Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Ungmennaráð Norðurþings 2019-2020
Málsnúmer 201902090Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað á 30. fundi fjölskylduráðs;
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög. Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn. Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög. Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn. Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og kynnti verkefnið.
Til máls tóku; Örlygur, Silja og Heiðar
Örlygur leggur til að málinu verði vísað aftur til umræðu í fjölskylduráði.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku; Örlygur, Silja og Heiðar
Örlygur leggur til að málinu verði vísað aftur til umræðu í fjölskylduráði.
Samþykkt samhljóða
2.Bókun vegna reksturs Leigufélags Hvamms rekstrarárið 2019
Málsnúmer 201905046Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað á 289. fundi byggðarráðs Norðurþings;
Fyrir byggðarráði liggur ósk stjórnar Leigufélagsins Hvamms um yfirlýsingu sveitarstjórnar Norðurþings varðandi áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins á árinu 2019.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2019 verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2018 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 55,4 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 27,5% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,83. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár, 2019.
Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að styðja við Leigufélag Hvamms á yfirstandandi rekstrarári.
Fyrir byggðarráði liggur ósk stjórnar Leigufélagsins Hvamms um yfirlýsingu sveitarstjórnar Norðurþings varðandi áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins á árinu 2019.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2019 verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2018 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 55,4 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 27,5% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,83. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár, 2019.
Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að styðja við Leigufélag Hvamms á yfirstandandi rekstrarári.
Bókun byggðarráðs samþykkt samhljóða.
3.Ársreikningur Norðurþings 2018
Málsnúmer 201904002Vakta málsnúmer
Ársreikningurinn er lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Kristján Þór fór yfir ársreikninginn.
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun;
Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir yfir ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Niðurstaðan er staðfesting á að vel hafi tekist til við að koma sveitarfélaginu í sóknarstöðu í kjölfar uppbyggingar atvinnulífsins á síðustu árum. Íbúafjölgunin á síðustu árum er afar jákvæð á sama tíma og okkur hefur tekist að halda stöðugildafjölda hjá sveitarfélaginu nánast óbreyttum þrátt fyrir aukið álag. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og lántökum verið haldið í lágmarki. Ársreikningurinn sýnir að helstu kennistærðir í rekstri sveitarfélagins eru vel ásættanlegar. Skuldahlutfall samstæðunnar er komið niður í 71% í A-hluta samstæðunnar og 94% í A og B samantekið. Skuldir hafa aðeins aukist um 0,2% í A-hluta og 2,4% í samstæðunni frá árinu 2015, á meðan að rekstrartekjur hafa aukist um 40% yfir sama tímabil. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins sem stóðu sig vel á síðasta ári við að veita góða þjónustu í samræmi við það fjármagn sem áætlanir sveitarstjórnar gerðu ráð fyrir. Mannauður Norðurþings er forsenda fyrir áframhaldandi góðum rekstri og eflingu þjónustu við íbúa.
Kristján Þór Magnússon
Örlygur Hnefill Örlygsson
Heiðbjört Ólafsdóttir
Óli Halldórsson
Silja Jóhannesdóttir
Til máls tók; Óli
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði,
hann samþykktur með atkvæðum meirihluta, minnihluti sveitarstjórnar sat hjá.
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun;
Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir yfir ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Niðurstaðan er staðfesting á að vel hafi tekist til við að koma sveitarfélaginu í sóknarstöðu í kjölfar uppbyggingar atvinnulífsins á síðustu árum. Íbúafjölgunin á síðustu árum er afar jákvæð á sama tíma og okkur hefur tekist að halda stöðugildafjölda hjá sveitarfélaginu nánast óbreyttum þrátt fyrir aukið álag. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og lántökum verið haldið í lágmarki. Ársreikningurinn sýnir að helstu kennistærðir í rekstri sveitarfélagins eru vel ásættanlegar. Skuldahlutfall samstæðunnar er komið niður í 71% í A-hluta samstæðunnar og 94% í A og B samantekið. Skuldir hafa aðeins aukist um 0,2% í A-hluta og 2,4% í samstæðunni frá árinu 2015, á meðan að rekstrartekjur hafa aukist um 40% yfir sama tímabil. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins sem stóðu sig vel á síðasta ári við að veita góða þjónustu í samræmi við það fjármagn sem áætlanir sveitarstjórnar gerðu ráð fyrir. Mannauður Norðurþings er forsenda fyrir áframhaldandi góðum rekstri og eflingu þjónustu við íbúa.
Kristján Þór Magnússon
Örlygur Hnefill Örlygsson
Heiðbjört Ólafsdóttir
Óli Halldórsson
Silja Jóhannesdóttir
Til máls tók; Óli
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði,
hann samþykktur með atkvæðum meirihluta, minnihluti sveitarstjórnar sat hjá.
4.Húsnæðisáætlun Norðurþings
Málsnúmer 201811024Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað á 289. fundi byggðarráðs Norðurþings; Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir árin 2019-2026 með áorðnum breytingum og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Silja og Óli
Áætlunin samþykkt samhljóða
Áætlunin samþykkt samhljóða
5.OH Stefnumótun
Málsnúmer 201605121Vakta málsnúmer
Unnin hafa verið drög að stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf. og óskar Hilmar Gunnlaugsson, f.h. stefnumótunarhópsins eftir áliti sveitarstjórnar á drögunum.
Drögin lögð fram til kynningar
Til máls tóku;
Óli, Kristján Þór og Hafrún
Til máls tóku;
Óli, Kristján Þór og Hafrún
6.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri
Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir sem bárust.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:
1) Sýna veghelgunarsvæði (30 m frá miðlínu vegar) á uppdrætti.
2) Færa skipulagsmörk frá þjóðvegi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið í athugasemdum 2) og 3)en telur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni þeirra vegna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:
1) Sýna veghelgunarsvæði (30 m frá miðlínu vegar) á uppdrætti.
2) Færa skipulagsmörk frá þjóðvegi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið í athugasemdum 2) og 3)en telur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni þeirra vegna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan.
Til máls tók;
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða
7.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík
Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.
1) Ráðið telur að þrátt fyrir breytingar á byggingarreit Grundargarðs 2 verði enn skilið eftir nægilegt rými fyrir sameiginlegan leikvöll milli húsa.
2) Tillaga að skipulagsbreytingu gengur ekki út frá auknu byggingarmagni eða fjölgun íbúða. Ráðið telur því að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á magn umferðar. Ennfremur telur ráðið að skipulagsbreytingin hafi óveruleg áhrif á öryggismál, aðkomu neyðarbíla og brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs frá gildandi deiliskipulagi.
3) Skipulagsbreytingin er líkleg til að skerða nokkuð stærð þess svæðis sem skapast milli húsa að Grundargarði 2, 4 og 6. Á hinn bóginn gerir skipulagsbreytingin ekki ráð fyrir auknu byggingarmagni innan lóðarinnar að Grundargarði 2. Því telur ráðið að breytingin sé ekki líkleg til að skerða lífsgæði íbúa eða gæði íbúða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
1) Ráðið telur að þrátt fyrir breytingar á byggingarreit Grundargarðs 2 verði enn skilið eftir nægilegt rými fyrir sameiginlegan leikvöll milli húsa.
2) Tillaga að skipulagsbreytingu gengur ekki út frá auknu byggingarmagni eða fjölgun íbúða. Ráðið telur því að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á magn umferðar. Ennfremur telur ráðið að skipulagsbreytingin hafi óveruleg áhrif á öryggismál, aðkomu neyðarbíla og brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs frá gildandi deiliskipulagi.
3) Skipulagsbreytingin er líkleg til að skerða nokkuð stærð þess svæðis sem skapast milli húsa að Grundargarði 2, 4 og 6. Á hinn bóginn gerir skipulagsbreytingin ekki ráð fyrir auknu byggingarmagni innan lóðarinnar að Grundargarði 2. Því telur ráðið að breytingin sé ekki líkleg til að skerða lífsgæði íbúa eða gæði íbúða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tók;
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða
8.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll
Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið Umhverfistofnunar um að gera skuli grein fyrir fráveitu frá fyrirhuguðum mannvirkjum í skipulagsgreinargerð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar breytingar á texta greinargerðar þar að lútandi. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu.
Til máls tók;
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða.
9.Ósk um nýjan lóðarleigusamning fyrir Garðarsbraut 2.
Málsnúmer 201905040Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur vegna Garðarsbrautar 2 til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Guðmundur H. Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Guðmundur H. Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Óli Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri gerir grein fyrir ýmsum málum er varða verkefni, viðburði og fundi á vegum sveitarfélagsins undanfarinn mánuð.
Kristján Þór sagði frá því sem unnið hefur verið að og gert síðan á síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tók;
Örlygur.
Til máls tók;
Örlygur.
11.Fjölskylduráð - 30
Málsnúmer 1904010FVakta málsnúmer
Fundargerðin lögð fram til kynningar
12.Fjölskylduráð - 31
Málsnúmer 1905002FVakta málsnúmer
Til máls tók;
Kristján Þór, hann leggur til að málum nr. 9 og 10 verði vísað til staðfestingar á næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Kristján Þór, hann leggur til að málum nr. 9 og 10 verði vísað til staðfestingar á næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 30
Málsnúmer 1904004FVakta málsnúmer
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Byggðarráð Norðurþings - 288
Málsnúmer 1904011FVakta málsnúmer
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Byggðarráð Norðurþings - 289
Málsnúmer 1905003FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið nr. 2; Heiðar Hrafn, Kristján Þór, Óli og Silja.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Einnig óskaði forseti sveitarstjórnar eftir því að taka inn á dagskrá mál af fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs frá því fyrr um daginn. Fundarliði nr. 1, 2, 3 og 4. Samþykkt af öllum nema Óli Halldórsson sat hjá varðandi lið nr. 4.