Fara í efni

Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019

Málsnúmer 201810046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 12. fundur - 16.10.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu og samþykktar gjaldskrá hafna Norðurþings 2019.
Gjaldskrá hafna Norðurþings lögð fram til kynningar og umræðu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá og fagnar þeim lækkunum sem þar koma fram.

Gjaldskráin verður sett á heimasíðu Norðurþings þegar hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá og fagnar þeim lækkunum sem þar koma fram.

Gjaldskráin verður sett á heimasíðu Norðurþings þegar hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019
Til máls tóku: Silja, Guðbjartur, Örlygur, Bergur og Hjálmar.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi 23.10.2018 tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá þar sem áherslurnar eru að lækka álögur á smábátaútgerð. Mikilvægt er að umhverfi smábátaeigenda sé hvetjandi vegna fækkunar í greininni.

Guðbjartur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í 22. gr gjaldskrá hafna Norðurþings breytist texti; að í stað ,,innheimt farþegagjöld samkvæmt áætlun sem samsvarar 100 farþegum á bát á hverja ferð samkvæmt auglýstri áætlun fyrirtækis" verði ,,samkvæmt hámarks leyfislegs farþegafjölda fyrir hvern bát".
Setningin verður þá: ,,innheimt farþegagjöld samkvæmt áætlun samkvæmt hámarki um leyfilegan farþegafjölda fyrir hvern bát á hverja ferð samkvæmt auglýstri áætlun fyrirtækis"

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Guðbjarts samhljóða.


Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá hafna 2019 með atkvæðum Heiðbjartar, Hjálmars, Hrundar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.

Guðbjartur situr hjá.

Bergur greiðir atkvæði á móti.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019

Gera þarf breytingar á gjaldskrá hafna fyrir árið 2019 til samræmis við samkomulag um hafnarþjónustu á milli hafna Norðurþings og Hafnasamlag Norðurlands.
Umræddar breytingar snúa að hafnsögugjöldum, viðbættum gjöldum er varðar þjónustu dráttarbáts við hafnir Norðurþings og vegna báta í uppistöðu á hafnarsvæðum Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var ákveðið að gera þyrfti breytingar á gjaldskrá hafna fyrir árið 2019 til samræmis við samkomulag um hafnarþjónustu á milli hafna Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands.

Umræddar breytingar snúa að hafnsögugjöldum, viðbættum gjöldum er varðar þjónustu dráttarbáts við hafnir Norðurþings og vegna báta í uppistöðu á hafnarsvæðum Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin borin undir atkvæði;
samþykkt samhljóða.