda eru þau í meira en 20 m fjarlægð frá húsinu. Ráðið telur einnig að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á gönguleiðir og snjómokstur. Ráðið leggur því til að byggingarreit verði breytt til samræmis við þær hugmyndir sem kynntar voru.

3. Skipulags- og framkvæmdaráð telur sölu á bílakjallara óviðkomandi ákvæðum deiliskipulags og tekur því ekki afstöðu til þessa liðar.


Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján og Guðbjartur.

Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar leggjast gegn skipulagsbreytingum meirihlutans við Útgarð, þ.e. að lækka aldursviðmið í 55 ár í stað þess að miða við hugtakið eldri borgari. Hlutfall aldraðra af mannfjöldanum hefur og mun aðeins hækka í náinni framtíð. Öldruðum fjölgaði um 5% á árinum 2010 til 2015 og mun fjölga um 15% frá árinu 2015 til 2020.
Hvatinn að skipulagsbreytingum er sala á bílkjallara og áhugi á uppbyggingu íbúða á einkamarkaði. Í samningi um framsal lóðarréttinda að Útgarði 6 til 8 milli Leigufélags Hvamms ehf. sem seljanda og Arctic Edge Consulting sem kaupanda má lesa í 3. málsgrein 5. greinar eftirfarandi: "Hafi framkvæmdir ekki hafist á byggingarreitnum fyrir 1. október 2018 fellur heimilid kaupanda, eða sérstaks byggingarfélags á hans vegum, samkvæmt samningi þessum niður". Framkvæmdir eru ekki hafnar og því samningurinn fallinn úr gildi. Ljóst má vera að málið er afar umdeilt og mætir miklum mótbyr í samfélaginu. Í annan stað er ekki sýnt fram á að salan og framsalssamningurinn muni bæta stöðu Leigufélagas Hvamms ehf., heldur þvert á móti skaða félagið. Fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar munu óska eftir stjórnsýsluúttekt á málinu í heild sinni til ráðuneytis sveitarstjórnarmála svo ekki leiki nokkur vafi á um að góðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir.
Er þar átt við sölu á bílkjallara, framsalssamningi um lóðarréttindi o.fl. sem tengist málinu.


Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir rúmum 10 árum var lagt af stað með uppbyggingu við Útgarð 4 hvar Dvalarheimili aldraðra bar ábyrgð á uppbyggingu eignaríbúða sem byggja átti fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri á Húsavík og selja á opnum markaði. Því miður enduðu þau áform þannig að sveitarfélögin fengu þá byggingu í fangið vegna þeirrar stöðu sem efnahagshrunið 2008 skapaði. Aldrei voru neinar íbúðir seldar í því húsi, heldur hafa þær verið leigðar á opnum markaði til eldri borgara allt frá því ljóst varð að sveitarfélögin sætu uppi með eignina.
Nú hyllir í upphaf framkvæmda við afar mikilvæga viðbót í íbúðaflóruna í bænum, byggingu íbúða fyrir eldri aldurshópa á Húsavík við Útgarð 6 til 8, hvar áformað er að reisa 18 smáar og millistórar íbúðir í fjölbýlishúsi sem fara í sölu á opnum markaði. Það er gleðiefni að öflugir verktakar á svæðinu geti nú fljótlega hafist handa við nauðsynlega frekari fjölgun íbúða á Húsavík, sérstaklega fyrir aldurshópinn 55 ára og eldri sem meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings telur að skapi afar jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn á Húsavík. Greiningar og gögn um stöðu húsnæðismarkaðarins á Húsavík benda eindregið til þess að skynsamlegt sé að smáum og meðalstórum íbúðum fjölgi og er verkefnið við Útgarð ein leið til þess að svo geti orðið. Meirihluti sveitarstjórnar fagnar því einróma ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs þess efnis að hliðra til minniháttar deiliskipulagsákvæðum til samræmis við óskir lóðarhafa um uppbyggingu fjölbýlishússins.
Það eru spennandi tímar framundan í Norðurþingi þegar kemur að eflingu og uppbyggingu búsetuúrræða og hjúkrunarrýma fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu. Vonandi tekst að koma uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis austan Hvamms af stað á næstu misserum sem skapar spennandi kosti til uppbyggingar frekari búsetuúrræða, t.d. í formi búseturéttaríbúða fyrir eldra fólk, í Hvammi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti tillögunni.