Fara í efni

Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018

Stefna Norðuþings
Tóbaksvarnir þjónustuheimila og þjónustustöðva fyrir fatlaðra. ´
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að lagfæra orðalag í tóbaksvarnartefnu Norðurþings í samræmi við þær ábendingar sem komu fram frá ráðinu. Félagsmálastjóra er falið að leggja stefnuna fyrir fjölskylduráð til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 8. fundur - 15.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir erindi um byggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða

Mjög mikil þörf er á sértæku húsnæðisúrræði í Norðurþingi fyrir fatlaða. Í dag eru 6 fullorðnir einstaklingar á biðlista eftir sértæku húsnæðisúrræði og verður að bregðast við því.

Tillagan er sú að sækja um stofnframlög til byggingar 6 íbúða búsetjukjarna sem byggður verði við Pálsreit. Hver íbúð yrði um 50-60 fermetrar, sameiginlegur kjarni/aðstaða fyrir íbúa og lítil starfsmannaaðstaða.
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Á 8. fundi fjölskylduráðs var tekið fyrir erindi um byggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða.

Mjög mikil þörf er á sértæku húsnæðisúrræði í Norðurþingi fyrir fatlaða. Í dag eru 6 fullorðnir einstaklingar á biðlista eftir sértæku húsnæðisúrræði og verður að bregðast við því.

Tillagan er sú að sækja um stofnframlög til byggingar 6 íbúða búsetjukjarna sem byggður verði við Pálsreit. Hver íbúð yrði um 50-60 fermetrar, sameiginlegur kjarni/aðstaða fyrir íbúa og lítil starfsmannaaðstaða.


Á fundinum var bókað;
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð tekur undir með fjölskylduráði og telur rétt að hafist verði handa við undirbúning bygginga búsetukjarna við Pálsreit. Greina þarf þarfir og kostnað við verkefnið og ennfremur athuga hvort tekjur eru raunhæfar af sölu annarra eigna og stofnframlaga ríkisins.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur því að hefja vinnu við verkefnið sem fyrst og fjalli m.a. um fjárþörf til undirbúningsvinnunnar og/eða fyrstu áfanga verkefnisins fyrir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.

Fjölskylduráð - 10. fundur - 29.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir stefna Norðurþings í tóbaksvarnarmálum þjónustuheimila og þjónustustöðva fyrir fatlaða en Norðurþing fylgir stefnu heilbrigðisyfirvalda um tóbaksvarnir. Markmiðið er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksefna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur í tóbaksvarnamálum þjónustuheimila og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar verða birtar á vef Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Á 8. fundi fjölskylduráðs 15.10.2018 var bókað;
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð tekur undir með fjölskylduráði og telur rétt að hafist verði handa við undirbúning bygginga búsetukjarna við Pálsreit. Greina þarf þarfir og kostnað við verkefnið og ennfremur athuga hvort tekjur eru raunhæfar af sölu annarra eigna og stofnframlaga ríkisins.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur því að hefja vinnu við verkefnið sem fyrst og fjalli m.a. um fjárþörf til undirbúningsvinnunnar og/eða fyrstu áfanga verkefnisins fyrir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða sviðstjóra sem málið varðar á fund um málið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018

Á 10. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur í tóbaksvarnamálum þjónustuheimila og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar verða birtar á vef Norðurþings.
Til máls tóku: Bergur og Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.