Fara í efni

Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 4. fundur - 17.07.2018

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 19. september 2017 að framlengja áður veittan 50% afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir tilteknar lóðir miðað við að hús á lóðunum yrðu fokheld fyrir árslok 2018.
Nú er ljóst að mörgum áður tilgreindra lóða er enn óráðstafað.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að framlengdur verði 50% afsláttur gatnagerðargjalda af eftirtöldum lóðum á Húsavik:

Stakkholt 7
Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11
Urðargerði 5
Steinagerði 5
Lyngholt 26-32
Lyngholt 42-52
Grundargarður 2

Afsláttur verði veittur til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavik.
Miðast afsláttur vegna lóðanna við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2020. Verði fokheldi ekki náð innan tilgreinds tíma verði gatnagagerðargjöld innheimt að fullu skv. gildandi gjaldskrá.

Byggðarráð Norðurþings - 258. fundur - 19.07.2018

Á 4. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. júlí s.l. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að framlengdur verði 50% afsláttur gatnagerðargjalda af eftirtöldum lóðum á Húsavik:

Stakkholt 7
Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11
Urðargerði 5
Steinagerði 5
Lyngholt 26-32
Lyngholt 42-52
Grundargarður 2

Afsláttur verði veittur til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavik.
Miðast afsláttur vegna lóðanna við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2020. Verði fokheldi ekki náð innan tilgreinds tíma verði gatnagagerðargjöld innheimt að fullu skv. gildandi gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 17. júlí s.l. var gerð tillaga til byggðarráðs um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir tilteknar íbúðarhúsalóðir í Norðurþingi. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir að lítið hefur verið spurt um þessar tilteknu lóðir síðan afsláttur var ákveðinn. Sérstaklega gerði byggingarfulltrúi grein fyrir að lóðir að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 hafa verið boðnar á afslætti til langs tíma. Þessar tvær lóðir eru erfiðari en aðrar af tilteknum lóðum þar sem innan þeirra er umtalsverður hæðarmunur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 verði boðnar á 100% afslætti gatnagerðargjalda gegn því skilyrði að fokheldi nýbygginga á lóðunum verði náð eigi síðar en 31. desember 2021.

Sveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018

Á 15. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 verði boðnar á 100% afslætti gatnagerðargjalda gegn því skilyrði að fokheldi nýbygginga á lóðunum verði náð eigi síðar en 31. desember 2021.

Um er að ræða íbúðarhúsalóðir í grónum íbúðarhverfum sem lengi hafa staðið auðar og hafa ekki farið út þrátt fyrir boðnar á verulegum afslætti áður. Lóðirnar standa báðar í töluverðum halla og eru því kostnaðarsamar í uppbyggingu.

Til máls tóku: Örlygur og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020

Samkvæmt samþykkt 258. fundar byggðaráðs er í gildi 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum af lóðunum Stakkholti 7, Lyngbrekku 6, 8, 9 og 11, Lyngholti 26-32 og Lyngholti 42-52. Afsláttur er skilyrtur af því að fokheldi bygginga á lóðunum verði náð fyrir árslok 2020. Ennfremur er í gildi 100% afsláttur af lóðunum að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 skv. samþykkt á 86. fundi sveitarstjórnar sem skilyrtur er af fokheldi fyrir árslok 2021.

Í ljósi þess að gildandi afsláttarákvæði eru að renna sitt skeið og að enn er tilefni til að hvetja til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Húsavík leggur ráðið til að afsláttarákvæði ofangreindra lóða verði framlengd og miðuð við að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2022. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Stakkholt 7, Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11, Lyngholt 26-32 og Lyngholt 42-52. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 svo fremi að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Á 75. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2022. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Stakkholt 7, Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11, Lyngholt 26-32 og Lyngholt 42-52. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðirnar að Urðargerði 5 og Steinagerði 5 svo fremi að fokheldi bygginga verði náð fyrir árslok 2022.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 134. fundur - 27.09.2022

Framlenging á afslætti af gatnagerðargjöldum af ákveðnum lóðum í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði áframhaldandi 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2024. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðina að Urðargerði 5 svo fremi að fokheldisstigi byggingar verði náð fyrir árslok 2024. Afsláttur af öðrum lóðum fellur niður um komandi áramót til samræmis við fyrri ákvörðun.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði áframhaldandi 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2024. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðina að Urðargerði 5 svo fremi að fokheldisstigi byggingar verði náð fyrir árslok 2024. Afsláttur af öðrum lóðum fellur niður um komandi áramót til samræmis við fyrri ákvörðun.
Til máls tók: Soffía.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.