Erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi öryggi gangandi vegfarenda um þjóðveg 85
Málsnúmer 201911097
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019
Búið er að senda umsókn til Vegagerðar vegna styrks hvað varðar uppbyggingu göngustígs út að Bakka. Hinsvegar er ljóst að sá styrkur mun aldrei koma fyrr en í fyrsta lagi 2021. Því er mikilvægt að skoða leiðir til að bæta núverandi stíg. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða leiðir til þess.