Nafnasamkeppni vatnsrennibrautar
Málsnúmer 201811048
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018
Í tilefni af uppsetningu og opnun nýrrar vatnsrennibrautar við Sundlaug Húsavíkur hefur Fjölskylduráð falið sveitarstjórn Norðurþings að velja nafn á nýju vatnsrennibrautina, að undangenginni nafnasamkeppni.
Fjölskylduráð auglýsti nafnasamkeppni þann 23. nóvember og var opið fyrir tillögur til 7. desember.
Fjölskylduráð auglýsti nafnasamkeppni þann 23. nóvember og var opið fyrir tillögur til 7. desember.
Alls bárust 30 tillögur að fjölbreyttum og áhugaverðum nöfnum.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að nemendum Borgarhólsskóla verði falið að kjósa um nafn á nýrri rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Helstu notendur af nýrri rennibraut eru börnin og yngri kynslóðir. Leyfum þeim að kjósa sér nafn á brautina. Um leið skapast tækifæri til að kenna lýðræðisleg vinnubrögð og stuðla að ábyrgri þátttöku yngstu borgaranna í samfélaginu.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Þór leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Legg til að nemendur allra grunnskóla Norðurþings kjósi um efstu 5 tillögurnar frá sveitarstjórn.
Kristján Þór Magnússon
Sveitarstjórn samhljóða tillögu Kristjáns.
Sveitarstjórn leggur til að kosið verði um eftirfarandi fimm tillögur og eru þær hér í stafrófsröð:
Bláa Þruman
Hringbraut
Laugarbraut
Laugarfleyta
Þeytingur
Sveitarstjórn vísar þessum tillögum til nemenda í grunnskólum Norðurþings.