Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13

Málsnúmer 1810008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 8 "Skútaberg ehf. óskar stöðuleyfis fyrir vinnubúðaeiningar á Dvergabakka": Kristján, Bergur, Óli, Guðbjartur og Hjálmar.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs frá 13. fundi ráðsins varðandi beiðni Skútabergs ehf., þess efnis að samþykkja leyfi fyrir vinnubúðum á Bakka til loka apríl 2019, verði afturkölluð. Einnig að sveitarstjórn álykti til mótvægis að hún muni líta jákvæðum augum til samskonar erindis sem kæmi frá PCC BakkiSilicon hf. um framlengingu gildandi lóðarsamnings um vinnubúðirnar við Dvergabakka, dagsettan 1. október 2015 með síðari viðaukum. Sú framlenging yrði um aðrar lóðir en Dvergabakka 4 vegna bygginga merktra C & D, en samningur um lóðir undir nefndar byggingar hefur þegar verið framlengdur til 31. desember 2021.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.