Sveitarstjórn Norðurþings
1.Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald ofl.
Málsnúmer 201810094Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%
2.Byggðarráð Norðurþings - 275
Málsnúmer 1812005FVakta málsnúmer
3.Byggðarráð Norðurþings - 274
Málsnúmer 1812001FVakta málsnúmer
Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Á 274. fundi byggðaráðs bókaði Guðbjartur Ellert Jónsson um samning sveitarfélagsins og Norðursiglingar hf. um lúkningu skuldar vegna farþegagjalda. Eins og fram kemur í samkomulagi því sem vísað var til í bókuninni, þá viðhafði Norðursigling hf. allan áskilnað um að láta reyna á lögmæti gjaldsins fyrir dómstólum. Sveitarstjóri leggur til að málið verði tekið til umræðu og kynningar fyrir þeim sem fara með hagsmuni sveitarfélagsins. Lagt er til í kjölfar bókunarinnar og þeirrar opinberu umræðu sem henni hefur fylgt, að samantekt um málið og greining á þeim hagsmunum sem undir eru verði lögð fyrir. Stefnt skal á að kynna niðurstöðu slíkrar vinnu í upphafi nýs árs í byggðarráði Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Kristjáns.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
4.Byggðarráð Norðurþings - 273
Málsnúmer 1811009FVakta málsnúmer
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
5.Orkuveita Húsavíkur ohf - 184
Málsnúmer 1811008FVakta málsnúmer
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
6.Skipulags- og framkvæmdaráð - 17
Málsnúmer 1811012FVakta málsnúmer
7.Skipulags- og framkvæmdaráð - 16
Málsnúmer 1811005FVakta málsnúmer
8.Fjölskylduráð - 15
Málsnúmer 1811011FVakta málsnúmer
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
9.Fjölskylduráð - 14
Málsnúmer 1811010FVakta málsnúmer
Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Norðurþing samþykkti Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir sveitarfélagið árið 2016 sem hefur verið fylgt að mestu leyti. Áætlunin gildir til loka árs 2018 og því mikilvægt að hefja vinnu við áframhaldandi Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings strax á nýju ári.
Til máls tók undir lið 6 "Tillaga um spjaldtölvukaup": Hjálmar og Kolbrún Ada.
Til máls tók undir lið 7 "Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga": Guðbjartur.
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
10.Fjölskylduráð - 13
Málsnúmer 1811006FVakta málsnúmer
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
11.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar í nefndum og ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum E - lista vegna tímabundis leyfi Guðbjartar Ellert Jónssonar, frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2019.
Sem áheyrnarfulltrúi í byggðarráði kemur Hafrún Olgeirsdóttir og til vara er Kristján Friðrik Sigurðsson.
Í stað Hafrúnar Olgeirsdóttur, sem áheyrnarfulltrúa, í fjölskylduráði kemur Ásta Hermannsdóttir og í stað Elísar Orra Guðbjarstssonar sem varamaður kemur Hafrún Olgeirsdóttir.
Í stað Guðbjartar Ellert Jónssonar sem varamaður áheyrnarfulltrúa í skipulags- og framkvæmdaráði kemur Davíð Þórólfsson.
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga að 2. varaforseta í leyfi Óla Halldórssonar til 31. janúar 2019 verði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að 2. varaforseta.
12.Beiðni um leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 201810127Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða.
13.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
14.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í fjárhagsætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022 sem liggur fyrir sveitarstjórn Norðurþings til afgreiðslu kemur fram veruleg þensla í rekstri sveitarfélagsins. Tekjustofnar einir og sér standa ekki undir markmiðum meirihlutans og því þarf að reiða á lántökur með aukinni skuldasöfnun. Útsvarstekjur duga ekki fyrir launum og framlegðarhlutfall fer minnkandi á næstu árum. Ef forsendur tekna, vaxta og verðbólgu ganga ekki eftir er ljóst að allt önnur sviðsmynd birtist.
Sambland af þenslu útgjalda, óhóflegum fjárfestingum og framúrkeyrslum er eitruð blanda sem þrýstir á frekari tryggingu tekjustofna. Það þýðir að öllu óbreyttu þarf að sækja fjármagn í auknum mæli til íbúa og lögaðila samfélagsins með hækkun skatta og þjónustugjalda.
Það er miður að meirihlutinn hafi það ekki sem markmið að draga með skipulögðum hætti úr álögum eftir góð tekjuár vegna uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Það eru því vonbrigði að enn skuli viðhaldið hækkunum álaga á samfélagið. Jafnframt ber þess vott að fjárhagsáæltun Norðurþings 2019 sé síður en svo fjölskylduvæn.
Stefna meirihlutans sem kemur fram í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum felur í sér fyrirsjáanlegar íþyngjandi álögur á samfélagið. Jafnframt kemur fram í kennitölum rekstrar að fjárþörf tímabilsins sé rúmar eittþúsund sjöhundruð þrjátíu og fimm milljónir króna. Gangi þetta eftir er ljóst að sveitarfélagið mun þurfa að draga úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins þegar fram líða stundir. Þetta er verulegt áhyggjuefni.
Af framangreindu er ljóst að minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings getur ekki samþykkt framlagðar fjárhagsáætlanir.
Virðingafyllst
Bergur Elías Ágústsson
Guðbjartur Ellert Jónsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Norðurþings hófst að forminu til strax að afloknum kosningum. Unnið hefur verið með hliðsjón af viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti sveitarsjóðs verði rekinn með rúmlega 88 milljóna króna rekstrarafgangi og þá verði samstæða Norðurþings rekin með tæplega 142 milljón króna afgangi á næsta ári, ef að líkum lætur.
Tekjuáætlun fyrir árið 2019 er að mati meirihluta Norðurþings varfærin í ljósi þess að ekki er fullséð hvernig íbúaþróunin verður á næsta ári og mikil óvissa ríkir um kjarasamningaviðræður. Í áætlunini er ekki gert ráð fyrir nema 1,5% hækkun útsvars miðað við útkomuspá ársins 2018. Einnig er tekið tillit til mikillar hækkunar fasteignamats svo það velti ekki beint yfir á beinar álögur á íbúa. Benda má á að hækkun fasteignamats hefur verið 72,3% í Norðurþingi frá árinu 2017, og enn hærri ef horft er eingöngu til markaðarins á Húsavík.
Áætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði. Allt nefndarfólk hefur haft tækifæri og nægan tíma til að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri. Vinna hefur verið markviss undir stjórn stjórnenda Norðurþings og lítill ágreiningur komið fram um einstaka þætti áætlunarinnar í nefndum og ráðum. Þetta ferli við áætlunarvinnuna hefur reynst vel, en þó má gera betur til samræmingar á vinnulagi ráðanna og með hvaða hætti t.a.m. tekjur og launaáætlanir eru unnar.
Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir gott samstarf síðastliðið hálft ár á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Fjárhagsáætlun 2019 er samþykkt með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Bergur, Hjálmar og Hrund sátu hjá.
Guðbjartur greiðir atkvæði á móti.
Þriggja ára áætlun 2020-2022 er samþykkt með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Bergur, Hjálmar og Hrund sátu hjá.
Guðbjartur greiðir atkvæði á móti.
15.Álagning gjalda 2019
Málsnúmer 201810122Vakta málsnúmer
Útsvar 14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur
0,525%
B flokkur
1,32%
C flokkur
1,65%
Lóðaleiga 1
1,50%
Lóðaleiga 2
2,50%
Vatnsgjald:
A flokkur
0,100%
B flokkur
0,450%
C flokkur
0,450%
Holræsagjald:
A flokkur
0,100%
B flokkur
0,275%
C flokkur
0,275%
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2019 með aktvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi forsendur gjalda vegna fjárhagsáætlunar þriggja ára áætlunar 2020-2022 með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæði á móti.
16.Nafnasamkeppni vatnsrennibrautar
Málsnúmer 201811048Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð auglýsti nafnasamkeppni þann 23. nóvember og var opið fyrir tillögur til 7. desember.
Alls bárust 30 tillögur að fjölbreyttum og áhugaverðum nöfnum.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að nemendum Borgarhólsskóla verði falið að kjósa um nafn á nýrri rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Helstu notendur af nýrri rennibraut eru börnin og yngri kynslóðir. Leyfum þeim að kjósa sér nafn á brautina. Um leið skapast tækifæri til að kenna lýðræðisleg vinnubrögð og stuðla að ábyrgri þátttöku yngstu borgaranna í samfélaginu.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Legg til að nemendur allra grunnskóla Norðurþings kjósi um efstu 5 tillögurnar frá sveitarstjórn.
Kristján Þór Magnússon
Sveitarstjórn samhljóða tillögu Kristjáns.
Sveitarstjórn leggur til að kosið verði um eftirfarandi fimm tillögur og eru þær hér í stafrófsröð:
Bláa Þruman
Hringbraut
Laugarbraut
Laugarfleyta
Þeytingur
Sveitarstjórn vísar þessum tillögum til nemenda í grunnskólum Norðurþings.
17.Gjaldskrá sorphirðu 2019.
Málsnúmer 201810125Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem felur í sér 7% hækkun.
Á 275. fundi byggðarráðs þann 11.12.2018 vísaði ráðið álagningu gjalda fyrir árið 2019 til staðfestingar í sveitarstjórn með þeirri breytingu að sorphirðugjöld yrðu óbreytt frá fyrra ári.
Guðbjartur situr hjá.
18.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019
Málsnúmer 201810046Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá og fagnar þeim lækkunum sem þar koma fram.
Gjaldskráin verður sett á heimasíðu Norðurþings þegar hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019
Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi 23.10.2018 tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá þar sem áherslurnar eru að lækka álögur á smábátaútgerð. Mikilvægt er að umhverfi smábátaeigenda sé hvetjandi vegna fækkunar í greininni.
Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í 22. gr gjaldskrá hafna Norðurþings breytist texti; að í stað ,,innheimt farþegagjöld samkvæmt áætlun sem samsvarar 100 farþegum á bát á hverja ferð samkvæmt auglýstri áætlun fyrirtækis" verði ,,samkvæmt hámarks leyfislegs farþegafjölda fyrir hvern bát".
Setningin verður þá: ,,innheimt farþegagjöld samkvæmt áætlun samkvæmt hámarki um leyfilegan farþegafjölda fyrir hvern bát á hverja ferð samkvæmt auglýstri áætlun fyrirtækis"
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Guðbjarts samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá hafna 2019 með atkvæðum Heiðbjartar, Hjálmars, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Guðbjartur situr hjá.
Bergur greiðir atkvæði á móti.
19.Þjónustan Heim - Gjaldskrá 2019
Málsnúmer 201810032Vakta málsnúmer
ullt gjald fyrir hverja unna vinnustund er kr. 2.728.- frá 01.01.2019.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir:
Gjaldflokkur:
Allt að 239.484 kr pr. mán 0 kr/klst
Á bilinu 239.484 - 353.851 kr/mán
909 kr/klst
Á bilinu 353.851 - 411.034 kr/mán
1.364 kr/klst
Yfir 411.034 kr/mán
2.728 kr/klst
Tekjumörk hjóna kr/mán.
Allt að 359.226 kr/mán 0 kr/klst
Á bilinu 359.226 - 530.777 kr/mán 909 kr/klst
Á bilinu 530.777 - 616.552 kr/mán 1.364 kr/klst
Yfir 616.552 kr/mán
2.728 kr/klst
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er 239.484 pr. mán
Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Guðbjartur situr hjá.
20.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2019
Málsnúmer 201810037Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2018 - 2019
Vor 2019:
Einkatímar
60 mín.
47.088.-
50 mín.
43.724.-
40 mín.
35.877.-
30 mín.
30.270.-
20 mín.
24.665.-
Einkatímar með afslætti:
60 mín.
35.316.-
50 mín.
32.793.-
40 mín.
26.908.-
30 mín.
22.703.-
20 mín.
18.499.-
Tveir eða fleiri:
60 mín.
28.029.-
50 mín.
25.225.-
40 mín.
22.423.-
30 mín.
20.180.-
20 mín.
16.818.-
Tveir eða fleiri með afslætti:
60 mín.
21.022.-
50 mín.
18.920.-
40 mín.
16.818.-
30 mín.
15.135.-
20 mín.
12.613.-
21.árs og eldri:
60 mín.
61.626.-
50 mín.
49.891.-
40 mín.
47.088.-
30 mín.
40.361.-
20 mín.
35.877.-
21. árs og eldri með afslætti:
60 mín.
46.247.-
50 mín.
37.419.-
40 mín.
35.316.-
30 mín.
30.270.-
20 mín.
26.908.-
tveir eða fleiri:
60 mín.
36.437.-
50 mín.
33.074.-
40 mín.
29.149.-
30 mín.
25.787.-
20 mín.
21.863.-
Tveir eða fleiri með afslætti:
60 mín.
27.327.-
50 mín.
24.805.-
40 mín.
21.863.-
30 mín.
19.340.-
20 mín.
16.397.-
Undirleikur:
60 mín.
71.192.-
50 mín.
62.223.-
40 mín.
53.142.-
30 mín.
47.648.-
20 mín.
34.755.-
Hljóðfæraleiga:
6.502.-
Kór:
12.893.-
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2019
Bergur og Guðbjartur sitja hjá.
21.Leikskólar - Gjaldskrá 2019
Málsnúmer 201810038Vakta málsnúmer
Leikskólarnir í Norðurþingi Gjaldskrá 2019
Grænuvellir
Vistun mánaðargjöld:
almennt gjald einstæðir
1 Klst. 3.421.- 2.459.-
4 Klst. 13.686.- 9.837.-
5 Klst. 17.107.- 12.297.-
6 Klst. 20.529.- 14.756.-
7 Klst. 23.950.- 17.215.-
8 Klst. 27.371.- 19.674.-
8 1/2 Klst. 30.792.- 22.133.-
Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum
2.455.-
Hádegisverður á Grænuvöllum
5.846.-
Síðdegishressing á Grænuvöllum
2.455.-
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn
640.-
Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-
Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%
með 3. barni 75%
Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til leikskólastjóra fyrir upphaf námsannar.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2019
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá leikskóla 2019 með atkvæðum Heiðbjartar, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Guðbjartur og Bergur sitja hjá.
Hjálmar greiðir atkvæði á móti.
22.Skólamötuneyti - Gjaldskrár 2019
Málsnúmer 201810039Vakta málsnúmer
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi 2019
Borgarhólsskóli kr. 499
Grunnskóli Raufarhafnar kr. 450
Öxarfjarðarskóli
Nemendur grunnskóla kr. 636
Nemendur leikskóla kr. 498
Fæðisgjöld í Grunnskólanum á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóla eru reiknuð út frá hráefniskostnaði hverju sinni.
Í Borgarhólsskóla fá nemendur morgunverð, ávaxtastund og hádegisverð
Í Grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgun- og hádegisverð
Í Öxarfjarðarskóla fá nemendur morgun- og hádegisverð og síðdegishressingu.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2019
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi 2019 með atkvæðum Bergs, Heiðbjartar, Hjálmars, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Guðbjartur situr hjá.
23.Gjaldskrá Frístundar Húsavík 2019
Málsnúmer 201810042Vakta málsnúmer
Gjald fyrir aðgang að frístundaheimilinu er
Fullt pláss 21.300 kr.
Hálf nýting 12.245 kr.
Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn
75% fyrir þriðja
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.
Systkinaafsláttur ef barn á systkini á leikskóla.
Hálf vistun er allt að 3 dagar í viku
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2019
Guðbjartur situr hjá.
24.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2019
Málsnúmer 201810041Vakta málsnúmer
Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 7.050
2/3 salur pr. klst. kr. 4.700
1/3 salur pr. klst. kr. 3.500
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.500
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 152.000
Leiga á stólum út úr húsi: 450 kr.
Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 11.950
2/3 salur pr. klst. kr. 9.600
1/3 salur pr. klst. kr. 8.500
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.500
Íþróttahús Lundur/Kópasker
Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. kr. 4.750
Stakt skipti einstaklingur: kr. 600
10 miðakort: kr. 5.000
30 miðakort: kr. 12.000
Hópatími/salur (1 klst): kr. 4.200
Sundlaugar Norðurþings (Húsavík og Lundur)
Fullorðnir
Stakir miðar kr. 800
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.500
Afsláttarmiðar 30 stk. Kr. 12.500
Árskort kr. 33.000
Fjölskyldukort kr. 21.500
Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 350
Afsláttarmiðar kr. 2.100
Árskort kr. 16.000
Fjölskyldukort kr. 8.000
Frítt fyrir 75% öryrkja*
Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 350
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.100
Frístundakort 1.barn kr. 3.000
2.barn kr. 2.000
3.barn kr. frítt
Sundföt/Handklæði
Sundföt kr. 750
Handklæði kr. 750
Handklæði sundföt sundferð kr. 1.550
Útleiga á Sundlaug með vaktmanni til námskeiða kr. 12.000 (klst)
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2019
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá íþróttamannvirkja 2019 með atkvæðum Bergs, Heiðbjartar, Hjálmars, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.
Guðbjartur situr hjá.
25.Drög að samkomulagi um starfsemi Húsavíkurstofu 2019-2021
Málsnúmer 201810113Vakta málsnúmer
Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fyrir hönd Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu taki sæti Bergur Elías Ágústsson og Silja Jóhannesdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
26.Lista- og menningarsjóður september 2018
Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fagnar því að fjárhagstaða lista- og menningarsjóðs Norðurþings verði leiðrétt. Staða sjóðsins er með þeim hætti að ekki er unnt að úthluta frekar úr sjóðnum á árinu 2018.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum og skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að kynna nýjar úthlutunarreglur fyrir næstu áramót og birta á vefsíðu Norðurþings.
Fjölskylduráð vísar úthlutunarreglunum og skipulagsskrá til sveitarstjórnar til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar úthlutnarreglur og skipulagsskrá.
27.Rifós hf óskar eftir umfjöllun um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 201811121Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið greinargerðar um að umhverfisáhrif deiliskipulagsbreytingarinnar verði f.o.f. sjónræn og ekki verulega neikvæð. Ráðið telur að breyting deiliskipulags falli innan ramma gildandi aðalskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt til samræmis við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
28.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll
Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún var lögð fyrir
29.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða
Málsnúmer 201806114Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta lagfæra skipulagstillöguna til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér á undan.
Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Eftir umfjöllun skipulags- og framkvæmdaráðs um skipulagsbreytinguna þann 4. desember s.l. barst sveitarfélaginu umsögn Umhverfisstofnunar. Þar koma fram gagnlegar ábendingar en ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna. Í þeirri skipulagstillögu sem nú liggur fyrir hefur sú umsögn verið bókuð inn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
30.Samráð sveitarfélaga - Undirbúningur kjaraviðræðna 2019
Málsnúmer 201811081Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð.
Fundi slitið - kl. 21:00.
Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Þessi lækkun er mikilvægt skref í þá átt að auka líkurnar á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og gleðilegt að sjá að þessar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda séu að ganga í gegn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.