Fara í efni

Nafnasamkeppni vatnsrennibrautar

Málsnúmer 201811048

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Í tilefni af uppsetningu og opnun nýrrar vatnsrennibrautar við Sundlaug Húsavíkur hefur Fjölskylduráð falið sveitarstjórn Norðurþings að velja nafn á nýju vatnsrennibrautina, að undangenginni nafnasamkeppni.
Fjölskylduráð auglýsti nafnasamkeppni þann 23. nóvember og var opið fyrir tillögur til 7. desember.


Til máls tóku: Örlygur, Hjálmar, Kristján, Silja og Bergur.

Alls bárust 30 tillögur að fjölbreyttum og áhugaverðum nöfnum.

Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að nemendum Borgarhólsskóla verði falið að kjósa um nafn á nýrri rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Helstu notendur af nýrri rennibraut eru börnin og yngri kynslóðir. Leyfum þeim að kjósa sér nafn á brautina. Um leið skapast tækifæri til að kenna lýðræðisleg vinnubrögð og stuðla að ábyrgri þátttöku yngstu borgaranna í samfélaginu.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Kristján Þór leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Legg til að nemendur allra grunnskóla Norðurþings kjósi um efstu 5 tillögurnar frá sveitarstjórn.

Kristján Þór Magnússon

Sveitarstjórn samhljóða tillögu Kristjáns.


Sveitarstjórn leggur til að kosið verði um eftirfarandi fimm tillögur og eru þær hér í stafrófsröð:

Bláa Þruman
Hringbraut
Laugarbraut
Laugarfleyta
Þeytingur


Sveitarstjórn vísar þessum tillögum til nemenda í grunnskólum Norðurþings.