Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

127. fundur 27. október 2022 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson 2. varamaður
    Aðalmaður: Eiður Pétursson
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson 1. varamaður
    Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að skipa í stjórn Náttúrustofu Norðausturlands.

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingu á fulltrúa í Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Til máls tók: Hjálmar Bogi.

Forseti leggur til að Bjarni Páll Vilhjálmsson og Margrét Hólm Valsdóttir verði fulltrúar Norðurþings í stjórn Náttúrustofu Norðausturlands.
Til vara verði Eiður Pétursson og Soffía Gísladóttir.

Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.


Forseti leggur til að fulltrúi Norðurþings í Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði Árni Sigurbjörnsson. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir verði til vara.


Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.

2.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings.

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að nýju skipuriti Norðurþings til kynningar.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026 til síðari umræðu.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Hafnasjóðs til síðari umræðu.


Drög að nýju skipuriti lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2023

Málsnúmer 202210076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Til máls tóku: Hafrún, Aldey, Eysteinn, Katrín og Soffía.

Lagt fram til kynningar.

4.Afsláttur af gatnagerðagjöldum í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807070Vakta málsnúmer

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að boðinn verði áframhaldandi 50% afsláttur frá gildandi gjaldskrá af gatnagerðargjöldum eftirtalinna lóða svo fremi að fokheldisstigi bygginga verði náð fyrir árslok 2024. Lóðir sem afsláttur nái til séu: Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11. Ennfremur verði boðinn 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir lóðina að Urðargerði 5 svo fremi að fokheldisstigi byggingar verði náð fyrir árslok 2024. Afsláttur af öðrum lóðum fellur niður um komandi áramót til samræmis við fyrri ákvörðun.
Til máls tók: Soffía.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tóku: Soffía og Jónas.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Umsókn um lóð að Stakkholti 7

Málsnúmer 202209049Vakta málsnúmer

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skv. grein 3.1.1 í Vinnureglum um lóðaveitingar sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins hafa einstaklingar forgang við úthlutun einbýlishúsalóða. Á þeim grunni leggur skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að Einari Páli verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 19-21

Málsnúmer 202210019Vakta málsnúmer

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 15-17

Málsnúmer 202210018Vakta málsnúmer

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráð var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 23-25

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Höfðaveg 5

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Á gildandi deiliskipulagi Höfðavegar er gert ráð fyrir sameiginlegri lóð Höfðavegar 5, 5a og 5b. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúinn verði lóðarsamningur á grundvelli skipulagsins.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga

Málsnúmer 202110067Vakta málsnúmer

Á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Kolviði verði veitt allt að 160 ha land undir skógrækt til samræmis við framlagða teikningu. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna tillögu að samningi um landafnot við Kolvið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún.

Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu:
Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt.

Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.

14.Almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202209091Vakta málsnúmer

Á 408. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samstarfssamningur í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008. Samstarfssamningurinn tekur gildi við samþykkt sveitarstjórna allra samningsaðila.

Samstarfssamningi vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

15.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að skilgreina ,,sveitarstjórnarmenn" í 3. gr. Samþykkta fyrir hverfisráð Norðurþings.

Á 410. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð hvetur jafnframt til þess að fram fari heildstæð endurskoðun á hverfisráðunum með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Þeirri vinnu þarf að vera lokið áður en núverandi skipunartími hverfisráða rennur út í september 2023.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Benóný og Jónas.

Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að farið verði í heildstæða endurskoðun á hlutverki hverfisráða og samþykktum þeirra með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Einnig vil ég leggja til að fulltrúum í hverfisráðum sem eru kjörnir í sveitarstjórn, verði veitt undanþága til að sitja áfram í ráðunum, þar til heildstæðri endurskoðun hefur verið lokið. Málinu verði vísað til byggðarráðs til frekari úrvinnslu.

Tillaga Hafrúnar er samþykkt samhljóða.

16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 134

Málsnúmer 2209005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 134. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 6 "Húsnæði fyrir frístund barna": Benóný, Soffía, Aldey og Helena.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 135

Málsnúmer 2209011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 135. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 136

Málsnúmer 2210005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 136. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 10 "Framkvæmdaráætlun 2023": Aldey, Helena, Benóný, Soffía, Eysteinn, Jónas og Hjálmar.

Aldey Unnar Traustadóttir óskar bókað: Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að útbúa fjölskylduklefa í sundlaug Húsavíkur og vill undirrituð hvetja skipulags og framkvæmdaráð til að koma þeirri framkvæmd á áætlun næsta árs. Það að útbúa fjölskylduklefa er mikilvægt fyrir öll og þá sérstaklega bæði fyrir þau sem að þurfa á aðstoð að halda og þau sem ekki skilgreina sig sem konur eða karlar.

Helena og Benóný taka undir bókun Aldeyjar.


Til máls tók undir lið 9 "Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings": Benóný og Birkir.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 128

Málsnúmer 2209004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 128. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð - 129

Málsnúmer 2209010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 129. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð - 130

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 130. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð - 131

Málsnúmer 2210004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 131. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 407

Málsnúmer 2209002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 407. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 408

Málsnúmer 2209008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 408. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 409

Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 409. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Byggðarráð Norðurþings - 410

Málsnúmer 2210006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 410. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík": Katrín.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

27.Orkuveita Húsavíkur ohf - 236

Málsnúmer 2209007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 236. fundar orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 2 "Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða": Aldey.

Aldey Unnar Traustadóttir og Jónas Þór Viðarsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð fagna því að samstaða hafi verið í stjórn Orkuveitu Húsavíkur um að beina því til stjórnenda Norðurþings að láta skoða aukna samvinnu við bakvaktir hjá verklegum sviðum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 237

Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 237. fundar orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

29.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 4

Málsnúmer 2209009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 4. fundar stjórnar Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

30.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 5

Málsnúmer 2210007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 5. fundar stjórnar Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.