Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Kolbrún Valbergsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
1.Drafnargata gatnagerð
Málsnúmer 202303107Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð úthlutaði nýlega lóð á Drafnargötu 4 sem bíður staðfestingar sveitarstjórnar. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um hvort fara eigi í gatnagerð á svæðinu í kjölfar lóðaúthlutunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við hönnun og gerð kostnaðarmats á gatnagerð við Drafnargötu, Kópaskeri.
2.Umsókn um styrk til húsafriðunarsjóðs, Kvíabekkur
Málsnúmer 202211149Vakta málsnúmer
Norðurþing sótti um styrk til húsafriðunarsjóðs vegna endurnýjunar á þaki framhúsi Kvíabekks við Reykjaheiðarveg 7. Styrkumsókn sveitarfélagsins var samþykkt. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur hvort taka eigi mótframlag sveitarfélagsins fyrir framkvæmdinni af framkvæmdaáætlun ársins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins.
3.Staðsetning og gerð grenndarstöðva á Húsavík
Málsnúmer 202303115Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði þarf að taka ákvörðun um staðsetningu og gerð grenndarstöðva á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að útbúa grenndarstöð fyrir járn, gler og textíl við Miðgarð 4 Húsavík og samþykkir jafnframt að taka tilboði Íslenska gámafélagsins í tilbúna grenndarstöð.
4.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023
Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer
Á 425. fundi byggðarráðs 30.03.23, var eftirfarandi bókaðum fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar, liður 3:
Tjaldstæðismál á Raufarhöfn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur haft tjaldstæðis mál í sveitarfélaginu
til umræðu af og til í vetur. Í nýlegri bókun Skipulags og framkvæmdaráðs er bókað að starfsmanni sé gert að standsetja tjaldstæðin. Hverfisráð óskar eftir upplýsingum í hvað felst í því að standsetja tjaldsvæðið á Raufarhöfn? Samhliða harmar hverfisráð að ekki hafi verið haft samráð eða samtal vegna þessa máls þar sem hverfisráð hefur margbókað vegna tjaldstæðismála undafarin ár og hefur t.d komið með tillögu að ódýrri lausn vegna salernismála.
Byggðarráð vísar lið 3 um tjaldsvæðismál á Raufarhöfn til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Tjaldstæðismál á Raufarhöfn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur haft tjaldstæðis mál í sveitarfélaginu
til umræðu af og til í vetur. Í nýlegri bókun Skipulags og framkvæmdaráðs er bókað að starfsmanni sé gert að standsetja tjaldstæðin. Hverfisráð óskar eftir upplýsingum í hvað felst í því að standsetja tjaldsvæðið á Raufarhöfn? Samhliða harmar hverfisráð að ekki hafi verið haft samráð eða samtal vegna þessa máls þar sem hverfisráð hefur margbókað vegna tjaldstæðismála undafarin ár og hefur t.d komið með tillögu að ódýrri lausn vegna salernismála.
Byggðarráð vísar lið 3 um tjaldsvæðismál á Raufarhöfn til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara lið 3 í fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar.
5.Erindisbréf fastaráða Norðurþings
Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf ráðsins og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
6.Ósk um sameiningu lóða við Garðarsbraut 79-83
Málsnúmer 202303125Vakta málsnúmer
Húsfélögin að Garðarsbraut 79-83 óska eftir að lóðir einstakra stigaganga hússins verði sameinaðar og gerður nýr lóðarleigusamningur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Garðarsbraut 79-83. Afmörkun lóðar verði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
7.Umsókn um leyfi fyrir gróðurhúsi að Háagerði 7
Málsnúmer 202303116Vakta málsnúmer
Sigurlaug Elmarsdóttir og Gaukur Hjartarson óska eftir heimild til að reisa 22 m² gróðurhús í sínum garði að Háagerði 7. Meðfylgjandi erindi er loftmynd sem sýnir fyrirhugaða afstöðu hússins, mynd af fyrirhuguðu útliti og undirritað samþykki fjögurra næstu nágranna. Gaukur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
8.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík, uppdráttur og greinargerð. Skipulagstillaga er unnin af Landslagi. Frumkynning skipulagstillögu fór fram á opnu húsi á sveitarstjórnarskrifstofu 27. mars s.l. og samhliða á heimasíðu sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúi kynnti umsögn frá Þóri Erni Gunnarssyni sem barst í kjölfar kynningarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögu:
1. Teikna byggingarreit 3 m suður fyrir Stóragarð 4 undir mögulegar svalir.
2. Teikna 7 m x 5 m byggingarreit fyrir allt að 25 m² garðhýsi á lóðinni að Stóragarði 4 til samræmis við óskir lóðarhafa. Hámarksvegghæð húss yrði 2,5 m og hámarksmænishæð 3,7 m. Garðhýsi verði hannað með hliðsjón af fyrirliggjand húsi á lóðinni m.t.t. þakforms ytri klæðningar og gluggasetningar.
3. Teikna stækkun lóðar að Stóragarði 4 og 6 til samræmis við framlagða rissmynd.
4. Tengja á uppdrætti göngustíg framan við Stóragarð 4 og 6 við göngustíg við íþróttahöll.
5. Aðkoma að bílastæði við íþróttahöll verði við norðaustur horn íþróttahallar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
1. Teikna byggingarreit 3 m suður fyrir Stóragarð 4 undir mögulegar svalir.
2. Teikna 7 m x 5 m byggingarreit fyrir allt að 25 m² garðhýsi á lóðinni að Stóragarði 4 til samræmis við óskir lóðarhafa. Hámarksvegghæð húss yrði 2,5 m og hámarksmænishæð 3,7 m. Garðhýsi verði hannað með hliðsjón af fyrirliggjand húsi á lóðinni m.t.t. þakforms ytri klæðningar og gluggasetningar.
3. Teikna stækkun lóðar að Stóragarði 4 og 6 til samræmis við framlagða rissmynd.
4. Tengja á uppdrætti göngustíg framan við Stóragarð 4 og 6 við göngustíg við íþróttahöll.
5. Aðkoma að bílastæði við íþróttahöll verði við norðaustur horn íþróttahallar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
9.Merkingar bílastæða í Norðurþingi
Málsnúmer 202304001Vakta málsnúmer
Umræða um staðsetningu almennra bílastæða í Norðurþingi
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa merkingu bílastæða og hefja samtal við Húsavíkurstofu um uppfærslu götukorts af Húsavík.
Fundi slitið - kl. 15:00.