Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

14. fundur 06. nóvember 2018 kl. 13:30 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varamaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir Þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson sat fundinn undir lið 1.
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir lið 4-5.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir lið 1-9.
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir lið 7-12.

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018

Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer

Fundargerð 406 frá Hafnasambandi Íslands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um leyfi fyrir breytingum á Uppsalavegi 22

Málsnúmer 201810028Vakta málsnúmer

Óskað var leyfis til að breyta gluggum á austur- og vesturhlið hússins skv. framlögðum teikningum.

Í samráði við slökkviliðsstjóra heimilaði skipulags- og byggingarfulltrúi breytingarnar 17. október 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

3.Hraunholt 27, umsókn um lóð

Málsnúmer 201811019Vakta málsnúmer

Alexander Gunnar Jónasson óskar eftir úthlutun byggingarlóðar að Hraunholti 27 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Alexander verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 27.

4.SEEDS og Norðurþing - mögulegt samstarf 2019.

Málsnúmer 201811013Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur beiðni um samstarf árið 2019 við íslensku sjálfboðaliðasamtökin SEEDS. SEEDS tekur á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög.
Ef gengið er til samstarfs við samtökin skuldbindur sveitarfélagið sig til að útvega fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan verkefninu stendur.
Verkefnin eru alla jafna tvær vikur með 6 - 16 sjálfboðaliðum í hverju verkefni. Verkefnin skulu fela í sér eitthvert fræðslu- eða menntunargildi til að tryggja að sjálfboðaliðarnir öðlist nýja reynslu og þekkingu. Verkefnin skulu vera til framdráttar fyrir samfélagið og sjálfboðaliðum skulu ekki vera falin störf sem alla jafna væri greitt fyrir. SEEDS sér um alla umsýslu við móttöku sjálfboðaliðanna, og kemur sjálfboðaliðunum alla jafna til og frá áfangastað. SEEDS sér einnig til þess að allir sjálfboðaliðarnir séu sjúkra- og slysatryggðir.
Verið er að leita eftir verkefnum fyrir sumarið 2019, júlí, ágúst og september í samstarfi við sveitafélög víða um land.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur móttekið erindið en óskar ekki eftir samstarfi að sinni.

5.Ruslatunnur í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807038Vakta málsnúmer

Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10.07.2018 var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.
Á 6. fundi sama ráðs 28.08.2018 var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur umhverfisstjóra að koma með tillögu að staðsetningum á ruslatunnum og hafa í huga m.a. hafnarsvæði í Norðurþingi, svæðið í suðurbæ Húsavíkur, bílastæði fyrir húsbíla á Húsavík og bera undir næsta fund ráðsins. Jafnframt að fara í samtal við rekstraraðila um losun rusls.
Samkvæmt ofangreindum bókunum er lögð fram tillaga umhverfisstjóra að staðsetningu ruslatunna og hvernig staðið skuli að rekstri þeirra.
Lagt fram til kynningar og nánari útfærsla rædd síðar.

6.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Á 8. fundi fjölskylduráðs 15.10.2018 var bókað;
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð tekur undir með fjölskylduráði og telur rétt að hafist verði handa við undirbúning bygginga búsetukjarna við Pálsreit. Greina þarf þarfir og kostnað við verkefnið og ennfremur athuga hvort tekjur eru raunhæfar af sölu annarra eigna og stofnframlaga ríkisins.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur því að hefja vinnu við verkefnið sem fyrst og fjalli m.a. um fjárþörf til undirbúningsvinnunnar og/eða fyrstu áfanga verkefnisins fyrir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða sviðstjóra sem málið varðar á fund um málið.

7.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu á Núpskötluvegi, nr. 8952 af vegskrá.

Málsnúmer 201810119Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 19. október 2018, tilkynnir Vegagerðin fyrirhugaða niðurfellingu á veghaldi Núpskötluvegar nr. 8952.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir áhyggjum sínum yfir aðgengi ferðamanna að náttúrperlum í Norðurþingi í þeim tilfellum sem Vegagerðin hættir viðhaldi vega vegna takmarkaðrar búsetu.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leggja til við Vegagerðina í samráði við landeigendur að heimreið að Núpskötlu verði gerður að landsvegi.
Þetta er gert til þess að tryggja þjónustu og viðhald vegarins.

8.Söluheimild eigna: Garðarsbraut 73 íbúð 202

Málsnúmer 201811015Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á íbúð Norðurþings í Garðarsbraut 73.
Skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir söluheimild með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.
Hjálmar Bogi óskar bókað að hann sé á móti sölunni.

9.Söluheimild eigna: Garðarsbraut 69 íbúð 403

Málsnúmer 201811016Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á íbúð Norðurþings í Garðarsbraut 69.
Skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir söluheimild með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.
Hjálmar Bogi óskar bókað að hann sé á móti sölunni.

10.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunnar fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 15. október þar sem fram koma óskir ráðsins varðandi viðhald á eignum Norðurþings á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar listann og mun horfa til skjalsins við gerð viðhaldsáætlunar Norðurþings.

11.Fuglastígur á Norðausturlandi óskar byggingarleyfis fyrir þremur fuglaskoðunarskýlum innan Norðurþings

Málsnúmer 201805105Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tvö tilboð frá verktökum sem tilbúnir eru að taka að sér smíði, flutning og uppsetningu á þremur fuglaskoðunarskýlum Fuglastígs á Norðausturlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

12.Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings.

Málsnúmer 201811018Vakta málsnúmer

Drög að húsnæðisáætlun kynnt.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.