Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrá hafnasjóðs 2020
Málsnúmer 201910069Vakta málsnúmer
Gjaldskrá hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.
Almenn hækkun gjaldskrár hafnasjóðs er 2,5% í samræmi við lífskjarasamninginn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
2.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020
Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer
Síðasta umræða skipulags- og framkvæmdaráðs í tengslum við þau verkefni sem fyrirhugað er að ráðist verði í á vegum framkvæmdasviðs Norðurþings árinu 2020.
Minnihlutinn setur fram eftirfarandi bókun;
Senn lýkur einu mesta hagvaxtarskeiði á Íslandi undanfarin ár. Sveitarfélagið hefur farið í ýmsar framkvæmdir, s.s. varðandi fráveitu og byggingu slökkvistöðvar á Húsavík. Auk þess er hafin uppbygging við útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk. Það er mikilvægt að setja fjármuni í það verkefni á næsta fjárhagsári.
Það er mikilvægt að tryggja grunnrekstur sveitarfélagsins og hlúa að þjónustu er varðar börn og ungmenni, s.s. Frístund á Húsavík og ungmennahús. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt samhljóða uppbyggingu í þágu barna og ungmenna er varðar ungmennahús. Því verður að fylgja eftir. Nú mun draga úr framkvæmdagetu sveitarfélagsins og stefnir í lántöku til að framkvæma. Því þarf að forgangsraða með tilliti til þess og verja þjónustu við börn og ungmenni.
Kristinn, Guðmundur og Silja taka undir bókun minnihlutans.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Heiðar Halldórsson situr hjá við atkvæðagreiðslu, Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Senn lýkur einu mesta hagvaxtarskeiði á Íslandi undanfarin ár. Sveitarfélagið hefur farið í ýmsar framkvæmdir, s.s. varðandi fráveitu og byggingu slökkvistöðvar á Húsavík. Auk þess er hafin uppbygging við útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk. Það er mikilvægt að setja fjármuni í það verkefni á næsta fjárhagsári.
Það er mikilvægt að tryggja grunnrekstur sveitarfélagsins og hlúa að þjónustu er varðar börn og ungmenni, s.s. Frístund á Húsavík og ungmennahús. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt samhljóða uppbyggingu í þágu barna og ungmenna er varðar ungmennahús. Því verður að fylgja eftir. Nú mun draga úr framkvæmdagetu sveitarfélagsins og stefnir í lántöku til að framkvæma. Því þarf að forgangsraða með tilliti til þess og verja þjónustu við börn og ungmenni.
Kristinn, Guðmundur og Silja taka undir bókun minnihlutans.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Heiðar Halldórsson situr hjá við atkvæðagreiðslu, Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.
3.Rekstraráætlun 2020 - 33 Þjónustumiðstöð
Málsnúmer 201909122Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs þann 21. nóvember var samþykkt neðangreind breyting á fjárhagsramma vegna reksturs þjónustumiðstöðvar fyrir árið 2020.
33 - Þjónustumiðstöð
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 89.454.000 kr. í 84.454.000 kr.
Fyrir skipulags- og framvkæmdaráði liggur að samþykkja breytingu byggðaráðs á fjárhagsramma þjónustumiðstöðvar með rökstuðningi.
33 - Þjónustumiðstöð
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 89.454.000 kr. í 84.454.000 kr.
Fyrir skipulags- og framvkæmdaráði liggur að samþykkja breytingu byggðaráðs á fjárhagsramma þjónustumiðstöðvar með rökstuðningi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytingar byggðaráðs. Ljóst er að þessar breytingar munu hafa áhrif á starfsemi þjónustumiðstöðva í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.
4.Rekstraráætlun 2020 - 10 Umferðar- og samgöngumál
Málsnúmer 201909123Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs þann 21. nóvember var samþykkt neðangreind breyting á fjárhagsramma vegna reksturs umferðar- og samgöngumála fyrir árið 2020.
10 - Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 159.426.000 kr. í 154.426.000 kr.
Fyrir skipulags- og framvkæmdaráði liggur að samþykkja breytingu byggðaráðs á fjárhagsramma umferðar- og samgöngumála með rökstuðningi.
10 - Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 159.426.000 kr. í 154.426.000 kr.
Fyrir skipulags- og framvkæmdaráði liggur að samþykkja breytingu byggðaráðs á fjárhagsramma umferðar- og samgöngumála með rökstuðningi.
Tillaga að bókun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytingarnar og leggur til að áætlun vegna snjómoksturs og hálkueyðingar verði skorin niður sem nemur samþykktum breytingum byggðaráðs á fjárhagsramma til umferðar- og samgöngumála.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytingarnar og leggur til að áætlun vegna snjómoksturs og hálkueyðingar verði skorin niður sem nemur samþykktum breytingum byggðaráðs á fjárhagsramma til umferðar- og samgöngumála.
5.Snjómokstur í Reykjahverfi 2019-2020
Málsnúmer 201911057Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs voru kynnt drög að samningi um snjómokstur í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir uppfærður samningur eftir athugasemdir og ábendingar kjörinna fulltrúa ráðsins og er samningurinn lagður fram til kynningar fyrir útboð.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða út snjómokstur í Reykjahverfi skv. samningi.
6.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk um efnameðferð á gólfi í tækjarými slökkvistöðvar við Norðurgarð 5, m.a. til þess að auka styrk og auðvelda þrif.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir óskina.
7.Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021
Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer
Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi. Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir umsögn sína varðandi framtíðarfyrirkomulag reksturs og eignarhalds á Heiðarbæ.
Byggðarráð vísar liðum númer 2 og 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar."
"Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir umsögn sína varðandi framtíðarfyrirkomulag reksturs og eignarhalds á Heiðarbæ.
Byggðarráð vísar liðum númer 2 og 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar."
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur kynnt sér fyrirkomulag snjómoksturs víðsvegar og hefur á þeim forsendum ákveðið að samræma fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki í hyggju að leggja göngu- og hjólreiðastíg samhliða lagningu nýrrar hitaveitulagnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki í hyggju að leggja göngu- og hjólreiðastíg samhliða lagningu nýrrar hitaveitulagnar.
8.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021
Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer
Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi. Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð vísar lið um sorphirðumál og lið um tilraunaverkefni um húsnæðismál til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar."
"Byggðarráð vísar lið um sorphirðumál og lið um tilraunaverkefni um húsnæðismál til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar."
Skipulags- og framkvæmdaráð bendir á að í tilraunaverkefni Norðurþings og Íbúðalánasjóðs sem er í vinnslu er horft til Kópaskers líka hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þá sérstaklega með tilliti til uppbyggingar seiðaeldis á Röndinni. Ráðið þakkar brýninguna og mun skoða fyrirkomulag húsnæðis annars staðar utan Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma til móts við óskir hverfisráðs um móttökustaði fyrir spilliefni.
Ráðið tekur undir mikilvægi þess að Dettifossvegur verði heilsárs vegur og þjónustaður sem slíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma til móts við óskir hverfisráðs um móttökustaði fyrir spilliefni.
Ráðið tekur undir mikilvægi þess að Dettifossvegur verði heilsárs vegur og þjónustaður sem slíkur.
9.Aðgerðir vegna svifryks og annarrar loftmengunar í þéttbýli.
Málsnúmer 201911064Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráði hefur borist bréf frá heilbrigðisfulltrúa varðandi svifryksmengun með ósk um efnislega umræðu og beiðni um kaup eða leigu á svifryksmæli.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun að svo stöddu ekki fjárfesta í svifryksmæli en þakkar heilbrigðisfulltrúa fyrir erindið.
10.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis Bændur græða landið og annarra uppgræðsluverkefna í Norðurþingi á árinu 2019
Málsnúmer 201911055Vakta málsnúmer
Sveitarfélaginu hefur borist beiðni um styrk til handa verkefninu „Bændur græða landið“ og annarra verkefna Landgræðslunnar á árinu 2019. Beiðnin hljóðar upp á 450 þús.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð.
11.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða
Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer
Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi.
Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna til hlítar frekari kosti varðandi staðsetningu íbúðarkjarnans og gera samanburð á kostnaði við mismunandi staðsetningu".
Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna til hlítar frekari kosti varðandi staðsetningu íbúðarkjarnans og gera samanburð á kostnaði við mismunandi staðsetningu".
Jónas Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði gerði grein fyrir málinu. Búið er að skoða mögulegar lóðir innan Húsavíkur, í nálægð við miðbæ og þjónustu og er umrædd lóð að Stóragarði 12 talin vera ákjósanlegust.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.
12.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319 mál.
Málsnúmer 201911059Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319 mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. desember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
Ráðið býður fram lóð undir hina nýju stofnun í Norðurþingi.
Ráðið býður fram lóð undir hina nýju stofnun í Norðurþingi.
13.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, 317. mál.
Málsnúmer 201911058Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, 317. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember n.k.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
14.Erindi frá Búfesti hsf. Ósk um samþykki fyrir fráviki frá gildandi deiliskipulagi að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27
Málsnúmer 201911066Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum til samræmis við óskir Búfesti hsf. Tillagan felur í sér breytingar á byggingarrétti lóðanna að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27 eins og nánar er lýst í fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs 19. nóvember s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagsins það óverulegar að ekki sé tilefni til fullrar kynningar þeirra skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grennd í því samhengi telur ráðið hæfilega ákvarðaða sem lóðir að Grundargarði 1-3, 4, 6 og 13-15 auk Ásgarðsvegar 21, 22, 25 og 26.
15.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll
Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærð deiliskipulagsgögn fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík. Ný gögn felast í uppdrætti og greinargerð, hvorutveggja dags. 22. nóvember 2019. Færðar hafa verið inn á uppdrátt fornminjar skv. skráningu Fornleifastofnunar og greinargerð skipulagsins uppfærð til samræmis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
16.Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð merkt E1 á deiliskipulagi á Bakka
Málsnúmer 201911099Vakta málsnúmer
Bakkakrókur ehf óskar eftir byggingarlóð E1/Bakkavegur 4 skv. deiliskipulagi á Bakka. Ætlunin er að byggja þar upp þjónustumiðstöð fyrir iðnfyrirtæki á svæðinu.
Friðrik Sigurðsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu lóðarinnar.
Friðrik Sigurðsson mætti til fundarins og gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bakkakrók ehf verði úthlutað lóðinni. Minnt er á að ekki er komin vegtenging fyrir lóðina til samræmis við skipulag. Ennfremur eru skráðar fornleifar innan lóðarinnar sem ekki má raska nema að höfðu samráði við Minjastofnun Íslands.
17.Erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi öryggi gangandi vegfarenda um þjóðveg 85
Málsnúmer 201911097Vakta málsnúmer
Búið er að senda umsókn til Vegagerðar vegna styrks hvað varðar uppbyggingu göngustígs út að Bakka. Hinsvegar er ljóst að sá styrkur mun aldrei koma fyrr en í fyrsta lagi 2021. Því er mikilvægt að skoða leiðir til að bæta núverandi stíg. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða leiðir til þess.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Gunnar Hrafn Gunnarsson sat fundinn undir lið nr. 1 - 13 og lið 16.
Kristján Þór Magnússon sat fundinn undir lið nr. 1 - 4.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir lið nr. 12 - 16.
Jónas Einarsson sat fundinn undir lið nr. 5 - 11 og lið nr. 16.