Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

86. fundur 20. nóvember 2018 kl. 16:15 - 19:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir 1. varamaður
  • Benóný Valur Jakobsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Drög að samkomulagi um starfsemi Húsavíkurstofu 2019-2021

Málsnúmer 201810113Vakta málsnúmer

Á 271. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum sem verður lagður til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarfundi ásamt tillögum að fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu.

Til máls tóku: Kristján, Örlygur, Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að málinu verði vísað aftur í byggðaráð til að skilagreina betur markmið og tilgang. Sérstaklega verði horft til þess að flétta saman markaðs- og menningarmál sveitarfélagsins sjálfs enda stendur til að ráða í hálft starf menningarfulltrúa.
Með því að sinna markaðs- og menningarmálum sveitarfélagsins má ná fram markmiðum sem kveðið er á um í samningsdrögum við Húsavíkurstofu.
Sveitarfélagið getur gert miklu betur í að sinna markaðs- og menningarmálum, s.s. vinabæjarsamskiptum, árlegir viðburðir, samskipti við; félagasamtök, sjóði, stofnanir og fyrirtæki. Auk þess að efla ímynd samfélagsins í víðu samhengi byggt á menningu og sögu.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir


Sveitarstjórn hafnar tillögunni með atkvæðum Benónýs, Helenu, Kolbrúnar, Kristjáns og Örlygs.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæðu með tillögunni.


Sveitarstjórn staðfestir samninginn með atkvæðum Benónýs, Helenu, Kolbrúnar, Kristjáns og Örlygs.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sátu hjá.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta skipun í stjórn til næsta fundar sveitarstjórnar þann 11. desember.

2.Hraunholt 27, umsókn um lóð

Málsnúmer 201811019Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Alexander Gunnari Jónassyni verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 27.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 verði boðnar á 100% afslætti gatnagerðargjalda gegn því skilyrði að fokheldi nýbygginga á lóðunum verði náð eigi síðar en 31. desember 2021.

Um er að ræða íbúðarhúsalóðir í grónum íbúðarhverfum sem lengi hafa staðið auðar og hafa ekki farið út þrátt fyrir boðnar á verulegum afslætti áður. Lóðirnar standa báðar í töluverðum halla og eru því kostnaðarsamar í uppbyggingu.

Til máls tóku: Örlygur og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Tillaga að breyttri nefndarskipan

Málsnúmer 201811079Vakta málsnúmer

Fulltrúar B lista leggja fram tillögu um breytta nefndarskipan. Lagt er til að skipuð verði þriggja manna nefnd um starfsemi og rekstur hafna Norðurþings sem bera muni vera stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Lagt er til að nefndin taki til starfa í janúar 2019.

Starfsemi hafna sveitarfélagsins þ.e. á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík er vistuð undir Skipulags- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins. Hafnir Norðurþings eru B-hluta fyrirtæki með sjálfstæðan rekstur og efnahag og á þar af leiðandi að vera sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Í ljósi verulegrar aukningar á umsvifum á hafnartengdri starfsemi í sveitarfélaginu telja undirrituð skynsamlegt að gera breytingar á þessum málaflokki. Starfsemi hafnarsjóðs er mjög sérhæfð og krefst þekkingar á sviði fjárfestinga, hafnarverndar, öryggismála hafna og sjófaranda sem og þjónustu við útgerð og farþega-og flutningskip.

Bergur Elías Ágústsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Bergur, Helena, Hjálmar, Örlygur, Kristján og Kolbrún Ada.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Afgreiðsla tillögunnar verði frestað og tekið upp á síðari stigum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Bergs.

5.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Hrund fulltrúi B-lista óskar eftir umræðu um framvindu verkefnisins Öxarfjörður í sókn.
Til máls tóku: Hrund, Kristján, Örlygur og Hjálmar.

Hrund leggur fram eftirfarandi bókun:
Óskað er eftir því að nýkjörnir fulltrúar sýni vandaðri vinnubrögð en þau sem hafa verið viðhöfð hingað til í málefnum Brothættra byggða og það sem eftir lifir þess verkefnis svo það nái tilgangi sínum og markmiðum sem er að hlúa að þeim byggðum innan sveitarfélagsins sem eiga undir högg að sækja.
Hrund Ásgeirsdóttir

6.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer

Á 181. fundi Orkuveitu Húsavíkur ofh. var eftirfarandi bókað:

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.


Á 271. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Kristján og Bergur.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að starfshópurinn sem halda skal utan um stefnumótunarvinnu Orkuveitu Húsavíkur verði samansettur af stjórn OH ásamt einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn Norðurþings, alls 8 einstaklingum. Þannig má tryggja aðkomu allra framboða að stefnumótunarvinnunni. Það er mikilvægt að sem flestir kjörnir fulltrúar komi að þessari vinnu og því er því beint til framboðanna að tilnefna kjörna fulltrúa sé þess kostur og að gætt sé að kynjahlutöll séu sem jöfnust. Lagt er til að stjórn OH formgeri tillögu að verkefninu hvað varðar umfang þess, tímalengd og aðkomu ráðgjafa að vinnunni. Stefnt skal að því að hefja vinnuna í upphafi nýs árs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.


Tilnefning fulltrúa:
B-listi: Gunnlaugur Stefánsson
D-listi: Helena Eydís Ingólfsdóttir
E-listi: Hafrún Olgeirsdóttir
S-listi: Silja Jóhannesdóttir
V-listi: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

7.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Á 10. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur í tóbaksvarnamálum þjónustuheimila og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar verða birtar á vef Norðurþings.
Til máls tóku: Bergur og Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

8.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján og Helena.

Lagt fram til kynningar.

9.Fjölskylduráð - 10

Málsnúmer 1810011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 10. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 13 "Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands": Kristján.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fjölskylduráð - 11

Málsnúmer 1810016FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 11. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 4 "Úttekt Miðstöð skólaþróunar á verkferlum Borgarhólsskóla um meðferð og úrvinnslu eineltismála": Helena.

Til máls tók undir lið 6 "Mærudagar 2018": Helena.

Til máls tóku undir lið 2 "Tillaga um spjaldtölvukaup": Hjálmar og Helena.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fjölskylduráð - 12

Málsnúmer 1811002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 12. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 14

Málsnúmer 1810012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 8 "Söluheimild eigna: Garðarsbraut 73 íbúð 202: Hjálmar, Bergur, Kristján og Helena.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 15

Málsnúmer 1811003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar skipulags- framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Umhverfisstefna Norðurþings": Hjálmar.

Til máls tók undir lið 10 "Óskir barna í 2. og 3. bekk um nýtt dót á lóð Borgarhólsskóla": Kolbrún Ada.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Orkuveita Húsavíkur ohf - 183

Málsnúmer 1810015FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 183. fundar Orkuveita Húsavíkur ohf.
Til máls tók undið lið 2 "Endurnýjun stofnæðar hitaveitu í Reykjahverfi": Bergur og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 271

Málsnúmer 1811001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 271. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 10 "Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands": Örlygur.

Örlygur tekur undir tillögu byggðarráðs og bætir eftirfarandi við:
Jafnframt verði íbúum Norðurþings sem eiga rætur í Póllandi sem fagna hundrað ára sjálfstæði verði einnig sérstaklega boðin þáttaka.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 272

Málsnúmer 1811004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 272. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Fyrirspurn um stöðu framkvæmda 2018 og 2019-2021": Bergur og Kristján.

Til máls tóku undir lið 2 "Fundargerðir Leigufélags Hvamms 2017": Hjálmar, Kristján og Bergur.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir sveitarstjórn liggur staðfesting á fundargerð byggðaráðs Norðurþings frá 15. nóvember síðastliðnum þar sem fjallað var um málefni Leigufélags Hvamms ehf. Þar kemur fram að félagið Arctic Edge Consulting ehf. óskar eftir fresti til að hefja framkvæmdir á Útgarðsreit sem stjórn Leigufélagsins samþykkir.
Sýndarframkvæmdir eru hafnar þrátt fyrir að samningur þar um hafi verið fallinn úr gildi. Ljóst má vera að málið er afar umdeilt og mætir miklum mótbyr í samfélaginu. Í annan stað er ekki sýnt fram á að salan á bílakjallara og framsalssamningurinn um Útgarð 6 - 8 muni bæta stöðu Leigufélagas Hvamms ehf., heldur þvert á móti skaða félagið.
Hlutfall aldraðra af mannfjölda þjóðarinnar fer hækkandi. Samfélagið hefur skyldur gagnvart íbúum samfélagsins og til þess skipuleggjum við framtíðina; hvar við bjóðum okkar eldra fólki að búa. Öll sveitarfélög vinna að þessu. Svæðið við Útgarð var hugsað fyrir eldri borgara vegna staðsetningarinnar.
Nú blasir skammsýni meirihluta sveitarstjórnar við og rökin eru sögð okkar eigin aumingjaskapur og mikilvægi þess að fá framkvæmdir á svæðið. Sannarlega er það mikilvægt að framkvæma en af hverju að selja umrætt svæði sem er hugsað fyrir eldri borgara á kostnað þess að fá framkvæmdir af stað. Ítrekað hefur verið bent á önnur svæði þar sem áhugasamir aðilar geta byggt fjölbýlsihús. Það liggur fyrir að þetta svæði virðist verðmætara en önnur en meirihluti sveitarstjórnar tilbúinn að afhenda það einkaaðila. Af hverju einmitt þarna nema á þeim forsendum að svæðið er mikilvægt, mikilvægt fyrir eldri borgara!
Skipulag svæðisins hefur nú verið breytt þvert á þróun á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Og enn skín í skammsýni meirihluta sveitarstjórnar! Og athugasemdir einstaklinga í félagi eldri borgara að engu hafðar. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings víkur hér frá samfélagslegum sjónarmiðum fyrir óútskýranlega skammtíma ákvörðun. Það verður dýrkeypt að horfa ekki lengra fram í tímann en raun ber vitni.

Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Frá upphafi hafa hagsmunir eigenda félagsins verið hafðir að leiðarljósi í ákvörðunum og áætlunum sem gerðar hafa verið, til að minnka líkur á að leggja þurfi Leigufélagi Hvamms ehf til frekari fjármuni en þegar hefur verið gert af eigendum þess. Jafnframt hefur hagsmunum núverandi íbúa eignarinnar við Útgarð 4 verið gætt enda stjórn umhugað um að þeir íbúar sem leigja húsnæði í eigninni búi við öryggi á húsnæðismarkaði.
Það var mat stjórnar leigufélagsins í lok síðasta árs að algerlega nauðsynlegt væri að létta á lánum félagsins og endurfjármagna það, áður en áhvílandi lán verða óviðráðanleg. Sveitarfélögin hafa setið uppi með vel á annað hundrað milljón króna tap af félaginu frá stofnun þess og nú er mál að linni. Salan á bílakjallara félagsins er besta leiðin til þess að ná þessum markmiðum og reyna til þrautar að lækka rektrarkostnað og afborganir lána með endurfjármögnun. Ráðgjafar stjórnar hafa verið samstíga og sammála því að leiðin sem farin var og samþykkt af öllum aðildar sveitarfélögum leigufélagsins sé skynsamleg. Í stóra samhenginu fyrir sveitarfélagið ber síðan að horfa til þess að salan á bílakjallaranum er forsenda fyrir því að byggðar séu 18 nýjar íbúðir sem skila fasteignagjöldum til sveitarfélagsins á að giska 5 milljónum króna á ári.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.