Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll
Málsnúmer 201811120
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018
Fyrir liggur tillaga Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavik.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún var lögð fyrir.
Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018
Á 17. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún var lögð fyrir
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún var lögð fyrir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019
Nú er lokið kynningu á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll. Umsagnir hafa borist frá fimm aðilum:
1. Skipulagsstofnun bendir með bréfi dags. 10. janúar á:
1.1. Gera þarf grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum við framfylgd verkefnisins skv. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð.
1.2. Minnt er á ákvæði gr. 5.2 í skipulagsreglugerð um virka samvinnu við íbúa, umsagnaraðila og annara hagsmunaaðila í gegnum allt skipulagsferlið.
1.3. Bent er á að leita umsagnar hestamannafélaga á svæðinu vegna reiðstígs sem liggur í gegn um svæðið.
2. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en óskar eftir að fá skipulagstillögur til umsagnar á öllum stigum skipulagsins.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnir með bréfi dags. 7. janúar að ekki ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
4. Minjastofnun telur að vinna þurfi ítarlegri skráningu fornleifa á svæðinu en fyrir liggja og færa inn útlínur skráðra minja á skipulagsuppdrátt.
5. Umhverfisstofnun tilkynnir með bréfi dags. 10. janúar að stofnunin telji nægilega grein gerða fyrir verkefninu í skipulagslýsingu.
1. Skipulagsstofnun bendir með bréfi dags. 10. janúar á:
1.1. Gera þarf grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum við framfylgd verkefnisins skv. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð.
1.2. Minnt er á ákvæði gr. 5.2 í skipulagsreglugerð um virka samvinnu við íbúa, umsagnaraðila og annara hagsmunaaðila í gegnum allt skipulagsferlið.
1.3. Bent er á að leita umsagnar hestamannafélaga á svæðinu vegna reiðstígs sem liggur í gegn um svæðið.
2. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en óskar eftir að fá skipulagstillögur til umsagnar á öllum stigum skipulagsins.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnir með bréfi dags. 7. janúar að ekki ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
4. Minjastofnun telur að vinna þurfi ítarlegri skráningu fornleifa á svæðinu en fyrir liggja og færa inn útlínur skráðra minja á skipulagsuppdrátt.
5. Umhverfisstofnun tilkynnir með bréfi dags. 10. janúar að stofnunin telji nægilega grein gerða fyrir verkefninu í skipulagslýsingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna nýja fornleifaskráningu á skipulagssvæðinu og afla umsagnar hestamannafélagsins vegna tillögu að deiliskipulagi. Gerð verði í deiliskipulagstillögu grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019
Fyrir fundi liggur tillaga Arnhildar Pálmadóttur að deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöll á Húsavík vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfskála. Tillagan gengur fyrst og fremst út á að skilgreina lóð undir fyrirhugaða byggingu nýs golfskála og aðkomu að honum. Einnig er skilgreind lóð undir þjónustu sem tengst gæti starfsemi golfvallarins t.d. hótels. Við kynningu skipulagslýsingar kom fram athugasemd/ábending frá Minjaverði Norðurlands eystra um að fyrirliggjandi fornleifaskráning á svæðinu teldist ekki fullnægjandi á deiliskipulagsstigi. Því er horft til þess að skrá fornminjar á svæðinu þegar snjóa leysir í vor.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019
Fyrir fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs lá tillaga Arnhildar Pálmadóttur að deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöll á Húsavík vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfskála. Tillagan gengur fyrst og fremst út á að skilgreina lóð undir fyrirhugaða byggingu nýs golfskála og aðkomu að honum. Einnig er skilgreind lóð undir þjónustu sem tengst gæti starfsemi golfvallarins t.d. hótels. Við kynningu skipulagslýsingar kom fram athugasemd/ábending frá Minjaverði Norðurlands eystra um að fyrirliggjandi fornleifaskráning á svæðinu teldist ekki fullnægjandi á deiliskipulagsstigi. Því er horft til þess að skrá fornminjar á svæðinu þegar snjóa leysir í vor.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019
Nú er lokið kynningarfresti vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sem ekki gerir þó athugasemd við skipulagstillöguna. Umhverfisstofnun bendir á að öll fráveita skal fylgja reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 og telur mikilvægt að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála er í skipulagstillögunni. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 9. maí 2019 að ekki væru athugasemdir við framlagða tillögu af hálfu stofnunarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið Umhverfistofnunar um að gera skuli grein fyrir fráveitu frá fyrirhuguðum mannvirkjum í skipulagsgreinargerð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar breytingar á texta greinargerðar þar að lútandi. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu.
Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið Umhverfistofnunar um að gera skuli grein fyrir fráveitu frá fyrirhuguðum mannvirkjum í skipulagsgreinargerð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar breytingar á texta greinargerðar þar að lútandi. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu.
Til máls tók;
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Silja.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærð deiliskipulagsgögn fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík. Ný gögn felast í uppdrætti og greinargerð, hvorutveggja dags. 22. nóvember 2019. Færðar hafa verið inn á uppdrátt fornminjar skv. skráningu Fornleifastofnunar og greinargerð skipulagsins uppfærð til samræmis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019
Á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti Skipulags- og byggingarfulltrúi uppfærð deiliskipulagsgögn fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík. Ný gögn felast í uppdrætti og greinargerð, hvorutveggja dags. 22. nóvember 2019. Færðar hafa verið inn á uppdrátt fornminjar skv. skráningu Fornleifastofnunar og greinargerð skipulagsins uppfærð til samræmis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020
Skipulagsstofnun gerði með bréfi dags. 20. febrúar s.l. nokkrar athugasemdir við deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við golfvöllinn á Húsavík. Ennfremur liggur fyrir ný umsögn frá Minjastofnun Íslands dags. 10. mars, þar sem farið er fram á að tiltekin tóft innan skipulagssvæðis verði afmörkuð til verndar á framkvæmdastigi.
Skipulagsráðgjafi hefur lagfært skipulagið til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar og bætt inn í greinargerð setningu um verndun tiltekinna minja að ósk Minjastofnunar.
Skipulagsráðgjafi hefur lagfært skipulagið til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar og bætt inn í greinargerð setningu um verndun tiltekinna minja að ósk Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Hjálmar Bogi vék af fundi við þessa afgreiðslu.
Hjálmar Bogi vék af fundi við þessa afgreiðslu.
Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020
Á 61. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Samþykkt samhljóða.
Hjálmar vék af fundinum undir þessum lið.
Hjálmar vék af fundinum undir þessum lið.