Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

127. fundur 14. júní 2022 kl. 13:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Reynir Ingi Reinhardsson varamaður sat fundinn undir liðum 1-2.

Friðrik Sigurðsson f.h. eigenda Hafnarstéttar 17, kom á fundinn undir lið 3.

1.Skipulags- og byggingarmál - kynning

Málsnúmer 202206046Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti helstu verkefni ráðsins vegna skipulagsmála og reifaði skipulagsferla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

2.Framkvæmdamál - kynning

Málsnúmer 202206047Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti helstu verkefni framkvæmdasviðs sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

3.Ósk um afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til afnotabreytinga að Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Friðrik Sigurðsson til að kynna afnotabreytingar að Hafnarstétt 17. Kynntar voru teikningar þar sem gert er ráð fyrir 11 smáíbúðum í húsinu. Gert er ráð fyrir umtalsverðri jarðvinnu á svæðinu til að bæta aðgengi að íbúðum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Friðriki Sigurðssyni fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram með forsvarsmönnum Hafnarstéttar 17.

4.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson, f.h. Rifóss hf, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Breytingar myndu fela í sér stækkun byggingarreits C til suðurs og skilgreiningu byggingarreits fyrir gistiskála starfsmanna fyrir sunnan byggingarreit C. Ennfremur er horft til þess að rýmka heimilaðar stærðir og hæðir bygginga á byggingarreit F.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar gerð tillögu að breytingu deiliskipulags.

5.Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Teiknistofa Arkitekta, f.h. Samherja fiskeldis ehf, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagningu á jörðinni Akurseli í Öxarfirði eins og nánar er tíundað í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hafin verði vinna við deiliskipulagningu Akursels. Ráðið telur að samhliða verði að vinna að tillögu að breytingu aðalskipulags.

6.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar sem felur í sér að útbúa 1,1 ha lóð undir fyrirhugaða uppbyggingu Íslandsþara.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umræðu í stjórn hafnasjóðs.

7.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að deiliskipulagsbreytingu íbúðarsvæðis Í5.
Skipulagstillagan var lögð fram til kynningar og horft til frekari umfjöllunar á næstu fundum.

8.Umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluhúsi við Gljúfrastofu í Ásbyrgi

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Heimöx óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir söluhúsi við Gljúfrastofu í Ásbyrgi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst fyrir sitt leiti á stöðuleyfi fyrir húsinu til loka júní 2023. Leyfi sveitarfélagsins er háð samþykki umráðaaðila landsins.

9.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi vegna Veggur veitingahús

Málsnúmer 202205080Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til veitingasölu (fl. II) í Vegg veitingahúsi í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi til veitingasölu í húsinu, með fyrirvara um að fullnægjandi öryggisúttekt fari fram áður en húsnæðið er tekið í notkun.

10.Beiðni um umsögn vegna styrkingu á Kópaskerslínu 1

Málsnúmer 202205079Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um styrkingu Kópaskerslínu 1 eins og henni er lýst í tilkynningu Landnets til Skipulagsstofnunar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Framkvæmdin felst í grófum dráttum í því að styrkja Kópaskerslínu 1 á tveimur köflum, samtals um 8 km að lengd, með því að reisa stálmöstur í stað núverandi timburmastra. Ný möstur verða 3-5 m hærri en núverandi möstur. Möstrum mun fækka um 7-10 við þessar framkvæmdir. Fyrirliggjandi vegslóðar verða nýttir til framkvæmdanna sem kostur er, en þörf er á að styrkja þá og sumsstaðar að útbúa nýja. Efnistaka vegna lagfæringa slóða verður úr fyrirliggjandi efnistökusvæðum sem skilgreind eru í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun sé fullnægjandi lýst í tilkynningu Landsnets. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Norðurþings. Ráðið telur ekki tilefni til að gera kröfu um umhverfismat þessarar framkvæmdar.

11.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðar Braggans Yst

Málsnúmer 202206028Vakta málsnúmer

Ingunn St Svavarsdóttir og Sigurður Halldórsson óska eftir samþykki Norðurþings fyrir afmörkun lóðar Braggans Yst (L177956) skv. meðfylgjandi hnitsettri lóðarteikningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki í stöðu til að samþykkja afmörkun landsins fyrr en fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeigenda fyrir afmörkuninni.

12.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðar Vinar

Málsnúmer 202206027Vakta málsnúmer

Kristveig Sigurðardóttir óskar eftir samþykki fyrir afmörkun lóðarinnar Vin (L154227) úr landi Valþjófsstaða í Núpasveit. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur 21.460 m² lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki í stöðu til að samþykkja afmörkun landsins fyrr en fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeigenda fyrir afmörkuninni.

13.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar fundargerð Hverfisráðs Raufarhanar. Liður 1-3 í fundargerðinni snúa að ráðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara hverfisráði.

14.Velferð og umferðaröryggi barna

Málsnúmer 202206011Vakta málsnúmer

Á 119. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti og óskar eftir við skipulags og framkvæmdarráð að neðsti hluti Baughóls verði gerður að botnlanga og lokaður á mörkum Fossvalla og Baughóls.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

15.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022

Málsnúmer 202111048Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur uppfærð framkvæmdaráætlun fyrir árið 2022.
Uppfærð áætlun fyrir árið 2022 var lögð fram til kynningar.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða), 573. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.