Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík

Málsnúmer 201902065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019

FaktaBygg óskar umsagnar um mögulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 vegna uppbyggingar tveggja fjórbýlishúsa að Grundargarði 2 og 5 íbúða raðhúss að Ásgarðsvegi 27. Fyrir liggja rissmyndir af hönnun húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið í breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Ráðið telur þó ekki að tillaga að skipulagi lóðar að Grundargarði 2 sé ásættanleg gagnvart lóðum að Grundargarði 4 og 6 og telur því að leita þurfi annarrar lausnar þar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019

Erindi var áður til umfjöllunar á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Nú liggur fyrir breytt tillaga að fyrirkomulagi innan lóðar að Grundargarði 2. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum skipulagsins, sem eingöngu snúa að breytingum byggingarréttar að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fullvinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 til samræmis við umræður á síðasta fundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan eins og hún var lögð fram verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 til samræmis við umræður á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan eins og hún var lögð fram verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tók: Silja.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019

Nú er lokið kynningarfresti vegna breytingar deiliskipulags athafnasvæðis Í5 á Húsavík. Athugasemdir bárust frá Daníel Chandrachur Annisius og Alexia Annisius Askelöf með bréfi mótteknu 8. maí:

1) Daníel og Alexia telja leikvöllinn á sameiginlegu svæði lóðanna að Grundargarði 2, 4 og 6 mikilvægan og leggjast því gegn því að byggingarreitur skerði hann eins og tillagan gerir ráð fyrir.

2) Daníel og Alexia telja að umferð muni aukast verulega vegna uppbyggingar tveggja fjögurra íbúða húsa að Grundargarði 2 og raðhúss að Ásgarðsvegi 27. Skoða beri uppbyggingu á svæðinu m.t.t. allra þátta, s.s. öryggismála, aðkomu neyðarbíla, brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs.

3) Daníel og Alexia telja heppilegra að halda í fyrri skipulagshugmyndir um umfangsmikið opið rými milli Grundargarðs 2, 4 og 6 sem muni stuðla að betri lífsgæðum íbúa og auknum gæðum íbúða.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 11. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1) Ráðið telur að þrátt fyrir breytingar á byggingarreit Grundargarðs 2 verði enn skilið eftir nægilegt rými fyrir sameiginlegan leikvöll milli húsa.

2) Tillaga að skipulagsbreytingu gengur ekki út frá auknu byggingarmagni eða fjölgun íbúða. Ráðið telur því að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á magn umferðar. Ennfremur telur ráðið að skipulagsbreytingin hafi óveruleg áhrif á öryggismál, aðkomu neyðarbíla og brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs frá gildandi deiliskipulagi.

3) Skipulagsbreytingin er líkleg til að skerða nokkuð stærð þess svæðis sem skapast milli húsa að Grundargarði 2, 4 og 6. Á hinn bóginn gerir skipulagsbreytingin ekki ráð fyrir auknu byggingarmagni innan lóðarinnar að Grundargarði 2. Því telur ráðið að breytingin sé ekki líkleg til að skerða lífsgæði íbúa eða gæði íbúða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1) Ráðið telur að þrátt fyrir breytingar á byggingarreit Grundargarðs 2 verði enn skilið eftir nægilegt rými fyrir sameiginlegan leikvöll milli húsa.

2) Tillaga að skipulagsbreytingu gengur ekki út frá auknu byggingarmagni eða fjölgun íbúða. Ráðið telur því að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á magn umferðar. Ennfremur telur ráðið að skipulagsbreytingin hafi óveruleg áhrif á öryggismál, aðkomu neyðarbíla og brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs frá gildandi deiliskipulagi.

3) Skipulagsbreytingin er líkleg til að skerða nokkuð stærð þess svæðis sem skapast milli húsa að Grundargarði 2, 4 og 6. Á hinn bóginn gerir skipulagsbreytingin ekki ráð fyrir auknu byggingarmagni innan lóðarinnar að Grundargarði 2. Því telur ráðið að breytingin sé ekki líkleg til að skerða lífsgæði íbúa eða gæði íbúða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tók;
Silja.

Tillagan samþykkt samhljóða