Fara í efni

Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 16. nóvember sl.
Byggðarráð telur að senda eigi öll mál er varða Raufarhöfn til umræðu í hverfisráði Raufarhafnar. Hverfisráð funda hins vegar að jafnaði aðeins fjórum sinnum á ári og sum þeirra mála sem eru til umræðu, geta ekki beðið afgreiðslu fram að næsta fundi hverfisráðs.

Byggðarráð tekur jákvætt í að senda samþykktir og erindisbréf til kynningar í hverfisráðum sveitarfélagsins milli umræða.

Byggðarráð hefur ekki enn fjallað um þau tilboð sem komu í eignir á SR lóðinni og mun meta þau út frá þeim skilmálum sem auglýsingin fól í sér. Ekki er tímabært að fjalla nánar um málið að svo stöddu.

Byggðarráð Norðurþings - 389. fundur - 03.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 10. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá Hverfisráði Raufarhafnar. "Hverfisráð Raufarhafnar stóð fyrir umræðufundi meðal íbúa þriðjudaginn 1. mars sl. þar sem rætt var um fyrirætlanir byggðarráðs Norðurþings til að selja SR lóðina og þær byggingar sem henni tilheyra. Í kjölfarið fór fram viðhorfskönnun meðal íbúa þar sem þeir voru ynntir álits um hvort sveitafélagið ætti að halda samningaumræðum áfram og var niðurstaðan nokkuð afgerandi. Meirihluti bæjarbúa er fylgjandi því að byggðarráð Norðurþings haldi umræðunum áfram við Björg Capital."
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir þeirra framlag í málinu og áréttar að málið verði áfram unnið í samráði við hverfisráð Raufarhafnar.

Fjölskylduráð - 118. fundur - 09.05.2022

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn
202110160

Til kynningar eru teikningar af breyttri notkun af skólahúsinu á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vísar teikningum af breyttu skipulagi skólahússins á Raufarhöfn til umræðu í Hverfisráði Raufarhafnar.
Nú hefur hverfisráð Raufarhafnar bókað um erindið.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 20. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

Málum nr. 1 til 3 vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Mál nr. 4. vísað er til máls nr. 1 á dagskrá byggðarráðs þar sem ákveðið var að boða hverfisráð til næsta fundar ásamt hverfisráði Öxarfjarðar og Kelduhverfis.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar fundargerð Hverfisráðs Raufarhanar. Liður 1-3 í fundargerðinni snúa að ráðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara hverfisráði.

Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 21.06.2022.
Varðandi lið 1. í fundargerð þá verður unnið að því í haust að skilgreina hlutverk og tilgang hverfisráða Norðurþings með það að markmiði að ráðin verði skilvirkari.
Varðandi lið 2. byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að kanna möguleika sveitarfélagsins að bregðast við þessari þróun.

Aðrir liðir fundargerðar eru lagðir fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hverfisráði Raufarhafnar vegna fulltrúa í ráðinu.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð hvetur jafnframt til þess að fram fari heildstæð endurskoðun á hverfisráðunum með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Þeirri vinnu þarf að vera lokið áður en núverandi skipunartími hverfisráða rennur út í september 2023.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur að skilgreina ,,sveitarstjórnarmenn" í 3. gr. Samþykkta fyrir hverfisráð Norðurþings.

Á 410. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð hvetur jafnframt til þess að fram fari heildstæð endurskoðun á hverfisráðunum með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Þeirri vinnu þarf að vera lokið áður en núverandi skipunartími hverfisráða rennur út í september 2023.
Til máls tóku: Hafrún, Soffía, Benóný og Jónas.

Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að farið verði í heildstæða endurskoðun á hlutverki hverfisráða og samþykktum þeirra með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Einnig vil ég leggja til að fulltrúum í hverfisráðum sem eru kjörnir í sveitarstjórn, verði veitt undanþága til að sitja áfram í ráðunum, þar til heildstæðri endurskoðun hefur verið lokið. Málinu verði vísað til byggðarráðs til frekari úrvinnslu.

Tillaga Hafrúnar er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 412. fundur - 10.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 127. fundi sveitarstjórnar.

Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að farið verði í heildstæða endurskoðun á hlutverki hverfisráða og samþykktum þeirra með það að leiðarljósi að þau verði skilvirkari. Einnig vil ég leggja til að fulltrúum í hverfisráðum sem eru kjörnir í sveitarstjórn, verði veitt undanþága til að sitja áfram í ráðunum, þar til heildstæðri endurskoðun hefur verið lokið. Málinu verði vísað til byggðarráðs til frekari úrvinnslu.

Tillaga Hafrúnar er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurskoða hlutverk og samþykktir hverfisráða og skila tillögum til byggðarráðs. Skipunartími núverandi hverfisráða er til næsta hausts og þá þarf framhaldið að liggja fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. nóvember sl.
Byggðarráð vísar lið 1 í fundargerð Hverfisráðs til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Ráðið felur sveitastjóra að vinna drög að svörum við liðum 2-5 í fundargerðinni í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á fyrsta fundi á nýju ári.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022

Á 415. fundi byggðarráðs 15.12.2022 var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar lið 1 í fundargerð Hverfisráðs til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
1. Framkvæmdaáætlun 2023.
Hverfisráð óskar eftir kynningu á framkvæmdaáætlun 2023 sem og þriggja ára áætlun yfir þá
liði sem tengjast Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Á 415. fundi byggðarráðs þann 15. desember fól ráðið sveitastjóra að vinna drög að svörum vegna fundargerðar Hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. nóvember og leggja fyrir ráðið á fyrsta fundi á nýju ári.

Með fundarboði fylgdu drög að svörum við liðum 2-5 í fundargerðinni.
Byggðarráð þakkar Hverfisráði Raufarhafnar fyrir ábendingar sem koma fram í fundargerð ráðsins frá 28. nóvember sl. Lið 1 í fundargerðinni var vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði. Hér eftirfarandi eru viðbrögð og svör við liðum 2-5 í fundargerðinni.

2. Húsnæðismál á Raufarhöfn:
Hverfisráð óskar eftir því að sveitarfélagið taki húsnæðismál á Raufarhöfn sérstaklega til skoðunar með það að markmiði að fjölga íbúum. Vinna við slíkt gæti t.d verið einhverskonar spretthópavinna þar sem hverfisráð og aðilar skipaðir af sveitarfélaginu tækju fundartörn og ræddu lausnir. Ýmislegt þarf að mati hverfisráðs að laga bæði hjá sveitarfélaginu sjálfu og eins hjá íbúum og fasteignaeigendum. Í húsnæðisáætlun Norðurþings 2022 er Raufarhöfn ekki nefnt á nafn í lýsingu atvinnuástands og samkvæmt henni er ekki að sjá að nokkur húsnæðisþörf sé á Raufarhöfn næstu árin, þrátt fyrir þetta er staðan allt önnur. Það er ekkert
hús laust hvorki til sölu né leigu, sem er í íbúðarhæfu ástandi. Hverfisráð harmar að ekki skuli vera haft samráð við ráðið í vinnu við slíkar áætlanir.
Hverfisráð hefur óskað eftir því að sveitarfélagið taki Airbnb mál föstum tökum en engar reglur eru um slíkt í sveitarfélaginu. Tómhúsagjöld og afnám afsláttar sorpgjalda er eitthvað sem gæti veitt hvata fyrir fasteigendaeigendur ónýttra eigna að setja þær á sölu. Lausar einbílahúsalóðir á Raufarhöfn eru sex. Engar fjölbýlishúsalóðir og engar atvinnulóðir. Á Húsavík er veittur afsláttur á lóðum, ekki á Raufarhöfn. Þessi mál þarf að hugsa heildstætt og ef Raufarhöfn á að vaxa þarf að huga að þessum málum
sem allra fyrst.
Svar:
Húsnæðisáætlun var endurskoðuð í samvinnu við HMS. Eins og áætlunin liggur fyrir er byggt á upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa um þau skipulög sem eru þegar samþykkt eða eru í vinnslu og fyrirséð. Einnig á gögnum frá félagsmálastjóra hvað varðar umsóknir og þörf í þeim málaflokki sem undir hann heyrir.
Byggðarráð tekur vel í ofangreindar ábendingar og lýsir yfir vilja sínum til að breyta vinnulagi við endurskoðun húsnæðisáætlunar í takt við það sem gert er í sambærilegum fjölkjarna samfélögum. Stefnt er á að það verklag verði viðhaft við næstu endurskoðun haustið 2023.

3. Staða á SR lóð
Hverfisráð óskar eftir upplýsingum hvernig mál standa með S.R. lóð. Fasteignir voru auglýstar til sölu 9. nóvember 2021 og engin opinber niðurstaða komin fram.
Svar:
Byggðarráð hefur verið í viðræðum við Björg Captial vegna mögulegrar viðskipta með SR lóðina og húseignir sem á henni standa. Ekki hefur náðst saman með samningsaðilum en málið hefur verið reglulega á dagskrá byggðarráðs á árinu 2022. Byggðarráð stefnir á að reyna að ljúka þessum viðræðum í byrjun árs 2023.

4. Fjarskipti og fjarskiptaöryggi á og við Raufarhöfn. Ábendingar vegna farnets og neyðarfjarskipta.
Hverfisráð óskar eftir því að Norðurþing komi áhyggjum heimamanna vegna fjarskipta fjarskiptaöryggis í réttan farveg hjá ríkisvaldinu.
Farnet (gsm-sími)í þéttbýlinu er ágætt samband en fer þó nokkuð eftir því hjá hvaða félagi fólk er með viðskipti.
3g netið dettur út um leið og siglt er útúr höfninni á Raufarhöfn, símasamband er líka mjög gloppótt á hafi, þetta er verulega vont fyrir smábátasjómenn.
Á þjóðveginum milli Raufarhafnar og Þórshafnar annarsvegar og Raufarhafnar og Kópaskers eru margir dauðir blettir allt uppí 6 km langir í Hófaskarði. Á Melrakkasléttu eru líka mjög margir dauðir puntar. Alltof margir sveitabæir hér í kring eru alveg án símasambands og með mjög lítið 3G Þar má nefna, Sveinungsvík, Borgir og Kollavík. Lélegt símasamband er á Hóli, Höfða, Ásmundastöðum og mjög lítið á Sigurðarstöðum. Lausn á allavega hluta þessa máls væri sendir í Hófaskarði en það er kostnaðarsamt þar sem ekkert rafmagn er til staðar.
Heilt yfir er því farnet slæmt þegar litið er til öryggis.
Neyðarfjarskipti (Tetra). Innanbæjar á Raufarhöfn er sambandið gott. Þegar komið er u.þ.b 10 km út fyrir sitt hvoru megin við þorpið fer samband að verða gloppótt, þetta skerðir verulega öryggi og hafa sjúkraflutningamenn, björgunarsveit og lögregla vakið máls á þessu. Hófaskarið er alveg dauður puntur. Ekki gott samband á Hólaheiði, slæmt samband á Raufarhafnarafleggjara og á Melrakkasléttu.
Heilt yfir er því tetranet slæmt þegar litið er til öryggis.
Svar:
Þann 2. desember sl. sendi byggðarráð Norðurþings eftirfarandi umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar vegna tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál:

Víða í Norðurþingi er skortur á öruggu farsímasambandi á þjóðvegum. Í Norðurþingi býr töluverður hluti íbúa í dreifbýli og einnig hefur atvinnurekstur utan þéttbýlis farið vaxandi og má þar nefna t.d. öflug fiskeldisfyrirtæki. Margar fallegustu og eftirsóttustu náttúruperlur landsins eru í Norðurþingi og má þar nefna Dettifoss, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi, sem mikill fjöldi ferðamanna sækir ár hvert. Það að brotalamir séu í farsímakerfinu er ekki síst alvarlegt vegna þeirra fjölmörgu ferðamanna sem fara um vegi og leiðir Norðurþings all árið um kring, svo ekki sé talað um íbúa á svæðinu.
Þeir staðir og vegir sem einkum má tiltaka:
Norðausturvegur nr. 85 um Tjörnes.
Norðausturvegur nr. 85 um Hólaheiði.
Norðausturvegur nr. 85 um Raufarhafnarvegur.
Sléttuvegur nr. 870 við Kópasker.
Dettifossvegur vestri nr. 862 frá Vesturdal og upp að þjóðvegi nr.1
Dettifossvegur eystri nr. 890, á svæðinu ofan Dettifoss.

Sveitarstjóri sendi ábendingar og athugasemdir Hverfisráðs til Fjarskiptastofu þann 19. desember sl. með ósk um að að Fjarskiptastofa taki málið til umfjöllunar og sendi til baka hvað er í augsýn um mögulegar úrbætur til handa íbúum á Raufarhöfn og Melrakkasléttu sem og þeim sem leið eiga um það landssvæði.

5. Atvinnuuppbygging og framtíð Raufarhafnar.
Hverfisráð stefnir að íbúafundi í byrjun næsta árs. Hugmyndir ráðsins snúa að því að halda málþing, fund eða ráðstefnu um framtíð Raufarhafnar, atvinnu og samfélagsmál. Hverfisráð óskar eftir samstarfi sveitarfélagsins við skipulagningu slíks fundar og mögulega kostnaðarþátttöku við slíkan fund.
Svar:
Byggðarráð lýsir yfir vilja til þátttöku í skipulagningu íbúafundar/málþings/ráðstefnu um atvinnu- og samfélagsmál sem haldinn yrði seinni partinn í janúar eða í byrjun febrúar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu með atvinnu- og samfélagsfulltrúa Raufarhafnar.

Byggðarráð Norðurþings - 425. fundur - 30.03.2023

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 2. mars 2023.
Byggðarráð afgreiðir fundarliði hverfisráðs á eftirfarandi hátt:

1) Íbúafundur
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara Hverfisráði þeim spurningum sem ekki náðist að svara á íbúafundinum sjálfum en þakkar um leið fyrir góðan og gagnlegan íbúafund á vegum Hverfisráðsins þann 15. mars. sl.

2) Framtíð Raufarhafnar
Hafin er vinna við að móta stefnu á þjónustustigi sveitarfélagsins en hún er ekki komin á þann stað að hafið sé íbúasamráð en það verður seinna í ferlinu eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

3) Tjaldstæðismál á Raufarhöfn.
Byggðarráð vísar lið 3 um tjaldsvæðismál á Raufarhöfn til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

4) Skemmtiferðarskip
Byggðarráð vísar lið 4 um skemmtiferðaskip til umfjöllunar í hafnastjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 152. fundur - 04.04.2023

Á 425. fundi byggðarráðs 30.03.23, var eftirfarandi bókaðum fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar, liður 3:

Tjaldstæðismál á Raufarhöfn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur haft tjaldstæðis mál í sveitarfélaginu
til umræðu af og til í vetur. Í nýlegri bókun Skipulags og framkvæmdaráðs er bókað að starfsmanni sé gert að standsetja tjaldstæðin. Hverfisráð óskar eftir upplýsingum í hvað felst í því að standsetja tjaldsvæðið á Raufarhöfn? Samhliða harmar hverfisráð að ekki hafi verið haft samráð eða samtal vegna þessa máls þar sem hverfisráð hefur margbókað vegna tjaldstæðismála undafarin ár og hefur t.d komið með tillögu að ódýrri lausn vegna salernismála.

Byggðarráð vísar lið 3 um tjaldsvæðismál á Raufarhöfn til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara lið 3 í fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar.

Byggðarráð Norðurþings - 426. fundur - 05.04.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að svari sveitarstjóra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara Hverfisráði Raufarhafnar þeim spurningum sem fyrir liggja í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023

Fyrir byggðarráði liggja svör sveitarstjóra við spurningum frá Hverfisráði Raufarhafnar frá því í vor.
Einnig liggur fyrir í sama máli vinnuskjal stjórnsýslustjóra, sveitarstjóra var falið á 412. fundi byggðarráðs að endurskoða hlutverk og samþykktir hverfisráða og skila tillögum til byggðarráðs. Skipunartími núverandi nefnda rennur út núna í haust.
Hér liggur fyrir minnisblað stjórnsýslustjóra sem er samantekt um hverfisráð
Norðurþings.
Byggðarráð þakkar Berglindi Jónu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á þeirri vinnu sem stendur yfir um hlutverk og samþykktir hverfisráða

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023

Á 425. fundi byggðarráðs 30.03.23, var eftirfarandi bókað um fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar, 4) Skemmtiferðarskip. "Byggðarráð vísar lið 4 um skemmtiferðaskip til umfjöllunar í hafnastjórn."
Stjórnin vísar í bókun í lið 3 í fundargerðinni sem á við allar hafnir í sveitarfélaginu.

Byggðarráð Norðurþings - 442. fundur - 26.09.2023

Byggðarráð fól stjórnsýslustjóra á 437. fundi sínum þann 10. ágúst sl. að skila tillögu til ráðsins um skipan hverfisráða.

Fyrir liggur tillaga stjórnsýslustjóra að haldið verði óbreyttu sniði á hverfisráðum sveitarfélagsins út þetta kjörtímabil. En það verði skipaður starfshópur sem fer ítarlega yfir samþykkt um hverfisráð, greinir virkni og tilgang ráðanna og mögulega skoðar starfsemi heimastjórna svo eitthvað sé nefnt. Sá hópur myndi skila byggðarráði skýrslu með nokkrum hugmyndum um framtíðarskipulag hverfisráða sveitarfélagsins sem byggðarráð taki afstöðu til fyrir næsta kjörtímabil.

Byggðarráð felur stjórnsýslustjóra að auglýsa eftir framboðum/tilnefningum í hverfisráð 2023-2025, einnig að klára umræðu um starfshóp sem skipaður verður.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 8. nóvember sl.
1.Sala fasteigna á Raufarhöfn
Lagt fram til kynningar.
2.Húsnæðisáætlun Norðurþings
Byggðarráð tekur undir hverfisráðs og hefur nú þegar komið þeim áleiðis til HMS sem nú vinnur að endurskoðun húsnæðisáætlunar í samstarfi við sveitarfélagið.
3.Ferðamál á svæðinu
Byggðarráð tekur undir sjónarmið hverfisráðs og felur sveitarstjóra að uppfæra umrædda texta á vefsíðu sveitarfélagsins.