Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

25. fundur 05. mars 2019 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 1-5.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 1-3.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 5-7.
Gaukur Hjartarson byggingar- og skipulagsstjóri sat fundinn undir lið 6-15.

1.Yfirferð og eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201902079Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkta framkvæmdaáætlun, staðan á verkefnum rædd og ófyrirsjáanlegar framkvæmdir kynntar.
Tillaga.
Undirritaðir leggja til að uppbyggingu við skíða- og útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk verði hraðað s.s. með flutningi á núverandi lyftum á svæðið eða kaupum á lyftu. Fjármagn verði sett í verkið á framkvæmdaáætlun árið 2019 en í staðinn verði öðrum framkvæmdum frestað eða verkáætlun breytt.

Nauðsynlegir innviðir til uppbyggingar á skíðasvæði við Reyðarárhnjúk hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum. Kominn er heilsársvegur að svæðinu og þá hefur bæði verið lagt fyrir rafmagni og vatni. Skíðaíþróttir njóta mikilla vinsælda hjá ungum sem öldnum íbúum líkt og góð mæting í Melalyftuna undanfarið ber glöggt vitni. Ákall íbúa um hröðun aðgerða við útivistarsvæði Reyðarárhnjúks hefur í kjölfarið verið afar áberandi. Undirritaðir telja því fulla ástæðu til þess að bæta flutningi eða kaupum á skíðalyftum upp í Reyðarárhnjúk á framkvæmdaáætlun 2019.

Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar tillögunni og telur ekki rými í framkvæmdaáætlun til að fara í verkið að svo stöddu nema að hætta við aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir. Meirihluti ráðsins tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og forvinna vegna deiliskipulags er í gangi. Nauðsynlegt er að vita kostnað við færslu lyftunnar eða kaup á nýrri áður en þessi tillaga yrði samþykkt.
Guðmundur Halldór, Kristinn Jóhann og Silja.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fresta jarðvegsvinnu við golfskálann þar til á næsta ári vegna praktískra ástæðna.

2.Yfirferð og eftirfylgni með viðhaldsáætlun

Málsnúmer 201902081Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkta viðhaldsáætlun, staðan á viðhaldi rædd og ófyrirsjáanlegt viðhald kynnt.
Lagt fram til kynningar.

3.Ásgata 1 Raufarhöfn Aðstaða Félags Eldri borgara á Raufarhöfn

Málsnúmer 201902072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Félagi Eldri borgara(FER) á Raufarhöfn. Óskað er eftir því að peningum verði varið í viðhald á húsnæði sveitarfélagsins á Ásgötu 1. Einnig óskar FER eftir því að gerður verði skriflegur húsaleigusamningur um afnot húsnæðisins en félagið nýtir húsnæðið undir starfsemi sína.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki ráðlegt að setja fjármagn í viðhald á húsinu en vill eiga fund með eldri borgurum um framtíðarmöguleika á húsnæði undir starfsemi þeirra á Raufarhöfn.

4.Samningur um malbikun 2019.

Málsnúmer 201902095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Norðurþings og Malbikun Akureyrar ehf. um einingaverð vegna malbikunarframkvæmda fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Hirðing opinna svæða 2019

Málsnúmer 201903003Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur til kynningar verklag á hirðingu opinna svæða 2019. Kynnt verður sérstaklega hvernig vinna við slátt verður hagað á komandi vertíð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikana á verktöku við slátt og hirðingu.

6.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Vinnuhópur hittist fimmtudaginn 21.2.2019 og setti upp verkplan sem kynnt verður fyrir ráðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð líst vel á uppleggið og óskar eftir fjármunum frá byggðarráði í vinnuna.

7.Hundasvæði á Húsavík.

Málsnúmer 201902041Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá kostnaðar- og rekstraráætlun og gera áhættugreiningu fyrir hundasvæði og stefnt er að því að það svæði verði á Flatarholti eða við Hvamm við Búðará."
Búið er að vinna frum kostnaðar- og rekstraráætlun og gera áhættugreiningu fyrir hundasvæði við Flatarholt og Hvamm og er hún lögð fyrir nefnd.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að fara í framkvæmdina.

8.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Erindi var áður til umfjöllunar á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Nú liggur fyrir breytt tillaga að fyrirkomulagi innan lóðar að Grundargarði 2. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum skipulagsins, sem eingöngu snúa að breytingum byggingarréttar að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fullvinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir.

9.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201807025Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 var tekin ákvörðun um að veita fjármagni til endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings. Ákveða þarf næstu skref þar að lútandi. Búið er að ákveða að fara í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings og ákveða þarf næstu skref.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja forsendugreiningu og gerð skipulagslýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags til samræmis við framlögð gögn á fundinum.

10.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar út úr Oddsstöðum

Málsnúmer 201903001Vakta málsnúmer

Landeigendur Oddsstaða á Melrakkasléttu óska eftir samþykki fyrir stofnun 1,31 ha lóðar undir gamla íbúðarhúsinu að Oddsstöðum. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur. Ný lóð fái heitið Oddsstaðir 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og nafn hennar verði samþykkt.

11.Umsókn um stofnun lóðar út úr Vatnsenda

Málsnúmer 201903002Vakta málsnúmer

Landeigendur Vatnsenda á Melrakkasléttu óska eftir samþykki fyrir stofnun 1 ha lóðar undir gamla íbúðarhúsinu að Vatnsenda. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur. Ný lóð fái heitið Vatnsendi 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og nafn hennar verði samþykkt.

12.Umsókn um lóð að Lyngbrekku 8

Málsnúmer 201902082Vakta málsnúmer

Hoffell ehf. óskar eftir úthlutun byggingarlóðarinnar að Lyngbrekku 8 á Husavik.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hoffelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngbrekku 8.

13.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Dettifoss Guesthouse, Lundi

Málsnúmer 201903007Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til handa Stóranúpi ehf. til reksturs gististaðar í flokki IV sem stærra gistiheimili í Dettifoss Guesthouse við Lund í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

14.Umhverfis og samgöngunefnd: Til umsagnar, 542. mál frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.)

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Alþingi, Umhverfis og samöngunefnd: Til umsagnar, 542. mál frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl.
Lagt fram til kynningar.

15.Ásgata 10 Raufarhöfn

Málsnúmer 201702112Vakta málsnúmer

Snæbjörn Magnússon hefur óskað eftir að Norðurþing gefi út afsal vegna eignarinnar Ásgötu 10 á Raufarhöfn. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til kröfu Snæbjarnar m.t.t. fyrirliggjandi kaupsamnings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gefa út afsal til Snæbjarnar vegna Ásgötu 10. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að ekki sé búið að ljúka utanhúss framkvæmdum líkt og samningur kveður á um.

Fundi slitið - kl. 16:00.