Ruslatunnur í Norðurþingi.
Málsnúmer 201807038
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018
Það er mikilvægt öllum samfélögum að íbúar og ferðamenn hafi aðgang að ruslatunnum í almannarými. Skoða þarf hvort bæta þurfi aðgang að þeim og hvort vænlegt sé að fara í ruslatunnur sem bjóða upp á flokkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018
Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Umhverfisstjóra að koma með tillögu að staðsetningum á ruslatunnum og hafa í huga m.a. hafnarsvæði í Norðurþingi, svæðið í suðurbæ Húsavíkur, bílastæði fyrir húsbíla á Húsavík og bera undir næsta fund ráðsins. Jafnframt að fara í samtal við rekstraraðila um losun rusls.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018
Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10.07.2018 var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Á 6. fundi sama ráðs 28.08.2018 var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að koma með tillögu að staðsetningum á ruslatunnum og hafa í huga m.a. hafnarsvæði í Norðurþingi, svæðið í suðurbæ Húsavíkur, bílastæði fyrir húsbíla á Húsavík og bera undir næsta fund ráðsins. Jafnframt að fara í samtal við rekstraraðila um losun rusls.
Samkvæmt ofangreindum bókunum er lögð fram tillaga umhverfisstjóra að staðsetningu ruslatunna og hvernig staðið skuli að rekstri þeirra.
Á 6. fundi sama ráðs 28.08.2018 var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að koma með tillögu að staðsetningum á ruslatunnum og hafa í huga m.a. hafnarsvæði í Norðurþingi, svæðið í suðurbæ Húsavíkur, bílastæði fyrir húsbíla á Húsavík og bera undir næsta fund ráðsins. Jafnframt að fara í samtal við rekstraraðila um losun rusls.
Samkvæmt ofangreindum bókunum er lögð fram tillaga umhverfisstjóra að staðsetningu ruslatunna og hvernig staðið skuli að rekstri þeirra.
Lagt fram til kynningar og nánari útfærsla rædd síðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019
Á 14. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti umhverfisstjóri nokkrar útgáfur af ruslatunnum. Bókað var á fundinum: Lagt fram til kynningar og nánari útfærsla rædd síðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra bætt fyrirkomulag á aðgengi að ruslatunnum í sveitarfélaginu. Lögð verður áhersla á stærri ílát og flokkun.