Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

20. fundur 15. janúar 2019 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 1-2.

1.Almennt um sorpmál 2019.

Málsnúmer 201901008Vakta málsnúmer

Umræða um framhald sorphirðu í sveitarfélaginu við lok núgildandi þjónustusamnings við Íslenska gámafélagið.
Yfirferð á stöðu sorphirðu á austursvæði Norðurþings og fyrirhuguðum breytingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kalla eftir minnisblaði frá stofnunum sveitarfélagsins varðandi sorpmál; hvað gengur vel, hvað má betur fara og reynslu þeirra af sorphirðu s.l. fjögurra ára o.fl. Einnig er honum falið að eiga samtal við nágrannasveitarfélög varðandi málaflokkinn.

2.Ruslatunnur í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807038Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti umhverfisstjóri nokkrar útgáfur af ruslatunnum. Bókað var á fundinum: Lagt fram til kynningar og nánari útfærsla rædd síðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra bætt fyrirkomulag á aðgengi að ruslatunnum í sveitarfélaginu. Lögð verður áhersla á stærri ílát og flokkun.

3.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll. Umsagnir hafa borist frá fimm aðilum:

1. Skipulagsstofnun bendir með bréfi dags. 10. janúar á:
1.1. Gera þarf grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum við framfylgd verkefnisins skv. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð.
1.2. Minnt er á ákvæði gr. 5.2 í skipulagsreglugerð um virka samvinnu við íbúa, umsagnaraðila og annara hagsmunaaðila í gegnum allt skipulagsferlið.
1.3. Bent er á að leita umsagnar hestamannafélaga á svæðinu vegna reiðstígs sem liggur í gegn um svæðið.

2. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en óskar eftir að fá skipulagstillögur til umsagnar á öllum stigum skipulagsins.

3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnir með bréfi dags. 7. janúar að ekki ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

4. Minjastofnun telur að vinna þurfi ítarlegri skráningu fornleifa á svæðinu en fyrir liggja og færa inn útlínur skráðra minja á skipulagsuppdrátt.

5. Umhverfisstofnun tilkynnir með bréfi dags. 10. janúar að stofnunin telji nægilega grein gerða fyrir verkefninu í skipulagslýsingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna nýja fornleifaskráningu á skipulagssvæðinu og afla umsagnar hestamannafélagsins vegna tillögu að deiliskipulagi. Gerð verði í deiliskipulagstillögu grein fyrir líklegum umhverfisáhrifum verkefnisins.

4.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hóteluppbyggingar á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu aðalskipulags skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir frumtillaga Alta að breytingu deiliskipulags á Höfða þar sem gert er ráð fyrir nýrri lóð undir hótel og ýmsum öðrum frávikum frá gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu deiliskipulags skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á Leitinu í Öxarfirði

Málsnúmer 201804108Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir gistiheimili á áður stofnaðri lóð á Leitinu í Öxarfirði. Húsið er 1.681 m² að flatarmáli, á einni hæð að mestu, en 52 m² gestastofa er þó á efri hæð hússins. Teikningar eru unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Verkræðistofunni Eflu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Fundi slitið - kl. 14:30.