Fara í efni

Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels

Málsnúmer 202205073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Teiknistofa Arkitekta, f.h. Samherja fiskeldis ehf, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagningu á jörðinni Akurseli í Öxarfirði eins og nánar er tíundað í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hafin verði vinna við deiliskipulagningu Akursels. Ráðið telur að samhliða verði að vinna að tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Samherji fiskeldi ehf hefur sent sveitarfélaginu skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag jarðarinnar Akursels í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 141. fundur - 29.11.2022

Nú er lokið kynningartíma skipulagslýsingar vegna deiliskipulags jarðarinnar Akursels í Öxarfirði. Athugasemdir og umsagnir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Hitaveitu Öxarfjarðar. 3. Hverfisráði Öxarfjarðar. 4. Landgræðslunni. 5. Eigendum Ærlækjarsels. 6. Minjastofnun. 7. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 8. Skipulagsstofnun. 9. Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Ráðið vísar þeim til yfirferðar hjá skipulagsráðgjafa vegna framhalds skipulagsvinnu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi hefur lagt fram frumhugmynd að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Akursel í Öxarfirði og jafnframt lagt fram hugmynd að breytingu aðalskipulags í tengslum við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á það upplegg sem liggur fyrir, þ.e. að unnið verði að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldismannvirkja í landi Akursels og deiliskipulags sama svæðis. Í kynntri skipulagslýsingu var horft til þess að stærri hluti jarðarinnar yrði deiliskipulagður. Ráðið minnir á umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. nóvember s.l. vegna kynntrar lýsingar þar sem ábending kemur fram um að vinna skipulagsgögn og umhverfismat vegna sjótöku samhliða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun skipulagssvæðis úr 8,4 ha í 100,3 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Skilgreindir eru byggingarreitir umhverfis sjótökuhús og annar sem ætlaður er undir fiskimykjutanka og aðra uppbyggingu. Þar fyrir utan er afmarkað svæði undir borholur til vatnstöku og skilgreind svæði fyrir lagnaleiðir. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 174. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna nýs iðnaðarsvæðis í landi Akursels í Öxarfirði og breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Umsagnir bárust frá 1. Fiskistofu. 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 3. Minjastofnun Íslands. 4. Rarik. 5. Umhverfisstofnun. 6. Náttúrufræðistofnun Íslands. 7. Hverfisráði Öxarfjarðar.
1.1. Fiskistofa bendir á að ekki sé fjallað um möguleg áhrif á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfismatsskýrslu með kynntum skipulagsbreytingum.
1.2. Fiskistofa bendir á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu. Með umsókn þar að lútandi skal fylgja umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa á lífríkið og umsögn viðkomandi veiðifélags.
2. HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
4. RARIK áréttar að aðveitustöðin í Núpsmýri og allar lagnir að henni þurfa að vera áfram til staðar innan skipulagssvæðis.
5.1. Umhverfisstofnun minnir á ákvæði skipulagslaga og náttúruverndarlaga um almannarétt til umferðar um vatns-, ár- og sjávarbakka. Óheimilt sé að setja girðingu á vatnsbakka þannig að hindri umferð gangandi manna.
5.2. Umhverfisstofnun vekur athygli á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem markmið er að vernda allt vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Akursels vegna fiskeldis að Núpsmýri þurfi að vera í samræmi við stefnumörkun vatnaáætlunar. Áður en viðeigandi stjórnvöld veita leyfi til starfseminnar verður að liggja fyrir mat á áhrifum á vatnshlot og hvort framkvæmdin get valdið því að umhverfismarkmið vatnshlotanna náist ekki.
5.3. Stefna stjórnvalda felur í sér að hætta skuli alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og hefur UST unnið leiðbeiningar til aðila í fiskeldi á landi um endurnýtingarmöguleika fastefna úr frárennsli. Ef nota á fastefni sem áburðarefni skal leita samþykkis Matvælastofnunar.
5.4. Umhverfisstofnun bendir á að hugað sé að fuglalífi við framkvæmdir skv. skipulagstillögunum. Mikilvægt sé að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
5.5. Umhverfisstofnun bendir á að skilt sé að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi til framkvæmda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæuðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu. Einnig skal gera grein fyrir fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
6. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
7.1. Náttúrufræðistofnun telur nokkuð þétt varp svartbaks á skipulagssvæðinu. Í ljósi þess að svartbakur er skilgreindur sem tegund í hættu er mikilvægt að vernda varpstöðar hans. Væntanlegar framkvæmdir innan skipulagssvæðis gætu haft áhrif á varp svartbaks á Oddsnesi og afla þarf nýrra gagna um stöðu varpsins þar til að leggja mat á hversu afdrifaríkt slíkt rask getur orðið. Mikilvægt er að framkvæmdir verði utan varptíma til að lágmarka áhrif á varpfugla.
7.2. Á Austursandi eru gasaugu á landi sem er óalgengt. Mikilvægt er að gasaugum verði vöktuð svo hægt verði að grípa til aðgerða ef nýting jarðhita fyrir fiskeldi hefur neikvæð áhrif á þau.
7.3. Gera þarf betri grein fyrir losun eða förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið (mykjutankur) og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir og óskar þess að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögu í ljósi þeirra athugasemda sem fram koma í umsögnum:
1. Fjalla þarf um möguleg áhrif stækkunar fiskeldisins á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins.
2. Bæta skal í greinargerð deiliskipulagstillögunnar umfjöllun um að mögulega þurfi að afla leyfis hjá Fiskistofu vegna framkvæmda nær veiðivatni en 100 m.
3. Bæta þarf í umfjöllun greinargerðar að aðveitustöð RARIK og lagnir að henni verði áfram til staðar innan skipulagssvæðisins.
4. Bæta þarf í greinargerð umfjöllun um almannarétt við ár- og sjávarbakka sbr. umsögn UST.
5. Bæta þarf í greinargerð umhverfisskýrslu umfjöllun um möguleg áhrif starfsemi á aðliggjandi vatnshlot sbr. umsögn UST.
6. Bæta þarf í greinargerð deiliskipulagsins umfjöllun um framkvæmdaleyfi á svæðum sem njóta sérstakrar verndar sbr. umsögn UST.
7. Bæta þarf í greinargerð upplýsingum um varp svartbaks á skipulagssvæðinu og að framkvæmdaaðili þurfi að afla nýrra gagna um stöðu varpsins áður en framkvæmdaleyfi verði veitt. Ennfremur komi fram að framkvæmdir á svæðinu skuli sem mest vera utan varptíma fugla.
8. Bæta þarf í greinargerð umfjöllun um vöktun gasaugna á Austursandi vegna aukinnar nýtingar jarðhita á skipulagssvæðinu.
9. Í umhverfisskýrslu þarf að fjalla nánar um losun og förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna ofangreindar lagfæringar á deiliskipulagstillögu og kynna tillögu þar að lútandi fyrir ráðinu við fyrsta tækifæri.